Jökull


Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 51

Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 51
ins 28. okt., en þá stytti upp með hægri austan- og suðaustanátt, hiti 2 til 4° C. A tímanum 12.00 til 16.30 á föstudag mun snjóflóð hafa fallið í Mánárskriðum. Nálægt hádegi á föstudag kom áætlunarbíll til Siglu- 1 jarðar um Mánárskriður. Þá var færð um skrið- urnar ekki góð, og aðstoðaði bíll með snjótönn áætlunarbílinn við að komast yfir skriðurnar. Sama dag kl. 16.00 lagði áætlunarbíllinn af stað til baka aftur, áleiðis til Sauðárkróks. Vestan til í Mánarskriðum stöðvaðist bíllinn við snjó- flóð, sem fallið hafði á veginn, og varð að snúa aftur til Siglufjarðar. A laugardagsmorgun var byrjað að ryðja veg- inn, og kom þá í Ijós, að mikil snjódyngja var á veginum á 100 m kafla vestan til í skriðun- um. Snjóþykktin var 1,5 til 2 m. Engin merki voru lengur sjáanleg, sem sýndu farveg eða upptök snjóflóðsins. Eg tel sennilegt, að snjór- inn hafi skriðið samtímis fram á löngum kafla, um 100 m, í brattri hlíðinni ofan við veginn. Snjóflóð i Oddskarði 1. desember. Heimild: Morgunblaðið 2. desember. Verið var að moka Oddskarð í gær, og komst umferð á um miðjan daginn, en undir kvöld féll töluvert af snjóflóðum á veginn á sama tíma og versnandi veður fór í liönd. Urðu mokstursmenn að skilja við veginn ófæran og raunar að ryðja sér leið gegnum snjóflóð til að komast til byggða. Snjóflóð i Olafsfjarðarmúla. Heimild: Út- varpsfrétt 2. janúar 1973. í desember féllu stór snjóflóð á veginn í Olafsfjarðarmúla. 1973 Um miðjan febrúar féllu snjóflóð víða á Vest- fjörðum og á Norðurlandi vestan Eyjafjarðar. Þau ollu tjónum á útihúsum, girðingum, bílum og raflínum. Veðráttan, febrúar 1973, mánaðar- rit Veðurstofu íslands, segir, að snjóflóða sé getið: Kirkjubólshlíð við Skutilsfjörð Súðavíkurhlíð, mörg snjóflóð Tunguskógi við ísafjörð ísafjarðarkaupstað, innst Arnarfirði, það sleit Mjólkárlínu Munaðarnesi í Strandasýslu Upsafjalli við Dalvík, mörg flóð Hörgárdal, þrjú snjóflóð Auðbjargarstaðabrekku, féll yfir veginn Fyrri hluti janúar var fádæma hlýr, t. d. komst hitinn 5. janúar í 12,6° C á Akureyri, en síðar hljóp allt í gadd, svo að hjarnbreiður mynd- uðust í fjalllendi. Nokkur snjósöfnun var síðari hluta janúarmánaðar og í fyrri hluta febrúar, einkum vestanlands. En snjóflóð tóku þó ekki að falla fyrr en eftir norðaustan hríðarrumbu 11. og 12. febrúar. Hér skal snjóflóðanna í Arnariirði og á Súðavíkurhlíð getið nánar. Snjóflóð i Arnarfirði. Heimildarmaður Ómar Þórðarson, rafstöðvarstjóri Mjólkárvirkjun, skv. bréfi dags. 2. mars 1973. Hinn 13. febrúar féll snjóflóð úr litlu gili innanvert við Grjóteyrargil hér við Arnarfjörð innarlega að vestan. Dagana áður liafði verið mjög umhleypingasöm veðrátta, mest V- og SV- átt, með töluverðri snjókomu, einkum 11. fe- brúar. Aðfaranótt 12. febrúar skipti yfir í A- og NA-átt með slyddu og síðan snjókomu. Um morguninn 12. febrúar var hér NA fárviðri með snjókomu og háaskafrenningi. Veðrið hélst allan daginn og allt fram til kvölds 13. febrúar. Það var kl. 11.50 hinn 13. febrúar að snjó- flóðið féll. Það tók með sér 4 raflínustaura og sleit línuna. Snjóflóðið breiddi mjög úr sér neðst og var Jrar um 400 m breitt. Það fór í sjó fram. Einn staur fannst í flæðarmálinu. Gilið er um 300 m breitt hið efra, en mjókk- ar niður, líkt og trekt. Fram úr því hefur áður fyrr runnið mikið magn jarðefna og hlaðið upp hrygg. Snjóflóðið rann að mestu sitt hvoru megin við hann. Þar af leiðandi varð það svo breitt neðst, sem raun bar vitni. Viðauki: Víða í dölum, t. d. á Norðurlandi, hafa snjóflóð gegnum aldirnar hlaðið upp grjót- lióla og þá gjarnan við brekkurætur gegnt snjó- flóðafarveginum. Þar sem snjóflóð falla í sjó, fer sjórinn létt með að afmá þessi einkenni. Mörg snjóflóð d Súðavikurhlið. Heimild: Vísir 28. febrúar 1973, fréttaritari H. M., Súða- vík. Hér hafa mikil veður geisað í hálfan mánuð, enda er allt á kafi í snjó. Á Súðavíkurhlíð hef- ur hvert snjóflóðið rekið annað, og úr gili hér beint ofan við kauptúnið, Traðargili, komu óhemju rniklar snjódyngjur á dögunum. í gilið JÖKULL 25. ÁR 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.