Jökull


Jökull - 01.12.1966, Blaðsíða 62

Jökull - 01.12.1966, Blaðsíða 62
EINAR H. EINARSSON: Suðurbrún Mýrdalsjökuls við Gvendarfell Breytingar síðustu 100 ár o. fl. Variations of the Southern Margin of Mýrdalsjökull at Gvendarfell. I. Urn jökuljaðarinn. I>að sem af er þessari öld, hafa jöklar yfir- leitt gengið saman, en á síðari helming nítjándu aldar munu þeir allverulega hafa skriðið fram, en misjafnlega góðar heimildir eru handbærar um einstök svæði. Hér ætla ég að ræða lítil- lega um síðustu 100 ára breytingar á jökul- jaðri Mýrdalsjökuls á svæðinu umhverfis Gvend- arfell nyrzt í Dalaheiði i Mýrdal. Svo vill til, að við feðgar og langfeðgar höf- um hver fram af öðrum átt heima hér í Skammadal og á Skammadalshóli síðan fyrir aldamótin 1800 og allir stundað fjárgæzlu og smalamennskur í heiðunum hér norður af. Geymd örnefna og staðhátta hefur því gengið milliliðalaust frá föður til sonar, og flestir munu þeir hafa verið með því sama marki brenndir, að hafa glöggt auga fyrir mörgu því í ríki náttúrunnar, sem margir létu sig litlu skipta. Þeir ræddu um það við sonu sína, svo að ýmsir náttúruviðburðir urðu að hreinustu arfsögnum í ættinni. Þetta er nti nokkurs konar forspjall, og kem ég þá að efni því, sem þessar línur eiga að fjalla urn. Gvendarfell er basalt-hamrarið mikið og tignarlegt, sem tevgir sig suður undan jaðri Mýrdalsjökuls norður af Dalaheiði í Mýrdal. Beggja vegna við fellið ganga hamragljtifur mikil upp í jökulinn og niður eftir þeim teygja sig allbrattir skriðjöklar. Austanvert við fellið að sunnan er flatlendi allmikið, sem nær austur að Mosakambi, móbergsrana, sem geng- ur upp í skriðjökulinn á vesturbrún Heiðar- gils. Á þessu svæði hefur verið mjög þægileg að- staða að fylgjast með legu jökuljaðarins, og glögg spor hefur hann skilið þar eftir, er lesa má úr sögu undanhalds hans og tilburða hans til sóknar, síðan liann sótti mest fram, um 1890. En síðan hefur hann svo að segja verið á stöðugu undanhaldi. Nú ætla ég að gera tilraun til að lýsa í stór- um dráttum sókn hans og undanhaldi frá 1870 216 JÖKULL og styðjast þar við sagnir föður rníns og afa auk þeirra athugana, sem ég lief sjálfur gert. Til þess að átta sig á hlutunum, er þörf á að hafa kort af Mið-Mýrdalnum við hendina. Á þvi sjást staðhættir í nágrenni Gvendarfells allgreinilega, eins og þeir voru um síðustu alda- mót. Um 1870 var í skarðinu sunnan við Mosa- kamb allbreið spilda með nokkrum gróðri. Hallaði henni allmikið til vesturs að skriðjökl- inum, en um 1890 er jökuljaðarinn kominn alveg austur á brúnina, og rann lækur þar aust- ur af ofan í Heiðargil, og jökultungan í Heið- argili náði þangað suður. Hægt var þó að kom- ast norður briinina uppi með því að ganga á kafla hálfboginn undir 2ja mannhæða þvkka jökulbrík, sem stundum hafði hrunið úr aust- ur í gilið. En fyrst þegar ég kom þarna, sem líklega hefur verið 1926, voru 20—30 m frá gilbrún að jöklinum. 1938 var bilið orðið ekki undir 80—100 m, og nú (1966) er orðið jökul- laust að því inn með miðjum Mosakambi að vestan og jökultungan í Heiðargili endar nærri innst við Mosakambinn. Um 1870 náði jiikullinn að suðausturhorni Gvendarfells, en um 1890 var jökulsporðurinn kominn vestur fyrir lækinn, sem kemur niður mitt fellið og skiptir því í Vestur- og Austur- fell. Árið 1938 er hann aftur kominn að fells- horninu að austan, og sást þá niður um gat á jöklinum í brún á fossi þeim, sem nú er í Norðurgilsánni við suðausturhorn fellsins, en þá lá jökuljaðarinn að sunnan nærri að skrið- unum niður af Norðurgilshaus. Var þá jökul- tungan í slakkanum austur að Mosakambi all- slétt og lítt sprungin. Þetta haust áttum við Sveinn Runólfsson, þá- verandi bóndi í Fjósum.að smala Austurfellið, og til þess að gera okkur hægara fyrir, gengum við beint inn eftir jökultungunni inn að krika, sem verður þar sem hamrarið ganga til austurs úr fellinu norðanverðu. Við urðum fyrir engum töfum og þurftum ekki að ganga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.