Jökull


Jökull - 01.12.1975, Side 40

Jökull - 01.12.1975, Side 40
LITERATÚR Eythorsson, ]. 1931: On the present position of the glaciers in Iceland. Some preliminary studies and investigations in the summer 1930. Soc. Scient. Isl. X., 31-34. — 1963: Variation of Iceland Glaciers 1931 — 1960. Jökull, 13, 31-33. Jaksch, K. 1970: Beobachtungen in den Glet- schervorfeldern des Sólheima- und Síðu- jökull im Sommer 1970. Jökull, 20, 45—49. Lister, H., et al. 1953: Sólheimajökull. Report of the Durham University Iceland expedi- tion 1948. Acta Naturalia Islandica, 1. Todtmann, E. M. 1960: Gletscherforschung auf Island (Vatnajökull). Abh. Auslandskd. Univ. Hamburg. ÁGRIP FLÉTTUGRÓDUR OG ALDUR JÖKULURÐA Kurt Jaksch Höfundur hefur haldið áfrarn athugunum sín- um á jökulöldum við Sólheimajökul og einnig gert samanburð við aðra jökulsporða. Ágæt stað- festing á gildi fléttumælinga til aldursgreining- ar á jökulurðum fékkst við Fláajökul. Á jökul- öldum, sem mynduðust, þegar jökullinn gekk verulega fram um árið 1890, er þvermál „landa- bréfaflétta“ (Rhizocarpon geographicum) orðið um 5 cm. Gildi fléttumælinga virðist þó tak- markað vegna frostveðrunar, og víða vantar hentuga steina fyrir fléttugróður. Af þessum ástæðum finnast hvergi í Hrossatungum við Sól- heimajökul fléttur með stærra þvermál en 7 cm, enda þótt jökulöldur þar séu líklega frá lokum ísaldar. Sólheimajökull virðist hafa gengið langt fram um 1890. Neðar á sandinum eru leifar af jökulöldum, en aldur þeirra er lítt þekktur. Sv.B. Félaga minnst SKARPHÉÐINN GÍSLASON F. 18. janúar 1895, d. 18. desember 1974. Skarphéðinn Gislason, Vagnsstöðum í Suður- sveit, lést að heimili sínu hinn 18. desember 1974, nær áttræður að aldri. Með honum féll í valinn hinn síðasti þeirra sjálfboðaliða, sem mælt hafa jökulsporða frá því að þær mælingar hófust. Hann byrjaði mælingar á Breiðamerkur- jökli 1932 og bætti árið 1935 við jöklunum öll- um frá Breiðamerkurjökli austur að Viðborðs- jökli. Hann hélt uppi snjómælingum á Vatna- jökli fyrir sænsk-íslensku Vatnajökulsrannsókn- irnar 1936—1938 og fræddi þann, er þetta ritar, um fjölmargt á þeim árum. Skarphéðinn var sérstæður persónuleiki og skemmtilegur, skrafhreifinn, fjölfróður og sér- vitur. Með honum fór í gröfina mikil þekking, sem betur hefði verið búið að festa á blað, því maðurinn var bæði glöggskyggn og minnugur. Ég hitti hann í síðasta sinn 18. ágúst 1974. Þá var enn sama fjörið, sama forvitnin, sami áhug- inn að kanna sitt af hverju, sem hann taldi áhugavert. Ég minnist hans með virðingu og þakklæti. Sigurður Þórarinsson. 38 JÖKULL 25. ÁR

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.