Jökull - 01.12.1989, Blaðsíða 33
— 1905. Om Islands Geologi (in Danish). Medd.
dansk geol. Fören. 2 (11), 1-106.
— 1909. Uber marines Interglazial in der Umge-
bung von Reykjavik, Island (in German). Zeit-
schrift der Deutschen geologischen Gesellschaft
61,274-287.
Pétursson, H.G. Unpublished. Kvartærgeologiske
underpskelser pá Vest-Melrakkaslétta, Nordpst Is-
land (in Norwegian). Cand. Real thesis, Univer-
sity of Troms0, 1986, 157 pp.
Sigbjarnarson, G. 1982. Alpajöklar og öldubrjótar
(in Icelandic). In: Eldur er í norðri. Sögufélagið,
Reykjavík, 79-89.
Tryggvason, T. and J. Jónsson. 1958. Jarðfrœðikort
af Reykjavík. Atvinnudeild HÍ.
Víkingsson, S. 1978. The deglaciation of the south-
ern part of the Skagafjörður district, Northern Ice-
land. Jökull 28, 1-17.
Ágrip
ALDUR FOSSVOGSLAGANNA OG
ÁLFTANESGARÐSINS
Geislakolsaldursgreiningar á skeljum úr Foss-
vogslögunum í Reykjavík hafa leitt til mikillar end-
urskoðunar á jarðsögu höfuðborgarsvæðisins. Foss-
vogssetið í Nauthólsvík og Skerjafirði reynist vera
um 11.000 ára í stað 120.000 ára eins og áður var
talið. Af greiningunum leiðir einnig að Álftanes-
garðurinn er um 10.000 ára en ekki 12.000-13.000
ára. Báðar þessar jarðmyndanir eru lykilmyndanir í
hefðbundnum skoðunum á jarðsögu íslands og jarð-
söguleg tímabil hafa verið kennd við þær. Fossvogs-
skeiðið hefur verið notað um Eem hlýskeiðið og
Alftanesstigið um eldra-dryas. Þessar nafngiftir
verða tæpast notaðar lengur.
Hvað varðar ísaldarlok og preboreal tímabilið (þ.
e. árabilið 13.000 - 9.000 BP) þá endurspegla setlög
a höfuðborgarsvæðinu eftirfarandi jarðsögu í ljósi
hinna nýju aldursgreininga:
Við Nauthólsvík og Skerjafjörð eru heillegar jarð-
myndanir sem spanna síðjökultíma og nútíma.
Neðst er ísnúið Reykjavíkurgrágrýtið, sem lengi hef-
ur staðið af sér ágang ísaldarjökla. Ofan á því liggur
jökulurð frá ísöld. Þá kemur skeljaríkt sjávarset, þar
sem skráð er saga Alleröd hlýviðrisskeiðsins, sem
ríkti fyrir 11.000 - 11.800 árum. Þá huldi sjór svæð-
ið í stað jökulíss og fjölbreytt skeljasamfélag lifði
góðu lífi við ströndina. Yfir sjávarsetinu liggur jök-
ulruðningur frá yngra-dryas til merkis um nýja fram-
rás jökla fyrir 10.000 - 11.000 árum. Höfuðborgar-
svæðið allt var þá jökli hulið.
Seint á yngra-dryas eða snemma á preboreal tíma-
bilinu hörfuðu jöklamir aftur inn fyrir núverandi
strönd en hinstu fjörbrot þeirra á þessum slóðum
ýttu upp Álftanesgarðinum og garðasyrpu í Kópa-
vogi. Sjór fiæddi enn á ný innyfir svæðið í kjölfar
jöklanna og ný skeljalög urðu til. Á þessum tíma
stóð sjávarborð 40 - 50 m hærra við Reykjavík en
það gerir nú og strandlína myndaðist í 43 m hæð í
Öskjuhlíð. Yfir öllu liggur svo þurrlendisjarðvegur,
steypa og malbik, ótvírætt tákn um þá jarðsöguöld,
sem enn hefur ekkert nafn fengið, þar sem afl
mannsins etur kappi við náttúrukraft elds og ísa.
JÖKULL, No. 39, 1989 31