Jökull - 01.12.1966, Blaðsíða 63
..... .. Jökuljaðar 1890. SUÐURJAÐAR 1—IV Arnar, sem voru óvenju miklar
_ _ Jökuljaðar 1966 MÝRDALSJÖKULS haustið 1966.
The southern margin of Mýrdalsjökull 1890 (dotted) and 1966 (dash line).
á broddum, þar sem hrím var á jöklinum og
hann því ekki háll, en 20 mínútur vorum við
að ganga yfir jökulinn. Nú er allt þetta svæði
jökullaust, en jökuljaðarinn Já í haust, þ. e.
1966, í lítils háttar boga rétt að segja frá þeim
stað í krikanum, Jrar sem við komum af jökl-
inum, og að. nærri miðjum Mosakambi, en
megnið af Norðurgilsánni rennur í alldjúpum
bergstokk suður með fellinu.
Gljúfrið vestan við Gvendarfell er venjulega
kallað Vesturgil og áin, sem eftir því rennur,
Vesturá. Hún sameinast Norðurgilsánni suð-
vestan við fellið og eftir það heitir áin Hafursá.
Þegar jökultungan i Vesturgili náði iengst
fram, um 1890, náði hún suður fyrir hornið
á fellinu og var þá ekki jökullaust að fellinu
nema að sunnan, frá suðvesturhorninu og lang-
leiðina að læknum milli fella. Árið 1938 var
hún gengin til baka sem svarar einum þriðja
af lengd fellsins norður og suður, en nú er hún
við nyrztu íslausu hausana, sem sýndir eru í
ieiiinu að vestan á korti Herforingjaráðsins.
Nú Iiefur skotið upp auðum hausum alimiklu
norðar, eins hefur jökuljaðarinn gengið mikið
til baka á fellinu sjálfu og íslausa svæðið Jrar
stækkað mikið.
Þetta eru í stórum dráttum heiztu breyting-
arnar, sem orðið hafa á jökuljaðrinum við
Gvendarfell síðustu 100 árin.
11. Hvað var að gerast vestur af Gvendarfells-
bungunni haustið 1966?
Snemma í ágústmánuði 1966 ferðaðist ég
nokkuð um Mýrdalinn, kom bæði að ánum í
Austur-Mýrdalnum, Múlakvísl og Iverlingar-
dalsá, og að ánum í Ut-Mýrdal, Klifandi og
Hafursá. Veitti ég því þá athygli, að árnar í
Ut-Mýrdalnum voru tiltölulega gruggugri og
vatnsmeiri en austur-árnar og óvenju miklar
eftir úrkomu og hitastigi. Þann 24. og aðfara-
nótt 25. ágúst gerði hér mikla suðaustanrign-
ingu með miklum hlýindum. Hljóp þá foraðs-
vöxtur í allar jökulár hér, en þó líklega öllu
meiri í útárnar. Nokkrum sinnum kom ég að
ánum Klifandi og Hal'ursá eftir þetta, og virt-
ist mér þær alltaf óeðlilega vatnsmiklar og
gruggaðar, sérdeilis Klifandi, sem oftast er að
segja má skollituð, ef ekki er mikil leysing úr
jöklinum. Sama var víst að segja um Lambá
og Holtsá, þær höfðu verið óvenju gruggaðar
í haust.
Svo var það 19. sept., að ég fór norður í
Dalaheiði og komst allt á Norðurgilsbrúnir.
þótti mér þá hafa orðið frávik frá venjunni
um árnar við Gvendarfell. Þegar ég hef komið
JÖKULL 217