Jökull - 01.12.1981, Blaðsíða 73
Mynd 7. Stuðlarósir í
Kirkjugólfi. — Fig.
7. Detail of Kirkjugólf. —
Ljósm. (photo): S.
Þórarinsson.
Mynd 8. Norðausturhorn
Kirkjugólfs. — Fig. 8. The
northeast corner of Kirkjugólf
showing the base of the
columns. — Ljósm. (photo):
S. Þórarinsson.
88 m2. Sú skoðun Sveins Pálssonar, að
Kirkjugólf sé nokkrir faðmar að ummáli,
bendir til þess að það hafi verið að nokkru á
kafi í sandi 1793. Samkv. mælingum undir-
ntaðs er hinn eiginlegi gólfflötur nú um 18 m
langur og mesta breidd hans 7,5 m. Flatar-
málið er nú um 80 m2, en stuðlaða svæðið í
heild um 100 m2. Svo sem sjá má af rissinu af
utlínum Kirkjugólfs (6. mynd) er það óreglu-
legt í lögun og áberandi það vik austan í, sem
Henderson nefnir í lýsingu sinni. Stuðlarnir
eru yfirleitt lóðréttir nema vestan i, þar sem
þeir hallast dálítið til austurs. Víða á stuðla-
flötinni er sem minni stuðlar raði sér utan á
einn áberandi stærri (7. mynd). Norðaustan í
Kirkjugólfi má sjá, að stuðlarnir ná ekki niður
úr hraunlaginu, en standa í hálfgerðu kubba-
bergi (8. mynd). Innan brotnu línunnar aust-
an við aðalgólfið eru stuðlar, sem brotið hefur
verið ofan af, og víðar með jaðrinum eru slíkir
stuðlar. Er vafalítið, að Kirkjugólfi hefur verið
eitthvað spillt bæði af náttúrunnar og manna
völdum síðan því var fyrst lýst. Það hefur
nokkuð látið á sjá síðan undirritaður sá það
fyrst fyrir 47 árum. Það er því ekki að ófyrir-
synju, að þetta víðkunna náttúrufyrirbæri er
nú á náttúruminjaskrá og verður friðlýst
sem náttúruvætti á næstunni.
JÖKULL 31.ÁR 71