Jökull


Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 72

Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 72
ekki síður af gerð snævarins, skilum, rakastigi og fleiru. Samkvæmt framansögðu verður að telja allt svæðið sunnan íbúðarhúss, frá vegi að neðan til fjails, hættusvæði og mjög óráðlegt að staðsetja þar ný mannvirki.“ Hér lauk bréfi Axels Þorsteinssonar. Snjóflóð í Stiflu, Oslandshlíð og víðar, 13.— 15. januar 1975. Eins og Axel Þorsteinsson nefnir í bréfi sínu liér að framan, þá féllu snjóflóð víða út með Skagafirði að austan. Að Lundi i Stíflu féll snjóflóð á mannlaust liús og braut það. Að Molastöðum urðu fjárskaðar. Hinn 15. janúar klukkan 14 liljóp Óslands- lilíðarfjall á 2,5 km breiðri spilclu. Snjóflóðið reif og sleit girðingar. Á kafla náði það niður á þjóðveg. Slys urðu ekki á mönnum né skepnum í þessu ferlega snjóflóði. Svo heppilega vildi til, að nýbúið var að sækja hesta, sem voru í fjall- inu. Veðrahamurinn var að mestu genginn nið- ur, veður stillt og bjart, þegar snjóflóðið féll. Sjónarvottar segja, að það liafi verið í senn tíguleg og ógnvekjandi sjón, að sjá snjóflóðið geysast niður hlíðina. Unnið er að frumdrögum að snjóflóðakorti. Snjóflóð úr Lambakinn féll í inntakslón Reið- hjallavirkjunar í janúar. (Heimild: Benedikt Benediktsson, vélgæslumaður). Dags. ekki ná- kvæm. Upptök við fjallsbrún. Snjóflóðið braut upp ísinn á lóninu. ísinn var 70 cm þykkur. Is- jakarnir skullu á lokuvindur. Tvær skemmclust mikið og sú þriðja laskaðist lítilsháttar. Tveir allvænir ísklumpar höfðu kastast að dyrurn stífluhússins, en ekki vaklið skemmdum, því að nú var dyrauntbúnaðurinn eftir viðgerðina á síðastliðnu sumri traustari en áður. Rétt er að veita því athygli, að stíflan á Reið- hjalla var byggð sumarið 1956, þ. e. a. s. sett í það ástand, sent liún er í nú. í 17 ár urðu þar engir skaðar af völdum snjóflóða, en nú bæði á 18. árinu og hinu 19. hafa orðið tilfinnanlegir skaðar á mannvirkinu. Snjóflóð i Arnarfirði (Heimild: Ómar Þórðar- son, rafstöðvarstjóri, Mjólkárvirkjun). Hinn 15. janúar féll snjóflóð utan við Rauð- 70 JÖKULL 25. ÁR staði á vel þekktum snjóflóðastað, einmitt þar sem staur brotnaði 1973 í línunni frá Mjólká. Hlaupið skall nú inn fyrir „snjóflóða“-ranann og náði að snerta einn staur. Hann stóð snjó- flóðið af sér í þetta sinn. Snjóflóðið var þunnt. Það fór niður á veg. Snjóflóð á Seyðisfirði (Heimild: Morgunbl. 16. janúar). Síldarverksmiðja Hafsíldar hf. á Seyðisfirði hefur stórskemmst vegna fannfergis, og í gær- kveldi, er fréttaritari Mbl. þar eystra, Sveinn Guðmundsson, fór að kanna aðstæður, var allt óljóst um það, hvernig skemmdirnar hefðu átt sér stað. Annað hvort hefur snjóflóð fallið á verksmiðjuna eða þá að hún er að sligast und- an gífurlegu fannfergi, sem safnast hefur 1 fjalls- hlíðina ofan við hana. Ljóst mun vera sam- kvæmt upplýsingum eins af eigendum verk- smiðjunnar, Jóns Ingvarssonar, að verksmiðjan verður ekki starfrækt á komandi loðnuvertíð og er þetta því önnur verksmiðjan á Austfjarða- höfnum, sem er úr sögunni að þessu sinni ..." Heimild: Þjóðviljinn 16. janúar: „Það var verksmiðjustjórinn Kristinn Sigurjónsson, sem fyrstur sá, hvernig komið var. Mikið dimmviðri hefur verið á Seyðisfirði, og vita menn ekki ná- kvæmlega, hvenær snjóflóðið féll. Engar manna- ferðir höfðu verið um verksmiðjusvæðið, síðan fyrir helgi (laugard. II. jan.). Verksmiðjan var tilbúin til loðnumóttöku. Snjóflóðið braut vegg vélasalsins á um 20 m löngum kafla, og er þakið fallið að verulegu leyti, en framhliðin, þ. e. sjávarmegin, stendur. í vélasalnum voru m. a. tveir þurrkarar og liggja þakbitarnir ofan á þeim . ..“ Verksmiðjan stendur norðan fjarðarins innan Háubakka og undir Bjólfinum. Þetta er alþekkt- ur snjóflóðastaður, a. m. k. síðan 1885. Þarna féll snjóflóð 27. mars 1967, samanber Jökul 21. ár bls. 31. Um fannfergið og snjóflóðið í janúar 1975 var allmikið rætt og ritað, óþarft er að rekja það hér. Meiru skiptir, að kerfisbundin heimildasöfnun fer nú frant á Seyðisfirði. Gunn- laugur Jónasson fyrrv. bankagjaldkeri safnar nú heimildum um snjóflóð á Seyðisfirði og leitast við að skipta bænum niður í hættusvæði með mismunandi hættustigum. Skipulag ríkisins og Seyðisfjarðarhær ráðgera að gefa út snjóflóða- kort af Seyðisfjarðarkaupstað. Hér með lýkur að segja frá janúarhrinunni hinni síðari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.