Jökull


Jökull - 01.12.1989, Side 129

Jökull - 01.12.1989, Side 129
frá Jarðþjónustustofnun og einkaaðilum. • Jarðfræðastofnun verði kostuð af opinberu fé, enda í almanna þágu. • Stjómkerfi stofnunarinnar taki mið af fyrirkomu- lagi við Háskóla íslands. • Jafnframt verði jarðfræðastarfsemi efld við Há- skóla Islands og einnig á þeim sérhæfðu stofnun- um, sem áfram munu stunda jarðfræðastarfsemi. JARÐÞJÓNUSTUSTOFNUN Þjónusta, sem fram færi á Jarðþjónustustofnun myndi þróast í samræmi við framvindu jarðfræði- legrar sérþjónustu í landinu, m.a með tilliti til styrk- leika einkaaðila, sem störfuðu á sviði jarðþjónustu. Verulegur hluti núverandi jarðfræðastarfsemi opin- berra stofnana er á þessu sviði. Helstu þættir starf- semi hennar væru þessir: • Hún myndi veita jarðfræðilega sérfræðiþjónustu, sem einstaklingar eru ekki í stakk búnir til að takast á hendur, a.m.k. ekki eins og sakir standa. Hluti slrkrar þjónustu byggir á dýrum tækjakosti, sem einkaaðilar yrðu ólíklegir til að fjárfesta í m.a. vegna óvissu um langtímaverkefni. • Jarðþjónustustofnun myndi sinna vissri mjög sér- hæfðri þjónustu, sem getur einnig verið svo stop- ul, að einkaaðilar sjái sér ekki hag í að veita hana. Þetta ástand kann að breytast þegar og ef einkaað- tlum vex fiskur um hrygg. Þangað til þarf að gera rað fyrir þessari þjónustu á vegum hins opinbera, svo að hún leggist ekki af, þjóðinni til skaða. • Hluti af starfseminni yrði miðlun. Hún sæi um að utvega opinberum aðilum, sem ekki stunda slíka starfsemi, jarðfræðilega þjónustu. Hlutverk og stöðu Jarðþjónustustofnunar þyrfti að endurskoða á fárra ára fresti, a.m.k. til að byrja með, þar sem búast má við að aðstæður geti breyst tiltölu- lega fyrirvaralítið, t.d. ef hlutur einkaaðila á mark- aðnum eykst frá því sem nú er. FRAMKVÆMD NÝSKIPUNAR Ýmsar leiðir eru til þeirrar nýskipunar jarðfræða- starfseminnar, sem hér er tók bent á. Þar sem hér er um viðamikið og flókið mál að ræða, er ástæða til að sýna fulla gát og framkvæma breytingar frekar í smáum skrefum en stórum. Með tilliti til Jarðfræðastofnunar virðast einkum tvær leiðir koma til greina: • að sameina hluta af þeirri starfsemi, sem nú fer fram á ýmsum stofnunun hins opinbera og sinna fyrst og fremst almennum undirstöðu- og yfirlits- rannsóknum. Þetta má gera í áföngum. • að byggja á hinum jarðvísindalega þætti í starf- semi Orkustofnunar og bæta við skyldri starfsemi frá öðrum stofnunum. Á hliðstæðan hátt mætti byggja upp Jarðþjónustu- stofnun. Gera verður strax í upphafi ráð fyrir nánu sam- starfi þessara stofnana og annarra þeirra opinberu stofnana, sem fást við jarðfræðastarfsemi. Mjög mikilvægt er, að stofnanir þessar verði sett- ar undir viðeigandi ráðuneyti. Horfum við fyrst og fremst til Umhverfisráðuneytis þegar og ef það verð- ur stofnað. Að lokum skal ítrekað, að nauðsynlegt er að náin samvinna um þessi mál komist á milli stjómvalda, sem ábyrgð bera á framkvæmdinni og Jarðfræðafé- lags íslands, sem er faglegur aðili og óháður stofn- unum. JÖKULL, No. 39, 1989 127
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.