Jökull


Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 34

Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 34
ins, sem færi eftir dreifingareiginleikum og mót- tækileika krystailategundanna, ef ekki er reikn- að með grunnvatnsstraum eftir krystallasam- skeytum í þessu sambandi. Hér þyrfti því að mæla magn efnisins í hverri tegund, svo og í misstórum krystöllum, og yrði þetta afarmikið verk. Sé ekki gert ráð fyrir áhrifum heits grunn- vatnsstraums eða hita geymist framleidda efn- ið betur í berginu djúpt undir yfirborði eða inni í víðáttumiklum massa en nærri yfir- borði. Aðferð til að ná í gott sýni, væri þá sú að bora eftir því, ert önnur leið blasir einnig við. Þar sem jöklar ísaldar hafa skor- ið land í sundur og myndað djúpar opnur, t. d. í háum hömrum, hefur bergið við rætur hamranna komið fram af miklu bergdýpi ný- lega, jarðfræðilega séð. I þessu gæti legið skýr- ingin á því, að á hinum sundurskornu Aust- fjörðum hefur fengist K/Ar-aldur upp í 12 milljón ár, en ekki nema 1,5—3 milljónir í lög- um Fljótsdalsheiðar, þótt jarðfræði bendi til að aldursmunurinn sé miklu minni. e) Jarðfræðileg sjónarmið. Hér á undan voru athuguð tvö útmörk: 1) framleiðandi krystallar eru umluktir streymandi grunnvatni, og 2) sam- safn krystalla án streymandi grunnvatns. Raun- veruleikinn ætti að liggja á milli þessara út- marga í sögu tiltekins bergs. Yfirleitt verður að gera ráð fyrir grunnvatni milli krystallanna, en straumur þess fer eftir misþrýstingi, sem yfir- leitt stafar af mishæðum landsins á hverjum tíma, svo og sprungum þess og leiðni. Af þess- um sökum er ekki hægt að rekja grunnvatns- streymið í tilteknum bergmassa á ýmsum jarð- söguskeiðum frá því hann varð til, einkum ef aklurinn er orðinn yfir 50—100 milljónir ára. En í bergi sem yngra er en þetta, getur saga mislyftinga og landslagsmyndunar verið kunn, og saga grunnvatnsins þá einnig, þannig að hugmyndir megi fá um áhrif þess, einkum á geymslu eða tap argons. Verður á það minnst í sambandi við aldursmælingar hér á landi. Að ofan var bent á leið til að kanna efnistap með dreifingu og með grunnvatnsrennsli í gróf- krystölluðu bergi. I fínkrystölluðu, og að hluta glerkenndu efni, eins og basalti, þar sem aldurs- ákvörðun einstakra krystallategunda og stærða virðist útilokuð með nútíma tækni, er vandséð, hvernig dæma á um nákvæmni aldursins. En bent var á leið til að velja sýni, þar sem aldur- inn væri að öðru jöfnu minnst truflaður. 32 JÖKULL 25. ÁR 5) Annað mat á aldri en með geislavirkni. Þegar ljóst er, hve erfiðleikarnir eru miklir við aldursgreiningu eftir K/Ar-aðferð, sem er helsta aðferðin á aldursbilinu 100 þúsund til 30—50 milljón ár, verður eðlilegast að fara aðrar leiðir til samanburðar. Er sérstaklega bent á land- mótunarfræðina, sem er sérgrein innan landa- fræði og einmitt kemur til greina á þessu ald- ursbili, þar eð nútímalandslag hefur mótast á Tertíer-tímanum og síðar. Markmið þessa sviðs er að greina og sýna fram á, hvernig hin ýmsu form í landslaginu hafa orðið til, og 'í hvaða aldursröð. Þetta er ekki mjög vandasamt, þegar ýtarleg könnun landsins er gerð og reynslan eykst. Þriðja markmiðið er loks að meta tínt- ann, sem hin ýmsu skeið eða stig mótunarinnar svara til, og er það vandasamt. En reglur, sem fram koma, gefa margvíslegar bendingar. Þannig eru elstu dalir orðnir stórir og víðir, en innan í þeim mynduðust í áföng- um minni og minni dalir. Þegar svo loks blasa við, innan liinna yngstu slíkra dala, óverulegir skorningar, sem eru afköst tímans milli síðustu ísalda — eins og jökulruðningsfylling í skorn- ingunum sýnir — blasir strax við eitthvað í átt við milljónir eða tugmilljónir ára sem aldur megindalanna, og er þetta aðeins einfaldað en raunverulegt dæmi um fjölmarga möguleika til samanburðar á aldri dala, sem rannsóknin gef- ur tækifæri til. A árunum kringum 1940 leit höfundur svo á, að landmótunarfræðin benti á einu færu leið- ina til að fá sæmilega réttar hugmyndir um aldur tertíera basaltsins hér á landi, og ýmsra yngri laga einnig, og hefur kannað landmótun öðrum þræði síðan og lýst niðurstöðum í ýms- um ritgerðum, en tekið saman yfirlit í bókinni Eðlisþættir jarðar og jarðsaga Islands. Niður- stöður eru i stuttu máli þær, að landeyðing á Isöld, sem marka má af sérstökum formum, og svarar til 2—3 milljón ára, var aðeins lítið brot af eyðingunni fyrir Isöld. Höfundur hefur því séð ástæðu til að telja 15—20 milljón ár lág- marksaldur basaltlaga, sem K/Ar-mælingar meta á 1,5—2 milljónir ára, og ber hér mikið á milli. Hér er því haldið fram að skýringin sé stórfellt argon-tap, eins og áður var gerð grein fyrir. Bent er á, að nærri lárétt belti geislasteina (zeólita), þvert yfir lagamótin í hallandi, þ. e. veltum hraunlagaspildum tertíera basaltsins, bendi til myndunar þessarra belta af holufyll- ingum á tíma, þegar afsléttun landyfirborðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.