Jökull


Jökull - 01.12.1981, Blaðsíða 105

Jökull - 01.12.1981, Blaðsíða 105
RÁÐSTEFNA JARÐFRÆÐIFÉLAGS ÍSLANDS á Hótel Loftleiðum föstudaginn 16. nóvember 1979 Krafla — jarðhitasvœði og eldstöð ÁGRIP ERINDA SKJÁLFTAVIRKNII KRÖFLUSPRUNGUSVEIMNUM Páll Einarsson og Bryndís Brandsdóttir, Raunvísindastofnun Háskólans Næstum allir jarðskjálftar í sprungusveimi K-röflueldstöðvarinnar síðustu árin hafa verið tengdir Iandsigi á Leirhnjúkssvæðinu. At- burðarás í umbrotahrinunum, sem hingað til hafa orðið, er mjög svipuð. Umbrotin byrja með tiltölulega hröðu landsigi og óróa á Kröflusvæðinu. Skjálftar eru litlir til að byrja með, en upptök þeirra færast út frá miðju Kröflueldstöðvarinnar og út eftir sprungu- sveimnum. Skjálftavirknin nær síðan hámarki eftir að sighraði og órói fara að minnka. Stærstu skjálftarn ir í hverri hrinu eiga upptök a vel afmörkuðu svæði eða svæðum innan sprungusveimsins. Á þessum svæðum verður oft talsvert jarðrask, gjár opnast og misgengi hreyfast. Aðalumbrotasvæði hinna ýmsu hrina skarast oft talsvert. I hrinunum í janúar, júlí og nóvember 1978, °g i maí 1979 voru aðalumbrotasvæðin í Gjá- stykki, allt frá Éthólum í suðri og norður í í Kelduhverfi. Umbrotasvæði hverrar af þremur siðasttöldu hrinunum náði styttra td norðurs en umbrotasvæði næstu hrinu á undan. Veruleg skjálftavirkni hefur nú orðið á öllum hlutum sprungusveimsins frá Hverfjalli °g norður í Axarfjörð. Þetta svæði er um 80 km langt. Skjálftavirknin er í góðu samræmi við þá túlkun, að landsig á Kröflusvæði sé tengt kvikustreymi frá Kröflueldstöðinni. Ef gengið er út frá þessari túlkun, má nota skjálftana til að rekja kvikustreymið. Sam- kvæmt upptökum skjálftanna leitar kvikan út frá safnsvæðinu við Leirhnjúk og fer um jarð- skorpuna út eftir sprungusveimnum. Kvikan rennur liklega um sprungu sem gleikkar jafn- óðum og myndar gang, sem er hornréttur á ás minnstu þrýstispennu. Gliðnunin er þá mest þar sem tektónísk togspenna er mest (eða þrýstispenna minnst). Hraði kvikunnar er mestur fyrstu klukkutímana en síðan dregur úr honum þegar sighraði minnkar og gangur- inn lengist. Dæmigerður mesti útbreiðsluhraði gangsins er 0.4—0.5 m/s. Samkvæmt þessari túlkun geta gangar, sem orðnir eru til við lá- rétt kvikustreymi, orðið a. m. k. 60 km langir. SAMANBURÐUR Á KRÖFLU OG KILAUEA Á HAWAII Páll Einarsson, Raunvísindastofnun Háskólans Virkni Kröflueldstöðvarinnar síðan 1976 einkennist af tiltölulega hægu landrisi sem stendur í nokkra mánuði i senn, og hröðu landsigi sem venjulega stendur í fáeina daga. Svipuð virkni er þekkt á Hawaiiskum eld- stöðvum, einkum Kilauea. Á báðum stöðum er þessi hegðun túlkuð á sama hátt. Þegar land ris safnast kvika í jarðskorpunni undir miðju eldstöðvarinnar. Hratt landsig verður, þegar kvika streymir frá safnsvæðinu. Oft fylgja JÖKULL 31. ÁR 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.