Jökull - 01.12.1989, Side 129
frá Jarðþjónustustofnun og einkaaðilum.
• Jarðfræðastofnun verði kostuð af opinberu fé,
enda í almanna þágu.
• Stjómkerfi stofnunarinnar taki mið af fyrirkomu-
lagi við Háskóla íslands.
• Jafnframt verði jarðfræðastarfsemi efld við Há-
skóla Islands og einnig á þeim sérhæfðu stofnun-
um, sem áfram munu stunda jarðfræðastarfsemi.
JARÐÞJÓNUSTUSTOFNUN
Þjónusta, sem fram færi á Jarðþjónustustofnun
myndi þróast í samræmi við framvindu jarðfræði-
legrar sérþjónustu í landinu, m.a með tilliti til styrk-
leika einkaaðila, sem störfuðu á sviði jarðþjónustu.
Verulegur hluti núverandi jarðfræðastarfsemi opin-
berra stofnana er á þessu sviði. Helstu þættir starf-
semi hennar væru þessir:
• Hún myndi veita jarðfræðilega sérfræðiþjónustu,
sem einstaklingar eru ekki í stakk búnir til að
takast á hendur, a.m.k. ekki eins og sakir standa.
Hluti slrkrar þjónustu byggir á dýrum tækjakosti,
sem einkaaðilar yrðu ólíklegir til að fjárfesta í
m.a. vegna óvissu um langtímaverkefni.
• Jarðþjónustustofnun myndi sinna vissri mjög sér-
hæfðri þjónustu, sem getur einnig verið svo stop-
ul, að einkaaðilar sjái sér ekki hag í að veita hana.
Þetta ástand kann að breytast þegar og ef einkaað-
tlum vex fiskur um hrygg. Þangað til þarf að gera
rað fyrir þessari þjónustu á vegum hins opinbera,
svo að hún leggist ekki af, þjóðinni til skaða.
• Hluti af starfseminni yrði miðlun. Hún sæi um að
utvega opinberum aðilum, sem ekki stunda slíka
starfsemi, jarðfræðilega þjónustu.
Hlutverk og stöðu Jarðþjónustustofnunar þyrfti að
endurskoða á fárra ára fresti, a.m.k. til að byrja með,
þar sem búast má við að aðstæður geti breyst tiltölu-
lega fyrirvaralítið, t.d. ef hlutur einkaaðila á mark-
aðnum eykst frá því sem nú er.
FRAMKVÆMD NÝSKIPUNAR
Ýmsar leiðir eru til þeirrar nýskipunar jarðfræða-
starfseminnar, sem hér er tók bent á. Þar sem hér er
um viðamikið og flókið mál að ræða, er ástæða til að
sýna fulla gát og framkvæma breytingar frekar í
smáum skrefum en stórum.
Með tilliti til Jarðfræðastofnunar virðast einkum
tvær leiðir koma til greina:
• að sameina hluta af þeirri starfsemi, sem nú fer
fram á ýmsum stofnunun hins opinbera og sinna
fyrst og fremst almennum undirstöðu- og yfirlits-
rannsóknum. Þetta má gera í áföngum.
• að byggja á hinum jarðvísindalega þætti í starf-
semi Orkustofnunar og bæta við skyldri starfsemi
frá öðrum stofnunum.
Á hliðstæðan hátt mætti byggja upp Jarðþjónustu-
stofnun.
Gera verður strax í upphafi ráð fyrir nánu sam-
starfi þessara stofnana og annarra þeirra opinberu
stofnana, sem fást við jarðfræðastarfsemi.
Mjög mikilvægt er, að stofnanir þessar verði sett-
ar undir viðeigandi ráðuneyti. Horfum við fyrst og
fremst til Umhverfisráðuneytis þegar og ef það verð-
ur stofnað.
Að lokum skal ítrekað, að nauðsynlegt er að náin
samvinna um þessi mál komist á milli stjómvalda,
sem ábyrgð bera á framkvæmdinni og Jarðfræðafé-
lags íslands, sem er faglegur aðili og óháður stofn-
unum.
JÖKULL, No. 39, 1989 127