Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 83
Ferð í Nautöldu 22,-24. ágúst 1975
Að þessu sinni var ákveðið að fara mælinga-
ferð í Nautöldu nokkru fyrr en venjulega, eða
um mánuði fyrr en árið áður. Lagt var af stað
úr Reykjavík kl. 2 síðdegis föstudag 22. ágúst.
Veður var eins og títt var um veður síðastliðið
sumar, rigning. En fyrir mestu var, að þessi 19
manna ltópur var hinn hressasti. Ekið var sem
leið liggur inn með Þjórsá vestanverðri og áætl-
að að gista í skálanum við Nautöldu. Undir
miðnætti kom liópurinn að Blautukvísl og var
þegar ljóst, að draumur manna um gistingu í
skála var að engu orðinn. Var því sett ráðstefna
og ákveðið að tjalda á melunum við ána.
Þegar menn höfðu fengið sér hressingu á
laugardagsmorgun var lagt í Blautukvísl. Þrenn-
ar vöðlur voru með i ferðinni og neyddust eig-
endur þeirra til að fara nokkrar aukaferðir.
Sumir íklæddust plastpokum sem ætlaðir eru
utan um laxa og ösluðu yfir. Botninn úr pok-
anum fór að gefa sig út í miðri á og upphófst
þá mikið kapphlaup um að komast á þurrt, áður
en vatnsborðið i pokanum hækkaði upp fyrir
stígvél. Sumir komust þurrir yfir en aðrir blotn-
uðu í aðra eða jafnvel báðar, en yfir komst allur
hópurinn og gekk saman til skálans. Þar skildust
leiðir. Nokkrir hugðust fara og skoða lónið upp
með Olafsfelli en urðu frá að hverfa sakir þoku,
og gengu þess í stað um nágrenni Nautöldu.
Suddarigning var og veður því ekki fýsilegt til
skemmtigöngu. Mælingaflokkur æddi af stað í
áttina að Hjartafelli, enda veitti ekki af tím-
anum. Mikið vatn var í ánum og urðu „vöðl-
ungar“ oft að bera hina yfir. „Ekki ber ég það
sem þú berð,“ heyrðist einn tauta, mjög kok-
hraustur, um leið og hann rétti manni bakpoka
sinn og tók manninn á bakið.
Mælt var við Nauthagajökul, sem reyndist
hafa skriðið fram um 2 m frá síðasta ári. Lögðu
menn sig mjög fram við mælingar, og var vel
strekkt á málbandinu — fullntikið að áliti
þeirra, sem héldu í bandið. Ekki hafði neinn úr
hópnum komið þarna árið áður og gátu því
ekki sagt til um útlitsbreytingu á jökulröndinni.
Múlajökull reyndist hafa hopað um 15 m í
kverkinni. Um það leyti, sem menn komu að
mælistaðnum framan i Múlajökli, stytti upp og
eitt andartak svipti Arnarfell af sér þokunni.
Mynd 1. Fótabað við laugina undir Hjartafelli.
Jökullinn liafði hopað um 15 metra og jökul-
röndin var allmiklu sléttari en árið áður. Á leið
til baka voru menn teknir að lýjast og var því
kærkomið að fá sér fótabað í lauginni undir
Hjartafelli. Að vísu er laugin sjálf of heit, en
í læknum, sem rennur frá henni, er vatnið
mátulega heitt fyrir lúna fætur. Ekki er vatns-
rennsli mikið, svo að þetta var fremur aurbað
en vatnsbað. Er haft fyrir satt, að slík böð séu
hin heilsusamlegustu.
Eftir skamma viðdvöl í skálanum var haldið
áfram og komið að Blautukvísl rétt um mið-
nætti. Svartamyrkur var skollið á, en bílljósin
höfðu verið kveikt við tjaldstað, og því auðvelt
að taka mið á þau. Þar sem menn voru nú
orðnir blautir og slæptir var lítt skeytt um plast-
poka en vaðið yfir beint af augum. Allmiklu
meira var í ánni en um morguninn og hefðu
plastpokar dugað skammt, þar sem sumir óðu
því sem næst í mitti.
Eftir góða næturlivíld var sigið heirn á leið.
Loks sáu veðurguðirnir aumur á liópnum og
hélst þurrt á meðan gengið var niður að Gljúf-
urleitarfossi. En greinilegt var að fólk hafði
ekki fengið nóg af volkinu, því komið var við
í lauginni í Þjórsárdal.
Heim kom hópurinn á sunnudagskvöld og
skildi glaður í bragði á planinu hjá Guðmundi
Jónassyni.
Ragna Karlsdóttir.
JÖKULL 25. ÁR 81