Jökull


Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 52

Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 52
safnast mikill snjór i norðaustanátt, og voru þar komnar óskaplegar hengjur, er allt brast fram. Komst snjóflóðið lengra niður en við vit- um áður dæmi um. Stöðvaðist það ekki langt ofan við húsin, en olli þó ekki öðru tjóni en því, að ein fjárhúshlaða brotnaði. Samgöngur hafa að mestu legið niðri í þess- um harðindakafla, en ekki hafa snjóflóðin, sem komið hafa á Súðavíkurhlíð, og raunar einnig í Skutulsfirði, valdið neinu tjóni, enda hafa staðkunnugir menn vara á sér, þegar svo stend- ur á, sem nú hefur verið. Snjóflóð á Sauðárkróki. Heimildir: Morgun- blaðið og Tíminn 6. mars 1973. Nánari gagna- söfnun: Ingvar Gýgjar Jónsson, byggingarfull- trúi. Um hádegi sunnudaginn 4. mars ’73 féll snjó- flóð í svonefndri Kristjánsklauf á Sauðárkróki. Þar eru allmörg peningshús. Féll flóðið á fjár- hús efst í klaufinni, í eigu Sveins Nikodemus- sonar, og braut það. í húsinu voru 36 kindur, náðist helmingur lifandi. Við fjárhúsin var hey- hlaða með 60 hestum af heyjum. Þak hlöðunn- ar brotnaði niður og grófst heyið í snjó. Skammt frá fjárhúsunum var hesthúskofi með tveimur tryppum. Snjóflóðið braut kofann og grófust tryppin í snjó, en varð bjargað ómeiddum. Flóðið lenti á þriðja húsinu og skekkti það nokkuð. í [íví voru nokkur hross og sakaði þau ekki. A laugardag var vestan og suðvestan ofsaveð- ur á Sauðárkróki og fannburður mikill. Hér er um svonefnt hengjuhlaup að ræða. Hengjan sprakk fram um 30 m ofan við fjár- húsin. Þrír strákar voru í leik uppi á holhengj- unni, þegar hún sprakk fram, og runnu þeir niður á henni. Það varð Jjeim til lífs, að snjó- stykkin sprungu ekki sundur fyrr en niður kom. Snjóflóð i Siglufirði 19. desember. Heimild- armaður: Þorsteinn Jóhannesson, bæjarverk- fræðingur, skv. bréfi dags. 28. desember 1973. Á tímabilinu 10.—19. desember 1973 var stöð- ug norðan og norðaustan átt á Siglufirði, og fylgdi henni talsverður éljagangur og mikið frost. Vindhraði inni í firðinum var aldrei mjög mikill, en á Reyðará mældist vindur nokkuð mikill, frá 5 til 8 vindstig. Að morgni 19. des. snjóaði mikið í hægu veðri og þegar leið á daginn hvessti og dró verulega úr frosti. Und- 50 JÖKULL 25. ÁR anfarna daga hafði irostið verið 11—17° C, en um hádegi 19. var frostið nálægt 4° C, og um kvöldið var frostið aðeins 2° C. Um kl. 21 varð fólk í syðstu húsum í bænum vart við, að snjóflóð hafði fallið á liænsnahús Óskars Sveinssonar við Suðurgötu. Varð fólkið vart við titring, sem líktist jarðskjálfta, og jafn- framt fór rafstraumur af húsunum, og þegar að var gáð, sást, að hænsnahús Óskars hafði færst úr stað, lagst saman og brotnað mikið. Björgunarsveit slysavarnafélagsins á staðnum var strax kölluð til starfa til þess að bjarga því, sem bjargað varð úr hænsnahúsinu. Hænsna- húsið var þriggja hæða timburhús á steyptum undirstöðum, og tókst að ná úr braki þess um 250 lifandi hænum af um 500. Meðan á björgunaraðgerðum stóð, tóku menn eftir því að barnadagheimilið Leikskálar, sem staðið hafði litlu sunnar, var horfið. Að morgni 20. des. var bjart og gott veður og sást þá mjög greinilega, hvar snjóflóðið hafði fallið og valdið skaða. Upptök skriðunnar voru uppi við fjallsbrún í svonefndri Jörundarskál, en þar sást greinilega að sprunga hafði mynd- ast meðfram fjallsbrúninni á um 100—150 m kafla. Jörundarskál er trektlaga mjög brött skál án undirlendis, sem endar í allvíðu og djúpu gili. Nautskálahólar eru sunnan og neðan við skál- ina og þrengja þeir gilið mjög mikið, þannig að gilið er orðið að grunnum skorningi þar, sem hólunum sleppir og landið verður halla- minna. Landhallinn efst í Jörundarskál er um 35—40°, en þegar neðar kemur verður hallinn minni, og neðan við Nautskálahóla er hallinn niður að sjó um 8—10°. Snjóflóðið, sem byrjaði efst í skálinni, hefur sýnilega fyllt gilið neðan við skálina, og þar sem gilið þrengist hefur mikill hluti af flóðinu farið upp á hólana og fram yfir þá. Flóðið, sem komið hefur yfir hólana, hefur greinilega verið mjög þunnt og dreift, enda voru sýnilegar eyð- ur í farvegi þess, og hefur þessi hluti flóðsins staðnæmst við Suðurgötu. Sá hluti flóðsins, sem farið hefur eftir gilinu norðan við hólana, hef- ur haldið mestum hraða. Hefur sú tunga lent beint á Leikskálum, en hænsnahúsið hefur ver- ið í norðurkanti tungunnar. Þessi tunga hefur runnið í um 100 m breiðum farvegi og ekki stað- næmst fyrr en niðri í fjöru. Brak úr Leikskál- um er dreift um allan farveginn allt frá grunni hússins og um 300 m niður að fjöru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.