Jökull - 01.12.1966, Blaðsíða 66
En nú skulum við aftur líta í Jökulskirinu.
Þar segir 22. júní 1937, að fjórir ferðalangar
fóru fram hjá Hrolleifsborg á leið úr Skjald-
fannardal í Þaralátursfjörð á Ströndum, en
þar voru þá á ferð þeir Gunnar Andrew skáta-
foringi á Isafirði og Jón Eyþórsson veðurfræð-
ingur og formaður Jöklarannsóknafélags Is-
lands, ásamt tveimur ferðafélögum. Daginn
eftir, þann 23. júní 1937, komu þeir til baka,
gengu þá á Hrolleifsborg, og skildu eftir í
vörðunni þessa nýju Jökulskinnu í forláta kop-
arsívalningi með skrúfuðu loki. I þessari ferð
grófu þeir tvær snjógryfjur til að kanna jökul-
inn, aðra upp af Kaldalóni 3,36 metra djúpa,
en hina norður af Hljóðabungu, nálægt Hrol-
leifsborg 3,17 metra að dýpt. Höfðu þeir sér
til aðstoðar við gryfjugröftinn menn frá Mel-
graseyri og frá Þaralátursfirði.
Ekki líða nema fáar vikur, þar til aftur ber
gesti að garði á Hrolleifsborg. Þann 11. júlí
1937 um kl. 15 eru þar staddir 11 ferðafélagar
af Ströndum, og rita þeir nöfn sín í bókina.
Flestir eru þessir gestir á Hrolleifsborg frá bæj-
unum í Reykjarfirði og Dröngum.
Ekki er langt að bíða næstu gesta. Þann 8.
ágúst 1937 koma á Hrolleifsborg fyrstu Bretar,
sem nöfn sín rita í Jökulskinnu. Þeir eru fimm
ferðafélagar, „Members of The Cambridge Uni-
versity Iceland Expedition“.
Næsta sumar, 4. júnl 1938, eru tveir ferða-
félagar frá Ströndum, annar frá Reykjarfirði,
hinn frá Rekavík bak Höfn, í skemmtiferð yfir
Drangajökul frá Reykjarfirði að Skjaldfönn.
Þeir koma við á Hrolleifsborg kl. 4 e. h. þann
dag og rita nöfn sín i Jökulskinnu.
Nú er stutt í næstu gestakomu, því að í
Jökulskinnu stendur:
„Komum hingað 12 ísfirðingar kl. um 7 e.
h. hvítasunnudag 5. júní 1938. — Lögðum upp
frá Unaðsdal i björtu veðri, en fengum þoku
á hájöklinum. — Tjölduðum einu tjaldi og
byggðum tvö snjóhús neðan til á Hrolleifsborg
og höfum sofið í þeim í nótt. — Annan í hvíta-
sunnu 6. júní kl. um 9 f; h.: Ntt er komin hríð,
— og höldum nú af stað niður í Skjaldfannar-
dal.“ — Eg minnist enn mjög vel þessarar ferð-
ar á Drangajökul og þessarar stuttu ferðalýs-
ingar, sem ég skrifaði í Jökulskinnu á Hrol-
leifsborg, áður en við kvöddum næturgististað
okkar. — í þessari ferð vorum við 9 karlmenn
og 3 konur, og í þetta sinn var gengið á Dranga-
jökul frá Unaðsdal við Isafjarðardjúp. Við
220 JÖKULL
komum þangað á bát frá ísafirði og tjölduðum
þar að kvöldi 4. júní. Að morgni þess 5. júní,
hvítasunnudags, var vaknað í dásamlegu veðri,
farangri pakkað saman og hann bundinn upp
á hesta, sem við fengum lánaða í Unaðsdal.
Upp af Unaðsdal tekur við Dalsheiði, og þar
gekk Drangajökull þá ósprunginn niður á
heiðina og Jtví mjög auðveldur uppgöngu, að-
eins aflíðandi halli. Við jiikulröndina var tekið
af hestunum, og fylgdarmaður fór með þá til
byggða. Nú tók hver sinn bakpoka á herðar,
og stigið var á skíðin. Veður var dásamlega
fagurt, sól og heiður himinn. Fagurt var að
líta niður Unaðsdal, yfir sólbjart ísafjarðar-
djúp og Glámuhálendið í fjarska hinum megin
Djúpsins. Við héldum hópinn og gengum á
sléttri fannbreiðunni á skíðunum áleiðis á
Jökulbungu, sem er hæsti staður Drangajökuls,
925 metra há. Jökulbunga Jjessi er algjörlega
snævi þakin. Þar sér hvergi móta fyrir fjalllendi
eða kletlum undir. Utsýni þaðan er mjög fagurt
í björtu veðri.
Ovíða er eins fljótt að skipta um veður
og á Drangajökli. Jökulbungan er veðraskil
milli veðurs við Isafjarðardjúp og Strandir, og
breytt vindátt getur á svipstundu gerbreytt
veðri, og þannig var það nú. Eins og veggur
barst niðdimm þokan norðan af Ströndum, á
meðan við vorum stödd á Jökulbungu. Sólin
hvarf á svipstundu, og Jtokan byrgði allt útsýni.
— Slegið var þá upp tjaldi, sem við höfðum
meðferðis, og hitað kakó. Það var vel þegin
hressing og hvíld.
Nú var tekin stefna eftir áttavita og korti
til austurs, beint á Hrolleifsborg, neðan við
Reyðarbungu. Norðan á Drangajökli eru þrjár
klettaborgir, Hljóðabunga, Reyðarbunga og
Hrolleifsborg, sem er 851 metri að hæð og
þeirra stærst. Þessar borgir eru jökulsker með
miklum klettabeltum, sem hverfa inn undir
jökulinn til suðurs, en að norðan eru þver-
hníptir klettar. Reyðarbunga var snævi þakin
fram yfir síðustu aldamót. Þá tók að ydda á
hana sem hvalbak, og gaf Baldur Sveinsson
henni nafn, en hann var þá eigancli Þaraláturs-
fjarðar. Hin nöfnin eru miklu eldri.
Vegalengdir virðast oft langar í þoku, en
ferðin sóttist greiðlega á skíðunum undan hall-
anum á leið til Hrolleifsborgar, — og allt í
einu var sem hendi væri veifað. Öll Jiokan
hvarf á svipstundu, og beint framundan okkur
birtist Hrolleifsborg í glampandi sólskini. Það