Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 43

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 43
Uppruni ormsins í Lagarfljóti Um þetta öskulag virðast afar skiptar skoðanir, hvaðan það kom og hvort gosin voru fleiri en eitt.31 Samtímaheimildir em ekki til aðrar en gamalt bréf úr Eyjafirði frá 1477 þar sem talað er um þau: „ódæmi, og ógnanir sem þá yfir gengu af eldsgangi, sand- falli og öskumyrkrum og ógurligum drun- um...“32 Það var með hliðsjón af þessu bréfi sem Sigurður Þórarinsson batt svarta ösku- lagið við 1477 og um það ártal virðist nokkum veginn vera samkomulag. Ef marka má þessa heimild hefur askan fallið í byrjun ársins og Fljótið að öllum líkindum á ís eins og 1875. Þegar ísa leysti um vorið hefur svört basaltaskan hvolfst í undirdjúpin. Hvort sem gosin voru eitt eða tvö og hvaðan sem spýjan kom er Ijóst að í þeim miklu eldsumbrotum sem yfir dundu í lok 15. aldar hefur án efa verið mikið að gerast í Fljótinu. Kemur þar tvennt til, hugsan- legir jarðskjálftar eða spennubreytingar sem hafa losað um gasgildrur en í öðru lagi hafa áhrifin frá öskufallinu ekki verið minni en 1875 því í þetta skiptið var um basaltösku að ræða sem er miklu þyngri en líparítaskan frá Dyngjufjallagosinu og hefur þegar sokkið til botns. Af framansögðu ætti að vera orðið ljóst að mig grunar að ormstrúin eigi rætur að rekja til eldsumbrota. Eldsumbrota sem voru þess eðlis að þau höfðu áhrif á út- streymi gassins í Fljótinu. Óneitanlega berast böndin að síðari hluta 15. aldar, til umbrotanna sem tíðkast hefur að tengja árinu 1477. Eg tel að þau undur sem menn höfðu fyrir augum í Fljótinu hafi verið svo tíð og stórkostleg og vakið svo almenna eftirtekt að í kringum þær hamfarir hafi ormstrúin orðið til, eða a.m.k. fengið byr í seglin og þotið um allt land og þess vegna verið orðin almenn, innan lands og utan, þegar við fréttum af orminum fyrst í ritheimildum 1562, 85 árum eftir öskufall- ið. Þannig má líka skýra þá trú að ormurinn birtist á undan stórmerkjum ef jarðskjálftar eða spennubreytingar hafa losað um gas áður en sjálf ósköpin, öskufallið, dundi yfir. Ekki má heldur gleyma því að elsta ritheim- ild um orminn tengir hann einmitt eldsum- brotum. Sú staðreynd að jafnlangur tími líður, ef marka má heimildir, frá því ormurinn sést fyrst eftir þessar tvær mestu náttúruham- farir sem gengið hafa yfir Fljótsdalshérað er að öllum líkindum tilviljun, en merkileg tilviijun samt. 31 í því sambandi nægir að benda á greinarnar í afmælisriti Sigurðar Þórarinssonar þar sem hvað rekst á annars horn. 32 íslenzkt fornbrí'fasafn. Sjötta bindi. Bls. Í04. Reykjavík 1900-1904. 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.