Jökull


Jökull - 01.12.1981, Blaðsíða 112

Jökull - 01.12.1981, Blaðsíða 112
af 120°C heitu vatni í neðra kerfið. Tekið er til athugunar a) vinnslutími svæðisins áður en niðurdæling hefst, b) fjarlægð milli vinnslu- holu og niðurdælingarholu, c) dýpt niður- dælingar. OL-KARIA OG OL-KRAFLA: SAMANBURÐURÁ VINNSLUEIGINLEIKUM Sveinbjörn Björnsson, Raunvísindastofnun Háskólans I fljótu bragði ætti ekki að vera margt líkt með Kröflu og einhverju jarðhitasvæði í miðri Afríku. Krafla hefur fengið á sig orð fyrir að vera eitt flóknasta jarðhitakerfi, sem menn hafa kynnst, auk þess sem tíð umbrot kviku valda truflunum. Samt er skyldleiki Kröflu og Olkaria í Kenya náinn. Bæði jarðhitakerfin eru innan öskju, sem er að mestu kaffærð af yngri eldvirkni. Öskjurnar eru skornar um miðju af sprungusveimi. Álitlegastur jarðhiti er ekki í sprungunum heldur milli sprungu- sveims og öskjubarms. Kvikuþró er undir jarðhita í Kröflu á rúmlega 3 km dýpi. Mæl- ingar benda til innskotsbergs á þessu dýpi undir Olkariasvæðinu. Þétt túff- og setlög á 500—700 m dýpi í Olkaria skilja á milli salts vatns nærri suðu- marki á 300—600 m dýpi, sem nefna mætti efra kerfi, og neðra kerfis, sem er ferskt vatns- kerfi í suðu. Hiti í þessu kerfi er 240°C á 700 m dýpi og fylgir suðumarksferli svo djúpt sem borað hefur verið. Efst í neðra kerfinu er 240°C gufa ríkjandi undir þéttum túfflögum og myndar þar víða gufulag um 100 m þykkt. Lekt bergsins er mjög treg, um 10 md líkt og í Kröflu. Þar við bætist tregða vegna suðu og tvífasastreymis vatns og gufu að vinnsluhol- um. I borholum er efra kerfið fóðrað af. Bestu holurnar fá gufu úr gufulaginu. Aðrar holur gefa misjafnan árangur, nema þær hitti á lekt í sprungum. Utfellingar hafa ekki valdið vand- ræðum í Olkaria. Vinnslueiginleikar hola eru stöðugir, vatn þverr með tíma en gufustreymi helst jafnt. Hagkvæmasti vinnsluþrýstingur er um 6 bör abs. Holur í neðra kerfi Kröflu ættu að hafa svipaða vinnslueiginleika. Þó er ekki líklegt að náttúrulegt gufulag finnist þar. JARÐHITAKERFIÐ VIÐ KRÖFLU Valgarður Stefánsson, Orkustofnun Niðurstöður af öllum þáttum djúprann- sókna við Kröflu hafa verið dregnar saman í eina mynd. Líkanið byggir á niðurstöðum hita- og þrýstimælinga í borholum, efnasam- setningu og varmainnihaldi borholuvökva og aflferlum borhola. Jarðhitakerfið er tvískipt þar sem efri hlutinn ofan við 1000 m dýpi er 205°C heitt vatnskerfi en neðri hlutinn neðan við 1000—1500 m dýpi er tveggja fasa 300—350°C heitt kerfi í suðu. Kvikugös hafa verið notuð við að kortleggja streymisleiðir i neðra jarðhitakerfinu, og radon til að ákvarða streymishraða. Neðra kerfið hefur uppstreymi tengt Hveragili, en efra kerfið er afrennsli þaðan. Uppbygging jarðhitakerfisins er margslungin, en fram að þessu hefur líkanið getað skýrt alla eiginleika svæðisins. HUGLEIÐINGAR UM NOTKUN HRAUNKVIKU TIL FRAMLEIÐSLU HÁÞRÝSTIGUFU Þorbjörn Sigurgeirsson, Raunvísindastofnun Háskólans I Vestmannaeyjum er hitaorka bráðins hrauns hagnýtt til húshitunar með því að veita vatni á hraunið, en við það breytist vatnið í gufu. Enda þótt hitastig varmagjafans sé yfir 1000°C eru aðstæður þannig að ekki er unnt að fá gufuþrýstinginn hærri en í kringum eina loftþyngd. Þar sem hraunkvika er djúpt í jörðu eins og t. d. á Kröflusvæðinu, eru aðstæður fyrir 110 JÖKULL 31.ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.