Jökull


Jökull - 01.12.1981, Blaðsíða 90

Jökull - 01.12.1981, Blaðsíða 90
kvaddir. Haldið var eftir Urðarvötnum, en þau eru um 7 km löng í tæplega 900 m hæð yfir sjó. Veður var gott, göngufæri ágætt en skyggni slæmt, þar sem snjór og himinn runnu út í eitt. Eftir 22 km göngu var komið að Geldingsá og tjaldað þar í dalverpi við ána. Þarna fengu menn ágæta nótt enda stillt og milt veður. Á skírdag var stefna tekin á Illviðrahnúka, sem brátt birtust í jaðri Hofsjökuls. Farið var yfir Austari-polla og sá vel til gljúfranna í Jökulsá. Flugpóstur barst þennan dag, því dagblöð- um dagsins var kastað niður úr flugvél F. í.; flugmaður var Örn Ó. Johnson, en hann var einmitt flugmaður í norðurferðinni á þriðju- dag. Sést hafði til flugvélar á norðurleið nokkru áður og var álitið, að leiðangursmenn hefðu ekki sést. Þegar flugvélin kom til baka, var þess gætt að vera á göngu á snjó. Það dugði. Nú hnitaði hún nokkra hringi. Göngu- menn sáust. Blöðin komust til skila. Veður var einnig gott þennan dag, en nokkuð háði það ferðinni að hryggir allir eða melöldur voru snjólausar og þurfti að krækja fyrir þær. Farið var austur fyrir Illviðrahnúka og tjaldað í lægð jökulmegin við þá miðja eftir 23 km göngu. Til þessa hafði verið stillt og bjart veður en nokkurt frost. Sváfu menn vel og áttu þarna ágæta nótt. Á föstudagmn langa var sæmilega bjart í upphafi ferðar, en nú skyldi gengið á Hofs- jökul. Var stefna tekin á hábungu hans. Ef vel hefði viðrað, hefði verið hæfileg tveggja daga ferð á hábungu. Lengi vel sást allvel norður til Skagafjarðarfjalla, en þegar líða tók á daginn fór veður að spillast. Brátt hvessti af austri eða norðaustri með slyddubyl fyrst, sem fljótt breyttist í snjókomu og harðnandi veður. Brattinn var mikill og varð að selflytja sleðana upp jökulinn. Var þetta erfitt mjög, enda vildi snjór frjósa undir sleðameiðunum og varð að skafa vel undan þeim öðru hverju. Ýmis ráð voru reynd í ferðinni, en ekkert reyndist óbrigðult. Eitt þeirra var að strjúka með steinolíubleyttum klút eftir meiðunum, þegar allur snjór eða ís hafði verið fjarlægður, en allt fór þetta eftir hita í snjó og lofti. Þennan dag Mynd 7. Illviðrahnúkar fram undan 1944. voru aðeins farnir 8 km og komist i um 1320 m hæð. Þegar hér var komið, var skyggni komið niður í 60—80 m. Veður fór nokkuð jafnt versnandi og þarna reyndist nú verða tjald- staðurinn næstu þrjár nætur. Á laugardag var vonskuveður, mikil snjó- koma og skafrenningur. Mokað var frá tjöld- unum á vöktum, því ekki var viðlit að halda ferðinni áfram. Var dagurinn notaður til að grafa myndarlegt snjóhús niður og inn í snjó- bunguna með sætum og bekkjum og var birta þar inni næg til ljósmyndunar. Einnig þurfti að grafa útihús og síðan þurfti að halda þessum mannvirkjum við, svo að þau ónýttust ekki. Á páskadag var enn sama illviðrið og var vaktavinna áfram við snjómokstur. Vel þurfti að gæta þess, að ekki bærist óþarflega mikill snjór inn í tjöldin. Frost var nokkuð stöðugt, um 8—12 stig, og líklega óbreytt að mestu þessa þrjá daga, sem þarna var legið við. Annan páskadag birti örlítið til og var þá ákveðið að halda áfram ferðinni, þó að skyggni væri aðeins nokkrir tugir metra. Stefnt var að því að komast sem næst hájökli og í átt til Blágnípu. Veður var slæmt þennan dag og er á daginn leið var varla stætt í verstu byljunum. Vegna verulegs hliðarhalla vildu sleðarnir velta og þurfti stöðugt að ganga eða renna sér með þeim og rétta þá við eða að laga 88 JÖKULL 31.ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.