Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1975, Qupperneq 56

Jökull - 01.12.1975, Qupperneq 56
íolk úr ytra hverfinu að gera lykkju á leið sína og fara meðfram höfninni, ef það fór í versl- unarferðir. Öll umferð var einnig bönnuð þar (þ. e. við enda hafnarinnar) meðan skuggsýnt var. Hengjan var í nál. 430 m hæð y. s. Grjót- hryggur liggur niður fjallið. Snjóflóðin fylgja ætíð hryggnum og lenda niður í höfn. Að því er best verður vitað, hefur lilaupið þarna fjór- um sinnum það sem af er öldinni, sjá um hlaup 1958 í Jökli 1971. Snjóflóð í Arnarfirði 1974. (Heimild: Ómar Þórðarson, rafstöðvarstjóri við Mjólká.) Dagana 11.—14 febrúar féllu fjögur snjóflóð í Reynishliðj sem er innan við Gljúfurá við Arnarfjörð að norðan. Orkulínan frá Mjólká liggur þarna um. Snjóflóðin féllu milli staura, nema á einum stað, þar klippti snjóflóðið staur sundur. Efri hluti staursins hékk á vírunum án þess að slíta þá. Snjóflóðin féllu yfir veginn og fram í sjó. Á veginum voru miklar snjódyngjur. S?ijóflóð d Afreksdal. Vestfjarðavegur liggur af Dynjandiheiði og niður til Arnarfjarðar um Afreksdal að norðan. í febrúar 1974 féllu tvö snjóflóð úr brún Meðalnesfjalls og niður yfir veg og niður undir Svíná. Margra metra þykkar snjódyngjur voru á veginum. Ekki var auðvelt að sjá, hvað snjóflóðin höfðu komið með af snjó og hvað ekki, því að mikill snjór var á veginum áður en þau féllu, og svo hélt áfram að skafa inn á veginn og að dyngjunum. Hlíðin í dalnurn hinum megin, þ. e. a. s. sunnan Svínár, var snjólaus á sama tíma. — Athugunarmenn: Ómar Þórðarson og Sigurjón Rist. Snjóflóð í Dýrafirði. Dagana 11.—14. febrúar 1974 féllu a. m. k. átta snjóflóð við Dýrafjörð. (Heimildarmaður: Guð- mundur Gunnarsson, vegaverkstjóri.) Nr. 1. Innsta hlaupið var í Ofæru, sem er hlíðin utan við Hvallátradalsá. Þetta var fleka- hlaup. Upptökin voru við klettasyllu í 250 m hæð. Breidd hlaupsins var 600 m. Snjó- dyngjan var 7 m þykk á þjóðveginum. Innri (vinstri) jaðar hlaupsins var 500 m frá Hval- látradalsá. 2. -5. Frá Hvallátradalsá um Ófæru og Lamba- dalslilíð út á móts við Lambadalshorn er 3,5 km snjóflóðasvæði. Auk snjóflóðsins í Ófæru féllu þarna fjögur snjóflóð. Breitt snjóflóð féll úr hlíðinni hjá Langaskeri og hljóp megin totan fram eftir skerinu; utan við Langasker hljóp nokkru minna snjó- flóð. Hið fjórða féll niður Valseyrina og hið fimmta, um 500 m breitt, spölkorn utan Valseyrar. 6. Snjóflóð hljóp yfir veginn hjá Gili, en þar féll snjóflóð fyrir 50 árum. 7. Snjóflóð féll niður gilskoru vestan við Premri-Hjarðardal. 8. Snjóflóð féll yfir flugvöllinn utan við Al- viðru. 9. Hinn 26. febrúar í hlákubleytu mun vott snjóflóð hafa fallið inni á miðjum Brekku- dal sem næst úr hásuðri. Hér var um velti- snjóflóð að ræða, mjög vott vegna rigning- ar, og jaðrar við að vera krapaflóð. Undir- ritaður ásamt Sigurði Gunnarssyni kom að hlauprásinni hinn 27. febrúar. Hlauprásin var nær beint strik og aðeins 15 m breið, 2—3 m djúp skora í miðju, en til beggja hliða höfðu hlaðist upp brattir, nær lóð- réttir 1—2 m háir krapagarðar, sem voru strax hlaupnir í gadd. Snjóflóðið fór yfir veginn og féll milli raflinustaura án þess að skaða línuna. Snjóflóð við Ónunarfjörð. í norðanóveðurskaflanum 8.—13. febrúar, sem lýst er hér að framan, féllu mörg snjóflóð við Önundarfjörð. (Heimildarmenn: Páll Ásgeirs- son, rafstöðvarstjóri, Flateyri, og Jón Guðjóns- son, bóndi, Veðrará.) Hlaupin eru sýnd á með- fylgjandi landabréfi. Athuga ber, að fimm snjó- flóð, sem féllu fyrir 1974, eru sýnd á kortinu. Þó er langt í frá að um tæmandi upptalningu snjóflóða sé að ræða. Snjóflóð nr. 1. Utundir Sauðanesi; þar varð banaslys 1928. 2. I október 1934 létust þrír menn frá Flat- eyri í snjóflóði við Búðanes. Ólafur Jónsson skráir um þessa atburði í bókinni Sliriðu- föll og snjóflóð, ennfremur er þar að finna heimildir um snjóflóð 1910, er ollu mikl um símabilunum, og rækileg lýsing er þar einnig á snjóflóði, er eyðilagði bæinn að Grafargili í Mosdal 19. janúar 1930, svo nokkuð sé nefnt. 54 JÖKULL 25. ÁR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.