Jökull - 01.12.1975, Qupperneq 54
1974
Hlýindakaflar og væg frost skiptust á í janú-
ar. Snjór hljóp í gadd upp í hæstu fjallabrúnir.
Norðan stórhríð var 9.—12. febrúar um allt
norðanvert landið. Mikill fannburður var, og
veðurofsi 8 til 10 vindstig. A Vestfjörðum skall
óveðrið á 8. febrúar, þ. e. a. s. á sama mánaðar-
degi og Halaveðrið 1925. Röskum sólarhring
síðar var komin iðulaus stórhríð um allt Norður-
og Norðausturland. Úti við ströndina var hiti
nálægt frostmarki, mikið isingarveður, einkum
norðanlaiids. Snjóflóð, sem féllu í og við lok
þessa veðurs, eru hér á eftir dregin saman eftir
landshlutum.
NORÐURLAND, Febrúar 1974
Snjóflóð úr Ljótsstaðafjalli á Höfðaströnd.
Aðfaranótt mánudagsins 11. febr. kl. 4 féll
snjóflóð á íbúðarhús bæjarins Hugljótsstaða.
Snjóflóðið var efnismikið, en jrað náði þó að-
eins að brjóta hurðir og glugga, enda stendur
húsið á hól. Húsið, sem er steinhús frá 1949
með þykkum veggjum og steinsteyptum skil-
veggjum, fylltist að nokkru af fönn. Timbur-
þak er á húsinu, og svo mikill var loftþrýsting-
urinn, að hann náði að sprengja þakið upp á
nokkrum hluta, án þess að fönn næði til. Einn
maður var í húsinu, Sveinn Símonarson, og tókst
honum að moka sig út. Nærliggjandi hlöður
fylltust af snjó, en fjárskaðar urðu ekki. Upp-
tökin voru nokkurn spöl neðan fjallsbrúnar-
innar.
(Heimild: Ingvar Gýgjar Jónsson, bygginga-
fulltrúi.)
Snjóflóð i Laxárdal í A.-Hún.
Hinn 11. febrúar sleit snjóflóð símalínuna á
milli bæjanna Mánaskálar og Núps.
Snjóflóð úr Laufáshnúki við Eyjafjörð.
Hinn 11. febrúar féllu tvö snjóflóð yfir þjóð-
veginn skammt sunnan við Laufás. Þau brutu
þrjár staurasamstæður úr háspennulínunni Sval-
barðseyri—Grenivik. Syðra snjóflóðið fór inn á
tún á nýbýlinu Áshóli. Þá féll snjóskriða niður
hjá Miðvík.
Snjóflóð í Dalsmynni.
Hinn 11. febrúar féll snjóflóð niður Grefils-
gil og tók brúna af þjóðveginum. Brúin var 15
metra löng og úr steinsteypu. Stöplarnir stóðu
einir eftir. Brúargólfið barst niður í Fnjóská.
Gilið var hreint, snjólaust og skafið eftir snjó-
flóðið.
Sama dag hljóp stórt snjóflóð úr Skessuskál í
Þverárfjalli niður yfir rnóana norðan Fossgils.
Það fór yfir þjóðveginn, braut rafmagnsstaur.
Niðri undir Fnjóská tók snjóflóðið nýtt og
glæsilegt veiðihús, Flúðasel, í eigu Akureyringa.
Þar skammt norðan við var vatnshæðarmælir,
lenti hann í jaðri hlaupsins og laskaðist nokk-
uð. Snjóflóðið fór yfir ána, sem var á hellu-
gaddi, og þaut á annað hundrað metra inn í
skóginn að vestanverðu. Þangað flutti það brak-
ið úr veiðihúsinu og lagði þar trén út af. Á
þessum stað eða örlitið sunnar féll snjóflóð um
síðustu aldamót, og svo aftur 1910, 1936 og nú
1974, en 1951 féll þarna snjóflóð, sem stað-
næmdist skammt neðan vegar.
(Heimild Jón Jóhannsson, Skarði.)
Á sama tíma féll snjóflóð nokkru innar, úr
Þverárfjalli, þ. e. a. s. nálægt bænum Þverá, nið-
ur að Fnjóská.
Snjóflóð i Ljósavatnssliarði.
í sama stórhríðarkaflanum féll snjóflóð all-
stórt úr Krossöxl og yfir þjóðveginn, hringveg-
inn, og niður í Ljósavatn. Það féll á gamalkunn-
um snjóflóðastað. Þarna rufu snjóflóð orkulín-
una Laxá/Akureyri þrisvar sinnum á árabilinu
1941—1951, eða þar til hopað var með línuna
vestur fyrir Ljósavatn (sjá Jökul 1971, bls. 44).
Snjóflóð i Fnjóskadal.
í sama stórhríðargarranum féll snjóflóð yfir
þjóðveginn (hringveginn) skammt frá Veisu.
Snjóflóð i Höfðaliverfi.
1 sama óveðrinu, líklega 11. febrúar, féll snjó-
flóð úr Sölmundardal yfir þjóðveginn rétt norð-
an við Lómatjörn og annað snjóflóð féll sunn-
an við Hléskóga. Snjóflóðin brutu og sliguðu
girðingar. Þau brutu staura í orkulínunni Sval-
barðseyri—Grenivík, en á línuna hlóðst ísing,
allt að 25 cm í þvermál. Alls voru 60 staurar
brotnir í Grenivíkurlínunni, en ekki er Ijóst,
hvað á að færa á reikning snjóflóða og hvað er
sligun af völdum ísingar.
Snjóflóðið hjá Lómatjörn lenti á sumarbú-
stað, sem er í byggingu. Snjóflóðið hjá Hléskóg-
um féll fram milli bæjarhúsa og rafstöðvarinnar.
52 JÖKULL 25. ÁR