Jökull


Jökull - 01.12.1981, Blaðsíða 91

Jökull - 01.12.1981, Blaðsíða 91
Mynd 8. I snjóhúsi á Hofsjökli á páskadag 1944. Stefán, Magnús, Kjartan, Árni °g Gunnar, en Björn blundaði úti í tjaldi þá stundina. dráttartaugarnar. Víða var líka svo bratt að binda varð skíðin á sleðana og halda við þá, því ekki var ráðlegt að láta þá ráða ferðinni, þar sem skyggni var hverfandi. Einu sinni rofaði það mikið til að sá tii fjallatoppa í Alftabrekkum langt í fjarska á hægri hönd. Ekki sást annað til fjalla fyrr en komið var niður af jöklinum. Gengið var fram í myrkur og tjaldað nokkuð norðan Blágnípu einhvers staðar yfir Blöndukvíslum. Skriðmælir sýndi 31 km. Til náða var fyrst gengið kl. 2 um nóttina eftir æfintýralegt ferðalag. Alla leið var gengið eftir áttavita, því ekki sá til kenni- leita með vissu. Hliðarhallinn sagði til sín og vísaði að því leyti veginn. Fjarri fór að snjórinn væri sléttur og munu flestir hafa fengið mátu- lega skelli, en engan sakaði. Ymislegt gat að sjálfsögðu hent í slíkri ferð, bæði alvarlegt og spaugilegt. Eitt sinn er annar dráttarmanna eins sleðans var að lag- færa dráttartaug sína og hafði spennt frá, þá hafði hinn rennt af stað með sleðann aftan í sér og hvarf út i sortann. Sá sem eftir stóð varð því að bíða þess að mistökin kæmu í ljós, því þess átti að gæta vel, að menn yrðu ekki viðskila. Hinir sleðarnir tveir voru á eftir og stönsuðu menn, þegar séð var, hvað skeð hafði. Röðuðu ntenn sér nú í beina línu þvert á gönguleiðina, en brátt kom hinn staki dráttarmaður í ljós á bakaleið með sleðann í drætti, en sóttist gangan að sjálfsögðu seint, því nokkuð var á fótinn. Þetta átti að sjálfsögðu ekki að geta skeð, en allt fór þarna vel. Það spaugilega við þetta var það, að eftir á var aðallega rökrætt um möguleika þess, sem rann einn burt með sleðann, til þess að bjarga sér, ef hann hefði orðið algjörlega viðskila við félaga sína, en fyrir utan skóflu, svefnpoka og liklega einhver eldunartæki, hafði hann nær allan varaforða þann, sem átti að skilja eftir, að hluta daglega, en það var bæði smjör og nokkur rúgbrauð, en annað ekki af mat- vælum. Hann átti því ekki að þurfa að svelta og hann gat gjört sér snjóhús. En hvað með hinn, sem stóð einn eftir allslaus, ef hinir sleð- arnir hefðu ekki komið í réttri stefnu á hann? Hann gat Iítið gert annað en að bíða og vona. Um hann var fátt rætt. Áþriðjudag var skafrenningur á jöklinum, en er á daginn leið og vestar dró, sást að birta tók í suðri og eins og hendi væri veifað datt á Mynd 9. Á Kjalvegi 1944. F. v. Björn, Magnús, Stefán, Gunnar, Árni og kjartan. JÖKULL 31. ÁR 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.