Jökull


Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 54

Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 54
1974 Hlýindakaflar og væg frost skiptust á í janú- ar. Snjór hljóp í gadd upp í hæstu fjallabrúnir. Norðan stórhríð var 9.—12. febrúar um allt norðanvert landið. Mikill fannburður var, og veðurofsi 8 til 10 vindstig. A Vestfjörðum skall óveðrið á 8. febrúar, þ. e. a. s. á sama mánaðar- degi og Halaveðrið 1925. Röskum sólarhring síðar var komin iðulaus stórhríð um allt Norður- og Norðausturland. Úti við ströndina var hiti nálægt frostmarki, mikið isingarveður, einkum norðanlaiids. Snjóflóð, sem féllu í og við lok þessa veðurs, eru hér á eftir dregin saman eftir landshlutum. NORÐURLAND, Febrúar 1974 Snjóflóð úr Ljótsstaðafjalli á Höfðaströnd. Aðfaranótt mánudagsins 11. febr. kl. 4 féll snjóflóð á íbúðarhús bæjarins Hugljótsstaða. Snjóflóðið var efnismikið, en jrað náði þó að- eins að brjóta hurðir og glugga, enda stendur húsið á hól. Húsið, sem er steinhús frá 1949 með þykkum veggjum og steinsteyptum skil- veggjum, fylltist að nokkru af fönn. Timbur- þak er á húsinu, og svo mikill var loftþrýsting- urinn, að hann náði að sprengja þakið upp á nokkrum hluta, án þess að fönn næði til. Einn maður var í húsinu, Sveinn Símonarson, og tókst honum að moka sig út. Nærliggjandi hlöður fylltust af snjó, en fjárskaðar urðu ekki. Upp- tökin voru nokkurn spöl neðan fjallsbrúnar- innar. (Heimild: Ingvar Gýgjar Jónsson, bygginga- fulltrúi.) Snjóflóð i Laxárdal í A.-Hún. Hinn 11. febrúar sleit snjóflóð símalínuna á milli bæjanna Mánaskálar og Núps. Snjóflóð úr Laufáshnúki við Eyjafjörð. Hinn 11. febrúar féllu tvö snjóflóð yfir þjóð- veginn skammt sunnan við Laufás. Þau brutu þrjár staurasamstæður úr háspennulínunni Sval- barðseyri—Grenivik. Syðra snjóflóðið fór inn á tún á nýbýlinu Áshóli. Þá féll snjóskriða niður hjá Miðvík. Snjóflóð í Dalsmynni. Hinn 11. febrúar féll snjóflóð niður Grefils- gil og tók brúna af þjóðveginum. Brúin var 15 metra löng og úr steinsteypu. Stöplarnir stóðu einir eftir. Brúargólfið barst niður í Fnjóská. Gilið var hreint, snjólaust og skafið eftir snjó- flóðið. Sama dag hljóp stórt snjóflóð úr Skessuskál í Þverárfjalli niður yfir rnóana norðan Fossgils. Það fór yfir þjóðveginn, braut rafmagnsstaur. Niðri undir Fnjóská tók snjóflóðið nýtt og glæsilegt veiðihús, Flúðasel, í eigu Akureyringa. Þar skammt norðan við var vatnshæðarmælir, lenti hann í jaðri hlaupsins og laskaðist nokk- uð. Snjóflóðið fór yfir ána, sem var á hellu- gaddi, og þaut á annað hundrað metra inn í skóginn að vestanverðu. Þangað flutti það brak- ið úr veiðihúsinu og lagði þar trén út af. Á þessum stað eða örlitið sunnar féll snjóflóð um síðustu aldamót, og svo aftur 1910, 1936 og nú 1974, en 1951 féll þarna snjóflóð, sem stað- næmdist skammt neðan vegar. (Heimild Jón Jóhannsson, Skarði.) Á sama tíma féll snjóflóð nokkru innar, úr Þverárfjalli, þ. e. a. s. nálægt bænum Þverá, nið- ur að Fnjóská. Snjóflóð i Ljósavatnssliarði. í sama stórhríðarkaflanum féll snjóflóð all- stórt úr Krossöxl og yfir þjóðveginn, hringveg- inn, og niður í Ljósavatn. Það féll á gamalkunn- um snjóflóðastað. Þarna rufu snjóflóð orkulín- una Laxá/Akureyri þrisvar sinnum á árabilinu 1941—1951, eða þar til hopað var með línuna vestur fyrir Ljósavatn (sjá Jökul 1971, bls. 44). Snjóflóð i Fnjóskadal. í sama stórhríðargarranum féll snjóflóð yfir þjóðveginn (hringveginn) skammt frá Veisu. Snjóflóð i Höfðaliverfi. 1 sama óveðrinu, líklega 11. febrúar, féll snjó- flóð úr Sölmundardal yfir þjóðveginn rétt norð- an við Lómatjörn og annað snjóflóð féll sunn- an við Hléskóga. Snjóflóðin brutu og sliguðu girðingar. Þau brutu staura í orkulínunni Sval- barðseyri—Grenivík, en á línuna hlóðst ísing, allt að 25 cm í þvermál. Alls voru 60 staurar brotnir í Grenivíkurlínunni, en ekki er Ijóst, hvað á að færa á reikning snjóflóða og hvað er sligun af völdum ísingar. Snjóflóðið hjá Lómatjörn lenti á sumarbú- stað, sem er í byggingu. Snjóflóðið hjá Hléskóg- um féll fram milli bæjarhúsa og rafstöðvarinnar. 52 JÖKULL 25. ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.