Jökull - 01.12.1989, Side 104
stórkostlega fjallgarða undir suðurbrún Vatnajökuls.
Þar eð fjalllendi þetta er svo nálægt Öræfajökli, veit-
ir maður því sérstaka athygli. Fjöll þessi eru með
djúpum dölum og gilskomingum. Skeiðarárjökull
rennur meðfram vesturbrún fjallanna og beygir síð-
an í suðaustur og fellur Skeiðará út undan jöklinum
við rætur Jökulfellsins (865 m) og er hún mjög
áberandi að sjá ofan af Hvannadalshnúk. Norður af
Jökulfelli hækka fjöllin og er Stóri-Blátindur
(1195 m) þar hæstur, en fjöllin hækka enn meira,
þegar norðaustar kemur; beint upp af Stóra-Blátind,
en fyrir vestan Skeiðarárjökul sjást Hágöngur upp
við jökulröndina. Skaptafellsfjöllin ganga síðan í
norðaustur og þar á bak við eru hjambreiður Vatna-
jökuls og hallar jöklinum þaðan niður að upptökum
Skeiðarárjökuls og Breiðamerkurjökuls, og síðan
gengur Öræfajökull suður úr Vatnajökli, eins og
kunnugt er. Norðvestur af Hvannadalshnúk er mikil
dæld í jöklinum og eru Hrútfjallstindar þar á bak-
við; hæsti tindurinn þar er 1875 m á hæð. Svína-
fellsjökull hefur upptök sín úr dæld þessari og er
ákaflega brattur og sprunginn, þar sem hann gengur
niður á milli Svínafellsheiðar og Hafrafells. Vest-
ur af Hrútfjallstindum lækka svo fjöllin og enda þar
á Hafrafelli. Skaptafellsjökull, sem hefur upptök
sín í slakkanum á milli Vatnajökuls og Öræfajökuls,
rennur meðfram Hafrafelli að norðvestan og samein-
ast þar Svínafellsjökli, og sést ágætlega á jökul-
sporðinn, þar sem hann er kominn niður á sandinn
fyrir vestan Hafrafell. Hrútfjallstindar eru sums
staðar svo brattir að suðvestan, að jökull tollir þar
ekki, en að norðvestan og austan er mikill jökull á
þeim. Austur af Hrútfjallstindum er nyrsta hjam-
bunga Öræfajökuls (19223 m), og hallar jöklinum
þaðan niður að Vatnajökli og að upptökum Skapta-
fellsjökuls og Breiðamerkurjökuls. A bakvið vest-
asta Hrútfjallstindinn sést á Skarðatind (1385 m) og
er hann ekki eins hvass að sjá, eins og frá hinum
fallega Morsárdal. Fjallsálman suðvestur af
Skarðatindi fer svo smálækkandi og er Kristínartind-
ur (1126 m) þar upp "af Skaptafellsheiði," og sjást
bæimir í Skaptafelli ágætlega. Upp af Hrút-
fjallstindum sjást svo fjöllin norður af Morsárdal,
svo sem Miðfellstindur (1430 m) og hinn einkenni-
legi Þumall (1279 m). Þar á bak við ber hjambung-
ur Vatnajökuls við himin og sjást hátt upp yfir fjöll-
unum. Á milli Hrútfjallstinda og Hvannadalshnúks
kemur ákaflega hvass tindur upp úr jöklinum og er
hann svo brattur að hann er snjólaus, þó að hann sé
1747 m hár, en jökullinn klofnar á honum og er þar
mikið spmnginn og sundurtættur4. — Allt er fjall-
lendi þetta ákaflega stórkostlegt og heillandi og nýt-
ur sín svo vel af Hvannadalshnúk vegna þess, hve
nálægt það er. Þama sést hver tindur og ofan í dal-
botna, en ámar renna niður á Skeiðarársand og eru
svo margar, þegar niður kemur á sandinn, að ekki
verður tölu á komið, og maður horfir undrandi á
þann mikla kraft, sem þama er að verki; jöklamir
falla niður í dalina, og þeir meitla allt og fága, sem á
leið þeirra verður, og bera skriðjöklamir stórgrýtið
og mölina og leirinn með sér niður á láglendið, en
ámar slétta og jafna síðan úr öllu saman.
Áður en gengið er ofan af Hvannadalshnúk og
niður á jökulsléttuna fyrir neðan, er bezt að ganga
fram á vesturbrún hnúksins og horfa niður á jökulinn
þar, en við skulum fara varlega, þegar við nálgumst
brúnina. Hryggur sá hinn mikli, sem gengur upp all-
an jökulinn, frá Svínafellsheiði og upp að Hvanna-
dalshnúk, endar efst á ákaflega hvössum berghlein5
(1911 m) og er snjór efst á hryggnum, en hengiflug á
báða vegu og er einkennilegt að sjá snjóskriðumar
fyrir neðan. Frá hryggnum gengur hamrabelti inn
undir Hvannadalshnúk og brotnar jökullinn þama
fram af hömrunum, og er mörg hundmð metra hátt
hengiflug fyrir neðan, en síðan gengur hamrabeltið
norður fyrir Hvannadalshnúk og hverfur þar inn
undir jökulfargið. Svínafellsjökull hefur, eins og
áður segir, upptök sín á milli hryggjarins og Hrút-
fjallstinda og er jökullinn afar þykkur á þessu svæði,
svo að aðeins sést á hvassa hryggi, sem koma upp úr
jöklinum, en þama fer jökullinn smálækkandi ofan
frá Hvannadalshnúk og endar neðst á Svína-
fellsjökli, þar sem hann er kominn niður á láglendið,
en Svínafellsfjall og Hafrafell eru eins og eyjar upp
úr jöklinum. Er þetta það langhrikalegasta og til-
komumesta landslag, sem ég hef séð. Jökullinn
safnast saman í hér um bil skeifulaga dæld, og fellur
víða niður úr 2000 m hæð, en Svínafellsheiði og
Hafrafell spyma á móti jöklinum, sem þrengist upp
og bólgnar, þegar neðar dregur, og er jökullinn kom-
102 JÖKULL, No. 39, 1989