Jökull - 01.12.1966, Blaðsíða 68
2. Á hvítasunnudag 5.
júní 1938. Hrolleifsborg
beint fram undan, en til
hægri er snævi þakin
Reyðarbunga.
On Whitsun-day June 5,
1938. Hrolleifsborg in the
middle, the snowcovered
Reyðarbunga to the right.
1960 og rita nöfn sín í Jökulskinnu, þrír karl-
menn og ein kona. Þau eru á leið frá Reykjar-
firði að Skjaldfönn eftir hringferð um Horn-
strandir.
Næst er ekki ritað í Jökulskinnu fyrr en 22.
júlí 1966. Vorum við þar tveir á ferð, Óttar
Kjartansson og ég, og skrifuðum eftirfarandi:
„Komum hingað á Hrolleifsborg um kl. 8 að
kvöldi 22. júlí 1966 gangandi frá Kaldalóni og
dveljum hér í einstaklega góðu veðri í rúmlega
2 klst., en höldum síðan sömu leið til baka.
Bók þessi er nú að eyðileggingu komin vegna
raka. Ákváðum því, í samræmi við inngangs-
orð bókarinnar, að taka hana ásamt hylkinu
með okkur til byggða, og munum við senda
hana Skátafélaginu Einherjurn á Isafirði til
endurnýjunar."
Forsaga þessarar ferðar er sú, að í viðtali við
núverandi skátaforingja á ísafirði kom í ljós,
að ísfirzkir skátar höfðu farið á Drangajökul
um hvítasunnuna nokkur ár. Höfðu þeir þá
komið bæði á Hljóðabungu og Hrolleifsborg,
en ekki getað fundið Jökulskinnu á Hrolleifs-
borg. Sagði ég lionum, að ég teldi mig vita,
hvar hún ætti að vera, og hefði hug á að reyna
að finna hana. — Það varð úr, að eftir afmælis-
hátíðahöld ísafjarðarkaupstaðar ókum við Ótt-
ar Kjartansson til Kaldalóns og tjölduðum þar
að kvöldi 21. júlí. Næsta morgun var veður
ekki sérlega bjart fyrst, og hikuðum við því
við að leggja á jökulinn. Þegar leið á morgun-
inn fór veður að batna, birti verulega til. Þá
pökkuðum við myndavélum og mat til eins dags
í bakpokana og lögðum af stað upp á Votu-
björg, sunnan til við Kaldalón. Lynggróður þek-
ur hlíðar fjallsins, en efra eru stórgrýttar urðir,
melar og mýrlendi á milli. Þarna er ágætt að
ganga, þótt stórgrýtt sé víða. Brátt taka við
snjóskaflar og loks sjálf jökulbreiðan. Hér er
eiginlega ekki um neina erfiða uppgöngu á
jökulinn að ræða, því að hann gengur nokkuð
slétt fram á fjalllendið, þótt að sjálfsögðu verði
að sækja á brattann. Með því að fara upp á
jökulinn af fjalllendinu, er hægt að sneiða hjá
mesta sprungusvæðinu, þar sem skriðjökullinn
leitar niður í botn Kaldalóns.
Þótt þannig verði komizt lijá stærstu sprung-
unum, verður að sjálfsögðu að fara með gát,
eins og alltaf á jöklum. Sprungur geta verið
huldar af nýsnævi, þótt oft geti mótað fyrir
þeim á yfirborðinu, ef vel er aðgætt. Jökul-
svelgirnir eru þó öllu hættulegri. Það eru trekt-
laga holur í hörðum jökulísnum. Þetta eru
niðurfallssvelgir vatns, sem rennur ofan á jökl-
inum, þar til það hverfur niður um þessi op.
Oftast er glerhált í kringum þau, og þau eru
oft það víð, að maður getur hæglega runnið
eftir þeim langt niður í jökul. Aldrei skyldi
því ganga um þetta svæði jökulsins í myrkri,
og ekki er hér bagi að bandi, ísexi og mann-
broddum. Þegar ofar dregur á jökulinn, verða
sprungurnar færri og mjórri, og göngufærið
reyndist okkur afbragð þennan dag.
Við héldum nokkuð þvert á jökulinn í glamp-
andi sólskini og dásamlegu útsýni. Þegar hærra
kom, fór að móta fyrir svörtum klettabeltum
í fjarska, Hrolleifsborg var framundan, ský-
hnoðri eða þokubakki var yfir Jökulbungu, sak-
leysislegur að sjá. Pln á svipstundu magnaðist
þessi þokubakki, og áður en við vissum af vor-
um við umluktir þéttri þoku, svo að ekkert sást
nema grá-bláhvítur jökulísinn og mjólkurlituð
þokan.
Við settumst niður til að fá okkur matarbita
222 JÖKULL