Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1989, Qupperneq 101

Jökull - 01.12.1989, Qupperneq 101
Útsýni af Öræfajökli INGÓLFUR ÍSÓLFSSON Þeir, sem ganga upp á Öræfajökul — hæsta og hrikalegasta jökuljöfur landsins — fara venjulega frá Sandfelli, því þaðan er bezta og greiðfærasta leiðin upp á jökulinn. Er þá haldið upp á Sandfells- heiði og farið fyrst upp skriður miklar og brattar; eftir hálftíma göngu er komið upp á fjallsbrúnina fyrir ofan Sandfell, 400 m yfir sjó. Síðan koma aflíðandi melöldur, sem eru víða þaktar stórgrýti, og þegar ofar dregur sést vikur og gjall hingað og þangað. Heiðín er þó greiðfær alla leið upp að jökli, og eru efst miklar og langar jökul- öldur, og liggur jökullinn kippkom fyrir ofan jökul- ruðninginn og sýnir það, að jökullinn er að dragast saman. Sandfellsheiði nær upp í 1300 metra hæð, þar sem hjamjökullinn klofnar um heiðina, og falla miklir og þungir skriðjöklar niður sín hvom megin við heiðina, og ná jökultungurnar niður í dalbotn- ana; fellur Rótarfjallsjökull að sunnanverðu við heiðina, en Falljökull að norðvestanverðu. Falljök- ull er ákaflega brattur og sprunginn, þar sem hann kemur niður úr aðaljöklinum, en neðar verður hann sléttari og hallaminni, og gengur þá þvert á Svína- fellsfjall (851 m) og er jökulþunginn þar afskapleg- ur og eru hamramir, þar sem jökullinn rennur með- fram, allir sorfnir og meitlaðir, vegna jökulþrýstings, °g virðist bergið slúta fram yíir sig. Frá Sandfelli og upp á Sandfellsheiði upp við jök- ul, er um tveggja tíma gangur, og er jökullinn frekar greiðfær og hallalítill, þar sem lagt er á hann. Mest áberandi tindar upp úr hjaminu eru Rótarfjalls- kambur, 1848 m, suðvestur hom jökulsins, og Hvannadalshnúkur, en hann er efst uppi á hrygg þeim, sem gengur upp allan jökulinn frá Svínafells- heiði, og eru hvassar eggjar efst á hryggnum rétt fyr- ir neðan Hvannadalshnúk. Þegar ofar kemur, er jök- ullinn með einstökum sprungum, en ekki breiðari en svo, að alltaf má ganga yfir þær, þar sem þær ganga saman. Frá Sandfellsheiði er um tveggja tíma gang- ur upp á jökulbrún, og er bezt að staðnæmast þar og athuga yfirborð jökulsins. Þama uppi, í 1850 m hæð, er jökullinn alveg sléttur og að mestu halla- laus; jökulslétta þessi er um þriggja kílómetra breið frá austri til vesturs og fjögra kílómetra löng frá norðri til suðurs; upp úr hjaminu standa ýmsir tindar og hnúkar. Norðvestan við snæbreiðuna rís Hvannadalshnúkur upp úr hjaminu, 2119 m, og eru snarbrattir hamrar austan í honum og eru þeir snjó- lausir vegna hallans. Hvannadalshnúkur er um 260 metrar á hæð yfir jökulbreiðuna. Rótarfjallskambur er suðvestur af jökulbreiðunni og suðaustur af hon- um koma svo Knappar1,1851 m, en austur af hjam- breiðunni eru svo ýmsir hnúkar þaktir jökli og hallar jöklinum þaðan niður að Breiðamerkursandi. Þar sem komið er upp á jökulsléttuna, er Hvannadals- hnúkur í um tveggja km fjarlægð, og er ekki rétt að koma upp á jökulinn nær honum en þetta vegna þess, að dæld kemur í jökulbrúnina á þessu svæði, og hallar jöklinum þar niður, og eru þar efstu upptök Falljökuls; er hann allsprunginn þama, og langt upp í jökulbreiðuna ganga bogadregnar sprungur og eru þær víða þaktar snjó; ekki sést í botn á spmngum þessum. Ef snjór er ekki mjög gljúpur, þá er um tveggja stunda gangur upp á Hvannadalshnúk frá jökulbrúninni. Hvannadalshnúkur er allur þakinn snjó, nema að austanverðu,svo sem áður segir, og gengur jökullinn af honum niður á aðaljökulinn; er hann venjulega mjög brotinn og sést þá ágætlega gerð jökulsins, því að snjólögin eru lagskipt, eins og basalthamrar. Þegar ég kom að Hvannadalshnúk í júlí 1938, var nýlega fallinn af honum mikill snjór, og var jökulsárið um 70 metrar á þykkt, og var ein- kennilegt að sjá jökullögin; sum vom aðeins nokkra cm, en svo voru önnur allt að metri á þykkt. Oftast má komast upp á hnúkinn með því að fara yfir snjó- JÖKULL, No. 39, 1989 99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.