Jökull


Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 40

Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 40
LITERATÚR Eythorsson, ]. 1931: On the present position of the glaciers in Iceland. Some preliminary studies and investigations in the summer 1930. Soc. Scient. Isl. X., 31-34. — 1963: Variation of Iceland Glaciers 1931 — 1960. Jökull, 13, 31-33. Jaksch, K. 1970: Beobachtungen in den Glet- schervorfeldern des Sólheima- und Síðu- jökull im Sommer 1970. Jökull, 20, 45—49. Lister, H., et al. 1953: Sólheimajökull. Report of the Durham University Iceland expedi- tion 1948. Acta Naturalia Islandica, 1. Todtmann, E. M. 1960: Gletscherforschung auf Island (Vatnajökull). Abh. Auslandskd. Univ. Hamburg. ÁGRIP FLÉTTUGRÓDUR OG ALDUR JÖKULURÐA Kurt Jaksch Höfundur hefur haldið áfrarn athugunum sín- um á jökulöldum við Sólheimajökul og einnig gert samanburð við aðra jökulsporða. Ágæt stað- festing á gildi fléttumælinga til aldursgreining- ar á jökulurðum fékkst við Fláajökul. Á jökul- öldum, sem mynduðust, þegar jökullinn gekk verulega fram um árið 1890, er þvermál „landa- bréfaflétta“ (Rhizocarpon geographicum) orðið um 5 cm. Gildi fléttumælinga virðist þó tak- markað vegna frostveðrunar, og víða vantar hentuga steina fyrir fléttugróður. Af þessum ástæðum finnast hvergi í Hrossatungum við Sól- heimajökul fléttur með stærra þvermál en 7 cm, enda þótt jökulöldur þar séu líklega frá lokum ísaldar. Sólheimajökull virðist hafa gengið langt fram um 1890. Neðar á sandinum eru leifar af jökulöldum, en aldur þeirra er lítt þekktur. Sv.B. Félaga minnst SKARPHÉÐINN GÍSLASON F. 18. janúar 1895, d. 18. desember 1974. Skarphéðinn Gislason, Vagnsstöðum í Suður- sveit, lést að heimili sínu hinn 18. desember 1974, nær áttræður að aldri. Með honum féll í valinn hinn síðasti þeirra sjálfboðaliða, sem mælt hafa jökulsporða frá því að þær mælingar hófust. Hann byrjaði mælingar á Breiðamerkur- jökli 1932 og bætti árið 1935 við jöklunum öll- um frá Breiðamerkurjökli austur að Viðborðs- jökli. Hann hélt uppi snjómælingum á Vatna- jökli fyrir sænsk-íslensku Vatnajökulsrannsókn- irnar 1936—1938 og fræddi þann, er þetta ritar, um fjölmargt á þeim árum. Skarphéðinn var sérstæður persónuleiki og skemmtilegur, skrafhreifinn, fjölfróður og sér- vitur. Með honum fór í gröfina mikil þekking, sem betur hefði verið búið að festa á blað, því maðurinn var bæði glöggskyggn og minnugur. Ég hitti hann í síðasta sinn 18. ágúst 1974. Þá var enn sama fjörið, sama forvitnin, sami áhug- inn að kanna sitt af hverju, sem hann taldi áhugavert. Ég minnist hans með virðingu og þakklæti. Sigurður Þórarinsson. 38 JÖKULL 25. ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.