Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 56
íolk úr ytra hverfinu að gera lykkju á leið sína
og fara meðfram höfninni, ef það fór í versl-
unarferðir. Öll umferð var einnig bönnuð þar
(þ. e. við enda hafnarinnar) meðan skuggsýnt
var. Hengjan var í nál. 430 m hæð y. s. Grjót-
hryggur liggur niður fjallið. Snjóflóðin fylgja
ætíð hryggnum og lenda niður í höfn. Að því
er best verður vitað, hefur lilaupið þarna fjór-
um sinnum það sem af er öldinni, sjá um hlaup
1958 í Jökli 1971.
Snjóflóð í Arnarfirði 1974. (Heimild: Ómar
Þórðarson, rafstöðvarstjóri við Mjólká.)
Dagana 11.—14 febrúar féllu fjögur snjóflóð
í Reynishliðj sem er innan við Gljúfurá við
Arnarfjörð að norðan. Orkulínan frá Mjólká
liggur þarna um. Snjóflóðin féllu milli staura,
nema á einum stað, þar klippti snjóflóðið staur
sundur. Efri hluti staursins hékk á vírunum án
þess að slíta þá. Snjóflóðin féllu yfir veginn og
fram í sjó. Á veginum voru miklar snjódyngjur.
S?ijóflóð d Afreksdal. Vestfjarðavegur liggur
af Dynjandiheiði og niður til Arnarfjarðar um
Afreksdal að norðan. í febrúar 1974 féllu tvö
snjóflóð úr brún Meðalnesfjalls og niður yfir
veg og niður undir Svíná. Margra metra þykkar
snjódyngjur voru á veginum. Ekki var auðvelt
að sjá, hvað snjóflóðin höfðu komið með af
snjó og hvað ekki, því að mikill snjór var á
veginum áður en þau féllu, og svo hélt áfram
að skafa inn á veginn og að dyngjunum. Hlíðin
í dalnurn hinum megin, þ. e. a. s. sunnan Svínár,
var snjólaus á sama tíma. — Athugunarmenn:
Ómar Þórðarson og Sigurjón Rist.
Snjóflóð í Dýrafirði.
Dagana 11.—14. febrúar 1974 féllu a. m. k. átta
snjóflóð við Dýrafjörð. (Heimildarmaður: Guð-
mundur Gunnarsson, vegaverkstjóri.)
Nr.
1. Innsta hlaupið var í Ofæru, sem er hlíðin
utan við Hvallátradalsá. Þetta var fleka-
hlaup. Upptökin voru við klettasyllu í 250
m hæð. Breidd hlaupsins var 600 m. Snjó-
dyngjan var 7 m þykk á þjóðveginum. Innri
(vinstri) jaðar hlaupsins var 500 m frá Hval-
látradalsá.
2. -5. Frá Hvallátradalsá um Ófæru og Lamba-
dalslilíð út á móts við Lambadalshorn er
3,5 km snjóflóðasvæði. Auk snjóflóðsins í
Ófæru féllu þarna fjögur snjóflóð. Breitt
snjóflóð féll úr hlíðinni hjá Langaskeri og
hljóp megin totan fram eftir skerinu; utan
við Langasker hljóp nokkru minna snjó-
flóð. Hið fjórða féll niður Valseyrina og
hið fimmta, um 500 m breitt, spölkorn utan
Valseyrar.
6. Snjóflóð hljóp yfir veginn hjá Gili, en þar
féll snjóflóð fyrir 50 árum.
7. Snjóflóð féll niður gilskoru vestan við
Premri-Hjarðardal.
8. Snjóflóð féll yfir flugvöllinn utan við Al-
viðru.
9. Hinn 26. febrúar í hlákubleytu mun vott
snjóflóð hafa fallið inni á miðjum Brekku-
dal sem næst úr hásuðri. Hér var um velti-
snjóflóð að ræða, mjög vott vegna rigning-
ar, og jaðrar við að vera krapaflóð. Undir-
ritaður ásamt Sigurði Gunnarssyni kom að
hlauprásinni hinn 27. febrúar. Hlauprásin
var nær beint strik og aðeins 15 m breið,
2—3 m djúp skora í miðju, en til beggja
hliða höfðu hlaðist upp brattir, nær lóð-
réttir 1—2 m háir krapagarðar, sem voru
strax hlaupnir í gadd. Snjóflóðið fór yfir
veginn og féll milli raflinustaura án þess
að skaða línuna.
Snjóflóð við Ónunarfjörð.
í norðanóveðurskaflanum 8.—13. febrúar, sem
lýst er hér að framan, féllu mörg snjóflóð við
Önundarfjörð. (Heimildarmenn: Páll Ásgeirs-
son, rafstöðvarstjóri, Flateyri, og Jón Guðjóns-
son, bóndi, Veðrará.) Hlaupin eru sýnd á með-
fylgjandi landabréfi. Athuga ber, að fimm snjó-
flóð, sem féllu fyrir 1974, eru sýnd á kortinu.
Þó er langt í frá að um tæmandi upptalningu
snjóflóða sé að ræða.
Snjóflóð
nr.
1. Utundir Sauðanesi; þar varð banaslys 1928.
2. I október 1934 létust þrír menn frá Flat-
eyri í snjóflóði við Búðanes. Ólafur Jónsson
skráir um þessa atburði í bókinni Sliriðu-
föll og snjóflóð, ennfremur er þar að finna
heimildir um snjóflóð 1910, er ollu mikl
um símabilunum, og rækileg lýsing er þar
einnig á snjóflóði, er eyðilagði bæinn að
Grafargili í Mosdal 19. janúar 1930, svo
nokkuð sé nefnt.
54 JÖKULL 25. ÁR