Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 79
„Nokkurt nýsnævi kom á jökulinn 13. sept-
ember, og svo var að smá bæta á út mánuðinn.
Nú, þegar dregið hafði úr vatnsgangi og ég
mældi 24. nóvember, var alautt að jökli. Við
jökulröndina var 1—2 m þykkur snjóskafl frá
síðasta vetri. Tel ég enga breytingu hafa orðið
á jöklinum frá síðustu mælingu. Neðsta skerið
var uppúr, en hin sáust ekki.“
„ ... Arið 1974 gekk vetur í garð 10. nóv.
Gerði þá hálfgerða bleytuhríð, og setti snjólag
yfir alla jörð, sem var í miðjan legg á manni
(30 cm). Þetta lag hvorki skóf af né leysti upp,
heldur smá rann niður í svell, sem víða hélst
langt fram á vor. Það varð þess valdandi, að
verulegar kalskemmdir hlutust hér af á túni.
Það var fremur snjólétt hér um áramótin
1974/75, en um miðjan janúar gerði mjög mik-
inn snjó, og var öðru hvoru að bæta á fram í
apríl. Útkoman varð sú, að í vor var hér ein-
hver mesti snjór, sem ég hef séð. Vegur héðan
niður að sjó var ekki fær frá 8. jan. og út í
maí, en þá var mokað.
Grasspretta var seint á ferðinni, enda vorið
kalt. Berjaspretta var engin, sást ekki kræki-
berjavísir. Bláberja- og aðalbláberjavísar náðu
ekki að blána. Skógarkjarr var ekki að fullu út-
sprungið 17. júní. Það var mjög erfitt með hey-
þurrk, en frostglærurnar í september björguðu
víða, svo að hey náðust um 20. sept. Það hlýn-
aði með október, og nær frostlaust var allan
mánuðinn og raunar að 13. nóv. Kvistgróður
allur stóð allaufgaður út september, og fór ekki
að fella lauf fyrr en um 13. okt. Þótt vorið
væri kalt og sumarið reyndar líka, nema ágúst,
þá leysti furðu mikið. Snjóskafl er eftir við
Traðarlækinn, þar eru tveir árgangar og þykkt-
in er 5 m.
Nú við áramótin 1975/76 er mjög lítill snjór
hér.“
ReykjarfjarðarjökuU
I bréfi með mæliskýrslunni segir Guðfinnur:
„Eg hafði með mér meitil og hamar og hjó
ártalið 1975 i klöpp 11 metra frá jökli, og
einnig hjó ég það í tæplega eins metra háan
stein 7 metra frá jöklinum. Ekki er jökullinn
líklegur til að fara yfir þessi merki á næstunni.
Jökuljaðar er sléttur og aflíðandi, engar stórar
sprungur eða önnur missmíði, sem benda á
framskrið.
Artalið 1966 greypti ég á sínum tíma í stóran
stein, nú eru 218 m frá honum að jökli. Þótt
sumarið væri kalt sökum hafíssins, sem varð
landfastur hér í júlí, þá varð jökullinn blár
óvenjulangt uppeftir.
Þeir, sem kunnugir eru mælistað og geta ann-
ast mælinguna, eru: Guðmundur Ketill Guð-
finnsson, Bolungarvík, Hallgrímur Guðfinns-
son, Bolungarvík, og Jóhannes Jakobsson, Engja-
vegi 7, Isafirði."
Leirufjarðarjökull
í bréfi dags. 14. október segir Sólberg:
„ ... Þegar ég kom að jökulmerkjunum 27.
sept. kom í ljós, að nýsnævi var svo mikið, að
ekki reyndist unnt að mæla með fullri vissu.
í september hafði komið hret, raunar óvenju
mikið miðað við árstíma. Ég tel að jökullinn
hafi hopað þarna, og miða ég þá við snjólag
hjá mælistað og h'vernig umhorfs var þarna í
ágústmánuði. Vetrarsnjórinn var ekki mikill,
vorið var kalt. Raunverulegt sumar kom ekki
fyrr en í ágúst.“
Hálsjökull (Hamarsjökull)
í mæliskýrslunni tekur Helgi fram:
„Allur jökullinn og hvilftin neðan hans var
á kafi í snjó frá s.l. vetri, að auki var komið
10—20 cm nýsnævi. Mælt var frá jökulmerkinu
að dæld, sem fullvíst má telja að hafi markað
jökuljaðar. Mestar líkur eru á, að jökuljaðar
hafi ekki breyst.“
Sólheimajökull
Um Vesturtunguna tekur Valur fram í mæli-
skýrslunni:
„Jökuliinn hefur flætt langleiðina yfir lón-
stæðið, sem var að myndast fram til 1969. Jökul-
veggurinn er 30—40 metra hár, vestar er ísborg
nokkru hærri. Aðalkvísl árinnar kemur undan
jöklinum og fellur í mælistefnu. Smákvísl kem-
ur undan jöklinum vestar. Vatnsgangur hefur
eytt endavörðu í mælilínu. Við Jökulhaus hef-
ur jökullinn hækkað enn. Jökulstálið er 20—30
metra hátt. Endavarðan næst jökli komin á kaf
undir ruðning. Jaðar Austurtungu hefur hækk-
að enn og er brattari en í fyrra. Hlaup hafa
komið undan jöklinum og eytt mælivörðu, en
ekki náð að hagga J 107, sem er nú 367 m frá
jökli. Helgi Björnsson er kunnugur staðháttum
við jökuljaðar." Ljósmyndir fylgja mæliskýrsl-
unni.
JÖKULL 25. ÁR 77