Jökull


Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 68

Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 68
Snjóflóð i Öxnadal. I snjóflóðahrinunni, sem hófst á Norður- og Austurlandi 18. desember 1974 og stóð fram yfir áramót, lét snjóflóð úr Illagili niður á Háu- skriðu ekki á sér standa. Það braut og sleit orkulínuna Eyjafj./Skagafj. Afleiðingarnar urðu nær þær sömu og í Klofagilshlaupinu hjá Steins- stöðum fyrr á árinu. Flóðið tók eina tvístæðu, en svo hreif vírinn með sér aðrar sex í viðbót. Munurinn var raunar sá, að nú var straumur kominn á línuna. Snjóflóðið féll kl. 10 24. des- ember 1974. Síminn er aðeins 27 m neðan há- spennulínunnar á þessum stað. Hann sakaði ekki. Snjóflóðatungurnar, sem lengst náðu, teygðu sig aðeins 15 m niður fyrir símann. Koll- óttum haug hafði verið ýtt upp ofan háspennu- línunnar, ætlaður til varnar. Hann mun hafa lyft snjóspýjunni upp, en ekki náð að kljúfa hana. Snjóflóð i Siglufirði 19. desember. Heimildar- maður: Þorsteinn Jóhannesson, bæjarverkfræð- ingur, skv. bréfi dags. 23. des. 1974. Frá 13.—18. desember 1974 var stöðug austan og norðaustan átt á Siglufirði með talsverðri snjókomu og frosti. Úrkoman var mest í all- hvössum byljum og rofaði að mestu á milli. Snjómagn var ekki mikið á láglendi, en þó höfðu myndast talsverðir skaflar í bænum. I fjöllum virtist ekki mikill snjór, nema í giljum, en á melurn og þar sem hærra bar hafði snjó ekki fest. Seinnipart miðvikudagsins 18. desember og um nóttina 19. snjóaði nokkuð í hægu veðri, en undir morguninn hvessti og snjókoman varð meiri, þannig að skyggni varð mjög lítið. Frost- ið á þessum tíma var oftast 4 til 6° C. Fyrir 13. desember var nær enginn snjór á láglendi, en neðarlega í fjöllum var hart hjarn og ofar í fjöllum var talsverður snjór og erfitt göngufæri (að sögn rjúpnaskyttna). Um kl. 13 fimmtudaginn 19. desember féll snjóflóð úr svonefndu Strengsgili, sem er þröngt gil í Hafnarfjalli ofan við syðstu húsin í Siglu- firði. Snjóflóðið lenti á húsunum nr. 76 og 78 við Suðurgötu. Húsið Suðurgata 78 var alveg í jaðri flóðsins og brotnuðu stórir gluggar á sunnanverðri vesturhlið hússins og fylltist húsið sunnanvert af snjó. Húsið Suðurgata 76 varð harðar úti, þar brotnuðu gluggar á vesturhlið og steinsteyptur veggur milli glugga og neðan við glugga brotnaði. Snjóflóðið fyllti húsið sunnanvert og fór í gegnum það út um glugga á austurhlið. Bæði eru húsin mikið skemmd, en þó sérstaklega húsið Suðurgata 76, auk þess urðu miklar skemmdir á innanstokksmunum. Þá tók snjóflóðið bíl, sem var í akstri eftir Suð- urgötunni skammt norðan við húsið nr. 76, og barst bíllinn með flóðinu um 30 m niður fyrir götuna. Einnig braut snjóflóðið einn staur í raflínunni frá Skeiðsfossvirkjun, en línan er þriggja fasa 22 kV á tveggja staura samstæðum. Línan féll ekki niður, þar sem annar staurinn í samstæðunni hélt. í flóðinu urðu ekki slys á fólki, og verður það að teljast mesta mildi. Vegna veðurhæðar sást ekki, hvar upptök flóðsins eru í gilinu, en sunnudaginn 22. des. var bjart og gott veður og sást þá vel til fjalla. Laugardaginn 21. des. fóru tveir menn upp í fjallið og töldu þeir, að upptök flóðsins hefðu verið upp við fjallsbrúnina efst í gilinu. Þann 22. des. hafði sett talsverðan snjó ofan í farveg flóðsins, en farvegurinn sást þó greinilega. Ofan til í Strengsgili var árið 1970 sett girð- ing, sem hafði það að markmiði að minnka hengjumyndun á norðurbarmi gilsins, og voru nú ekki hengjur sunnan við girðinguna, en stór- ar hengjur voru á gilbarminum neðan við hana. Eins og áður sagði, byrjaði snjóflóðið uppi við fjallsbrúnina, þar sem brattinn er mestur, og hefur flóðið því sennilega ekki hafist eins og oft áður með því að holhengja hafi brostið og komið flóðinu af stað, heldur er sennilegra að flóðið hafi byrjað sem flekahlaup að þessu sinni. Rétt neðan við girðinguna hefur flóðið verið komið á mikla ferð, þar sem greinilega sást að það hafði kastast upp á norðurbarm gilsins við smá sveig, sem er á gilinu. Síðan hefur flóðið borist niður gilið og breitt lítillega úr sér þar sem gilið opnast og landið verður hallaminna. Farvegurinn er þó nokkuð samfelldur allt nið- ur að Suðurgötu, en þar hefur meginstraumur- inn stöðvast, en neðstu mörk flóðsins voru um 40 m neðan við Suðurgötu. Snjórinn í farveginum varð strax nokkuð þétt- ur og tiltölulega sléttur, en eftir því sem ofar dregur er yfirborðið ósléttara, og í gilinu eru einstaka stórir snjókögglar. Hér fara á eftir áætlanir um magntölur flóðs- ins, en taka verður fram, að þær geta verið mjög ónákvæmar: 66 JÖKULL 25. ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.