Jökull


Jökull - 01.12.1989, Side 104

Jökull - 01.12.1989, Side 104
stórkostlega fjallgarða undir suðurbrún Vatnajökuls. Þar eð fjalllendi þetta er svo nálægt Öræfajökli, veit- ir maður því sérstaka athygli. Fjöll þessi eru með djúpum dölum og gilskomingum. Skeiðarárjökull rennur meðfram vesturbrún fjallanna og beygir síð- an í suðaustur og fellur Skeiðará út undan jöklinum við rætur Jökulfellsins (865 m) og er hún mjög áberandi að sjá ofan af Hvannadalshnúk. Norður af Jökulfelli hækka fjöllin og er Stóri-Blátindur (1195 m) þar hæstur, en fjöllin hækka enn meira, þegar norðaustar kemur; beint upp af Stóra-Blátind, en fyrir vestan Skeiðarárjökul sjást Hágöngur upp við jökulröndina. Skaptafellsfjöllin ganga síðan í norðaustur og þar á bak við eru hjambreiður Vatna- jökuls og hallar jöklinum þaðan niður að upptökum Skeiðarárjökuls og Breiðamerkurjökuls, og síðan gengur Öræfajökull suður úr Vatnajökli, eins og kunnugt er. Norðvestur af Hvannadalshnúk er mikil dæld í jöklinum og eru Hrútfjallstindar þar á bak- við; hæsti tindurinn þar er 1875 m á hæð. Svína- fellsjökull hefur upptök sín úr dæld þessari og er ákaflega brattur og sprunginn, þar sem hann gengur niður á milli Svínafellsheiðar og Hafrafells. Vest- ur af Hrútfjallstindum lækka svo fjöllin og enda þar á Hafrafelli. Skaptafellsjökull, sem hefur upptök sín í slakkanum á milli Vatnajökuls og Öræfajökuls, rennur meðfram Hafrafelli að norðvestan og samein- ast þar Svínafellsjökli, og sést ágætlega á jökul- sporðinn, þar sem hann er kominn niður á sandinn fyrir vestan Hafrafell. Hrútfjallstindar eru sums staðar svo brattir að suðvestan, að jökull tollir þar ekki, en að norðvestan og austan er mikill jökull á þeim. Austur af Hrútfjallstindum er nyrsta hjam- bunga Öræfajökuls (19223 m), og hallar jöklinum þaðan niður að Vatnajökli og að upptökum Skapta- fellsjökuls og Breiðamerkurjökuls. A bakvið vest- asta Hrútfjallstindinn sést á Skarðatind (1385 m) og er hann ekki eins hvass að sjá, eins og frá hinum fallega Morsárdal. Fjallsálman suðvestur af Skarðatindi fer svo smálækkandi og er Kristínartind- ur (1126 m) þar upp "af Skaptafellsheiði," og sjást bæimir í Skaptafelli ágætlega. Upp af Hrút- fjallstindum sjást svo fjöllin norður af Morsárdal, svo sem Miðfellstindur (1430 m) og hinn einkenni- legi Þumall (1279 m). Þar á bak við ber hjambung- ur Vatnajökuls við himin og sjást hátt upp yfir fjöll- unum. Á milli Hrútfjallstinda og Hvannadalshnúks kemur ákaflega hvass tindur upp úr jöklinum og er hann svo brattur að hann er snjólaus, þó að hann sé 1747 m hár, en jökullinn klofnar á honum og er þar mikið spmnginn og sundurtættur4. — Allt er fjall- lendi þetta ákaflega stórkostlegt og heillandi og nýt- ur sín svo vel af Hvannadalshnúk vegna þess, hve nálægt það er. Þama sést hver tindur og ofan í dal- botna, en ámar renna niður á Skeiðarársand og eru svo margar, þegar niður kemur á sandinn, að ekki verður tölu á komið, og maður horfir undrandi á þann mikla kraft, sem þama er að verki; jöklamir falla niður í dalina, og þeir meitla allt og fága, sem á leið þeirra verður, og bera skriðjöklamir stórgrýtið og mölina og leirinn með sér niður á láglendið, en ámar slétta og jafna síðan úr öllu saman. Áður en gengið er ofan af Hvannadalshnúk og niður á jökulsléttuna fyrir neðan, er bezt að ganga fram á vesturbrún hnúksins og horfa niður á jökulinn þar, en við skulum fara varlega, þegar við nálgumst brúnina. Hryggur sá hinn mikli, sem gengur upp all- an jökulinn, frá Svínafellsheiði og upp að Hvanna- dalshnúk, endar efst á ákaflega hvössum berghlein5 (1911 m) og er snjór efst á hryggnum, en hengiflug á báða vegu og er einkennilegt að sjá snjóskriðumar fyrir neðan. Frá hryggnum gengur hamrabelti inn undir Hvannadalshnúk og brotnar jökullinn þama fram af hömrunum, og er mörg hundmð metra hátt hengiflug fyrir neðan, en síðan gengur hamrabeltið norður fyrir Hvannadalshnúk og hverfur þar inn undir jökulfargið. Svínafellsjökull hefur, eins og áður segir, upptök sín á milli hryggjarins og Hrút- fjallstinda og er jökullinn afar þykkur á þessu svæði, svo að aðeins sést á hvassa hryggi, sem koma upp úr jöklinum, en þama fer jökullinn smálækkandi ofan frá Hvannadalshnúk og endar neðst á Svína- fellsjökli, þar sem hann er kominn niður á láglendið, en Svínafellsfjall og Hafrafell eru eins og eyjar upp úr jöklinum. Er þetta það langhrikalegasta og til- komumesta landslag, sem ég hef séð. Jökullinn safnast saman í hér um bil skeifulaga dæld, og fellur víða niður úr 2000 m hæð, en Svínafellsheiði og Hafrafell spyma á móti jöklinum, sem þrengist upp og bólgnar, þegar neðar dregur, og er jökullinn kom- 102 JÖKULL, No. 39, 1989
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.