Jökull - 01.12.1989, Blaðsíða 42
Norwegian - Greenland Sea. Bull. Geol. Soc. Am.
88, 969-999.
Thorbergsson, G. 1985. Landmælingar á Suðurlandi
(Geodetic surveying in South Iceland, abstract in
Icelandic). A symposium on earthquakes in South
Iceland, The Geoscience Society of Iceland,
Reykjavík, Abstract volume, p. 9-10.
Vogt, P. R., G. L. Johnson, and L. Kristjánsson.
1980. Morphology and magnetic anomalies north
of Iceland..!. Geophys. 47,67-80.
Wendt, K., D. Möller and B. Ritter. 1985. Geodetic
measurements of surface deformation during the
present rifting episode in NE Iceland. J. Geophys.
Res. 90, 10163-10172.
Ágrip
FJARLÆGÐABREYTINGAR Á
SKJÁLFTASVÆÐI SUÐURLANDS
1977-1984
Saga jarðskjálfta á Suðurlandi bendir til þess að
þar megi búast við miklum skjálftum á næstu ára-
tugum. Hafnar eru ýmis konar mælingar til að
fylgjast með aðdraganda þeirra og breytingum
sem þeim fylgja. Á árunum 1977, 1979 og 1981
voru gerðar fjarlægðamælingar á þremur svæðum
innan skjálftabeltisins, í Flóa, Holtum og Ölfusi.
Alls voru mældar 19 línur, 1,6 - 12 km langar og
með ýmsum stefnum. Tilgangurinn var að geta
með seinni mælingum fylgst með því hvemig
jarðskorpan aflagast og spenna hleðst upp á jarð-
skjálftasvæðinu. Hugmyndir um flekahreyfingar á
Suðurlandi gera ráð fyrir því að svæðið norðan
beltisins hreyfist til vesturs um 1-2 cm á ári að
meðaltali miðað við svæðið sunnan beltisins. Lín-
ur með NV-SA stefnu ættu því að lengjast, en lín-
ur með NA-SV stefnu að styttast. Línur með N-S
og A-V stefnur ættu lítið að breytast.
Mældar voru viðmiðunarlínur í Reykjavík til
þess að auðvelda samanburð milli mælinga sem
gerðar verða síðar og með mismunandi tækjum.
Einnig voru gerðar endurteknar mælingar á við-
miðunarlínunum í mismunandi veðri til þess að
kanna áhrif veðurs á nákvæmnina. Niðurstaðan
var sú, að 7 km löng lína er mælanleg með 7 mm
óvissu (staðalfráviki). Hreyfingar sem nema
20 mm eru því vel mælanlegar.
Mælilínumar voru endurmældar 1983 og 1984 í
tengslum við umfangsmikið landmælingaverkefni
á Suðurlandi. Þá kom í Ijós að marktækar breyt-
ingar höfðu orðið á nokkrum línum. Breytingam-
ar voru þó ekki reglubundnar, hvörki í tíma né
rúmi. Þær er því ekki hægt að túlka sem afleið-
ingu af jafnri uppsöfnun spennu frá ári til árs.
Spennusöfnun í jarðskorpunni á Suðurlandi virð-
ist því vera ójöfn og skrykkjótt, og talsvert flókn-
ari en gert hafði verið ráð fyrir.
Ekki er ólfldegt að atburðir á aðliggjandi eld-
gosasvæðum haíi talsverð áhrif á það hvemig
spennan hleðst upp á skjálftasvæðinu á Suður-
landi. Skjálftamir 1732-34 komu til dæmis í kjöl-
far Mývatnselda og annarra eldgosa í eystra gos-
beltinu, og skjálftamir miklu 1784 í kjölfar Skaft-
árelda.
40 JÖKULL, No. 39, 1989