Jökull


Jökull - 01.12.1966, Blaðsíða 64

Jökull - 01.12.1966, Blaðsíða 64
þar áður, hefur Norðurgilsáin oftast verið gruggaðri en Vesturáin og að minnsta kosti aldrei minna en þrisvar sinnum vatnsmeiri, og stundum vil ég halda, að Vesturáin væri varla meiri en einn sjötti móti Norðurgilsánni. En nú var þessu heldur betur snúið við. Vesturáin valt fram kolmórauð og sennilega helmingi vatnsmeiri eða meira, og þó var enn meiri munur á litnum. Norðurgilsáin var að öllu eðlileg, bæði vatnsmagni og lit, eftir því sem viðrað hafði úndanfarandi daga, en Vest- urána hef ég aldrei séð slíka að vatnsmagni og sérstaklega lit. Hún var ekki grámóleit, eins og jökulár eru vanar að vera hér, ef þær eru 1 vexti, heldur mórauð eins og leysingavatns- lækur úr moldarskurði. Þann 17. og 28. okt. kom ég aftur norður á Norðurgilsbrúnir og var þá alveg sömu sögu að segja, Vesturáin var bæði mórauðari og vatnsmeiri í bæði skiptin, annars hafði, sérlega 28., mikið minnkað í þeim báðum. Eg fylgdist og nokkuð með hinum jökulán- um fram eftir haustinu og virtist þær venju fremur gruggaðar, sérstaklega Klifandi. Síðast skoðaði ég árnar 26. nóv., og virtist mér þá Hafursá og Klifandi að öllu líkar venju. Það hef ég fyrir satt, að í allt haust hafi verið mjög lítið vatn í Jökulsá á Sólheima- sandi, og það sagði Erlingur Sigurðsson, bóndi i Sólheimakoti, mér, að þegar þeir smöluðu Hvítmögu í haust, hafi bókstaflega ekkert. vatn komið fram tir gilinu austan við hana. Þá er það jökullinn og jökuljaðarinn vestan við Gvendarfellsbunguna. (Gvendarfellsbungu nefndi faðir minn og hafði frá sínum föður jökulbunguna, sem liggur af fellinu upp eftir jöklinum allt að hábungu hans. Ekki hef ég heyrt aðra kalla hana því nafni — og yfirleitt engu nafni —, en ég tel þetta muni garnalt nafn og nota það sjálfur.) Síðla sumars fór ég að veita því eftirtekt, að mér virtist, þegar ég sá til jökulsins, að óvenju mikið væri um nýjar sprungur í honum að vestanverðu. Þegar ég var norður í Dalaheiði 17. okt., hafði ég mjög góða aðstöðu að athuga suðurvanga jök- ulsins vestan frá Fellsheiði allt austur að Kerl- ingardalsafrétti, því að veður var bjart og ég með allgóðan sjónauka. Allt fyrir austan Gvendarfellsbunguna virtist með eðlilegum hætti og jökullinn sízt meira sprunginn þar en venja er til að haustinu, en vestan við bunguna var hann mun meira sprunginn en ég hef áður séð, og virtist svo allt, sem ég sá til vesturs. Sérstaklega var áber- andi, hvað sprungusvæðið í slakkanum vestan við Gvendarfellsbunguna náði hátt upp eftir jöklinum eða nærri upp að hábungunni, en það hef ég ekki séð fyrr. Ekki var hægt að sjá, að jökuljaðarinn hefði skriðið neitt fram, a. m. k. ekki næst Gvendar- felli. Þegar ég var þarna norður frá 28. okt., komu tveir geysimiklir jökladynkir að heyra á þessu svæði, svo að ekki hefur verið algjörð kvrrð á honum þá. Aðfaranótt 25. okt. kl. 0,12 kom hér jarð- skjálftakippur, ekki snarpur. Ég kynnti mér íljótlega, á hvaða bæjurn hefði orðið mest vart við hann, og eftir þá athugun virtist mér mjög freistandi að tengja saman upptakasvæði hans og þessa óvenjulegu hreyfingu á suðvestanverð- um Mýrdalsjökli, því að eftir þá athugun kom í ljós, að kippurinn hafði verið mun snarpast- ur á svæði suður af sprungusvæðinu, sem geng- ur til suðurs frá jöklinum milli Klifanda og Gvendarfells, en svo hittist á, að á því svæði eru yngstu eldstöðvar hér í Mýrdal. Eg tel fráleitt, að upptök jarðskjálftans hafi verið á svæði þvi, sem að jafnaði er nefnt Kötlusvæðið. Þau hljóta að hafa verið vestar eftir reynslu frá gosinu 1918. Þetta eru stærstu stiklur úr athugunum mín- um frá síðastliðnu hausti (þ. e. 1966). S U M M A R Y The author of this paper is a farmer living at Skammadalshóll in Mýrdalur. From. his father and grandfather who also were farmers of Skammadalshóll he has inherited a lot of knowledge about the variations of the southern margin of Mýrdalsjökull and this knowledge and the authors own observations are sum- marized in this paper. Between about 1870 ancl about 1890 the glacier margin advanced, but from then Until 1966 it was on the whole re- treating, cf. Fig. 1. During the late surnmer and autumn of 1966 it was observed that the glacier W of Gvendarfell was more broken up t.han usual and during the same period the discharge of the glacier rivers in western Mýr- dalur increased abnormally and the rivers be- carne unusually muddy. Yet the glacier rnargin had not begin to advance in late October. 218 JÖKULL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.