Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 70
SNJÓFLÓÐAHRINAN
— þurru foksnjóflóðin — á norðanverðu landinu
13.-16. janúar 1975
Dagana 12.—15. janúar 1975 gekk norðanstór-
viðri yfir landið. Mikill fannburður var norðan-
lands, iðulaus stórhrið og háaskafrenningur var
á öllu svæðinu frá Arnarfirði í vestri til Norð-
fjarðar í austri og einnig á Snæfellsnesi. A fok-
sandssvæðum og áraurum sunnanlands hrærð-
ust saman í flekkótta skafla, snjór, sandur og
jurtaleifar. í Neskaupstað gerði svonefnt Nípu-
kollsveður, og skóf það að mestu snjó úr fjalls-
hlíðinni fyrir ofan kaupstaðinn.
Snjóflóð í Dalsmynni 13.—15. janúar. (Heim-
ild: Erlingur Arnórsson, Þverá, úr bréfi Erlings
dags. 29. apríl 1975).
„í Fnjóskadal settist vetur snemma að haust-
ið 1974. Snjóaði fyrst í logni dögum saman.
Oftast var bleytuhríð. Lagðist því snjórinn jafnt
yfir allt, og í Dalsmynni urðu jarðbönn fyrir
allar skepnur snemma í nóvember, og er svo
enn 29. apríl. Mestur er snjórinn hér í Dals-
mynni, en mun minni í Fnjóskadal og Ljósa-
vatnsskarði.
Aðfaranótt 12. janúar brast á aftakastórhríð,
er stóð til 15. janúar. Var rokið svo mikið, að
raflínur slógust saman í Ljósavatnsskarði og
urðu rafmagnstruflanir miklar.
Þetta þriggja sólarhringa stórviðri byrjaði með
austan- og n.a.átt, síðan norðanátt og loks norð-
austanátt. Frost var 3° í fyrstu og fór í 8°. Snjór
var þungur og þéttur og þjappaðist saman með
dimmum dynkjum, þegar gengið var um snjó-
breiðuna. Við svona aðstæður virðast mér oft
falla snjóflóð. Þó eru það staðhættirnir, sem
meiru ráða og valda snjóflóðunum í Dalsmynni.
í hvassri austan- og norðaustanátt skefur snjó-
inn af öllu Austurfjallinu (Þverárfjalli), neðan
frá Þúfu og Vestari-Krókum, og getur hann
safnast á skammri stund í óhemju dyngjur í
vesturbrúnunum, svo sem Lambatorfum og Illu-
kinn, og falla þær svo í stórum flekaflóðum. I
þvi stórviðri, sem hér hefur verið lýst, féllu þau,
mestu snjóflóð, sem ég hef haft sagnir af. Hve-
nær þau féllu, get ég ekkert fullyrt um, en tel
líklegt, að fyrst hafi fallið snjóflóð syðst í Þver-
áröxlinni meðan áttin var austlæg, en síðar norð-
ar, er áttin snerist meira til norðanáttar.
Athyglisvert er, að í þetta sinn féllu ekki flóð
úr Lambatorfunum, sem oftast hefur fallið úr,
síðan ég flutti að Þverá 1945.
Syðsta snjóflóðið féll að þessu sinni úr Stekkj-
argili, inn yfir nyrstu hluta Þverártúns og yfir
Fnjóská. Það næsta í Nautagili, yfir Fnjóská og
langt upp á Skuggabjargatún og yfir fjárhús-
tætturnar þar. Þriðja flóðið úr Illukinn, Stóra-
gili og hlíðinni milli Stóragils og Merkjagils.
Lengst náði það flóð fram undan Stóragili,
langt upp eftir Skuggabjargahaga, sem er vestan
ár, og um 100 m vegalengd upp fyrir raflínu,
sem lögð var vestan Fnjóskár og talin vestan
hættusvæðis. Aðalflóðið fór milli staura. Einn
staur lenti í hlaupinu, en brotnaði ekki.
Síðan má heita, að snjóflóðin hafi verið sam-
felld frá Merkjagili og norður fyrir Skessuskál
nyrst í Austurfjalli (Þverárfjalli). Skammt norð-
an Merkjagils náði flóðið lengst, eða upp undir
fjallsrætur vestan Fnjóskár. Norður við Gæsagil
náði flóðið langt upp eftir brattri hlíðinni og
braut þar stóra spildu úr skóginum. Ef veiðihús-
ið Flúðasel hefði verið endurbyggt, hefði það
hlotið sömu örlög og í fyrra. Snjóflóðið braut 3
staura, svo að bæirnir Skarð og Þverá urðu raf-
magnslausir nokkra daga. Nyrstu mörk flóðsins
voru við sumarhús Jóhanns Skaptasonar, en þar
brotnuðu rúður og fyllti tvö herbergi af snjó.
Vestar sveigði flóðið meira til norðurs og fór
um miðja vega brekkuna í Skarðsgili og rétt
sunnan Gæsagils að vestan.
Þótt snjóflóðin væru ekki samfelld við upptök,
voru þau það á þjóðveginum frá Þverártúni og
norður í Skarðsgil ca. 3—3,5 km. Ogurleg spjöll
hafa orðið á skóginum milli Skarðs og Þverár
og mest, þar sem skógurinn var fallegastur og
beinvaxinn. Er mikil eftirsjá í beinvöxnum
fallegum skógi, s'em náð hafði 8 m hæð, og
nokkurn tíma hefur hann haft til vaxtar.
I þessari stórhríð urðu miklir skaðar af snjó-
flóðum i Suður-Fnjóskadal að austan, bæði girð-
ingurn og skóglendi. Sérstaklega varð tjónið mik-
ið í Lundsskógi.
í Gönguskarði munu hafa fallið mikil snjó-
flóð að sögn þeirra, sem þar hafa farið um á
vélsleðum. Einnig á Hólsdal, Finnstaðadal og
Mjóadal, sem eru samfelld daladrög suður úr
Gönguskarði fram undir Hallgilsstaði.
í þessari stórhríð féllu ekki teljándi snjóflóð
úr Skarðsfjalli, en leiðin milli Skarðs og Litla-
gerðis er þó í flestum tilfellum ekki hættuminni
68 JÖKULL 25. ÁR