Jökull - 01.12.1989, Blaðsíða 120
/
Jöklarannsóknafélag Islands
Skýrsla formanns 1988 - 1989
FORMÁLI
Þessi skýrsla var flutt á aðalfundi félagsins
21.2.89. Hún er að venju tekin saman eftir heimild-
um frá formönnum starfsnefnda félagsins og ýmsum
fróðleik, sem m.a. hefur birst í Fréttabréfi Jörfi.
SKIPAN STJÓRNAR OG NEFNDA
Á fyrsta stjómarfundi eftir aðalfund 29.2.88 skipti
stjómin með sér verkum og var þá jafnframt dregið
um röð varastjómarmanna. Stjómin er þannig skip-
uð :
Aðalstjórn:
Sveinbjöm Bjömsson, formaður,
kosinn 1986 til þriggja ára.
Helgi Bjömsson, varaformaður,
kosinn 1987 til tveggja ára.
Einar Gunnlaugsson, ritari,
kosinn 1987 til tveggja ára.
Jón E. Isdal, gjaldkeri,
kosinn 1988 til tveggja ára.
Stefán Bjamason, meðstjómandi,
kosinn 1988 til tveggja ára.
Varastjórn:
PéturÞorleifsson, l.varamaður,
kosinn 1988 til tveggja ára.
Jón Sveinsson, 2. varamaður,
kosinn 1988 til tveggja ára.
Bjöm Indriðason, 3. varamaður,
kosinn 1987 til tveggja ára.
Ástvaldur Guðmundsson, 4. varamaður,
kosinn 1987 til tveggja ára.
Nefndir
Rannsóknanefnd: Helgi Bjömsson, formaður; Jón
Sveinsson, Raunvísindastofnun; Hannes Haraldsson,
Landsvirkjun; Oddur Sigurðsson, Orkustofnun og
Magnús Már Magnússon, Veðurstofu.
Skála- og birgðanefnd: Stefán Bjamason, for-
maður; Jón E. Isdal, Ástvaldur Guðmundsson, Guð-
laugur Þórðarson og Pétur Þorleifsson.
Bfla- og vélanefnd: Gunnar Guðmundsson hefur
nú óskað eftir að láta af formennsku en situr áfram í
nefndinni. Vil ég þakka Gunnari langa og ósérhlífna
fomstu í bfla- og ferðamálum og vona að við fáum
notið reynslu hans og krafta áfram þótt hann kjósi
nú að láta af formennsku. Við tekur Bjöm Indriða-
son, en auk þeirra em aðrir nefndarmenn Magnús
Eyjólfsson, Guðmundur Marísson, Ólafur Nielsen,
Engilhart Bjömsson, Eiríkur Gunnarsson og Bárður
Harðarson.
Ritnefnd: Ólafur G. Flóvenz óskaði eftir að láta
af störfum ritstjóra eftir að Jökull 1987 kom út. Við
starfi hans tók Tómas Jóhannesson. Eg vil þakka
Ólafi mikinn dugnað við ritstjórastarfið og erfiða
glímu við prentsmiðjur. Jafnframt bjóðum við
Tómas velkominn til starfsins. Aðrir menn í ritnefnd
em Helgi Bjömsson og Stefán Bjamason, tilnefndir
af Jörfi og Karl Grönvold, Kristján Sæmundsson og
Leó Kristjánsson, tilnefndir af Jarðfræðafélagi. Vik-
ið er að útgáfu Jökuls síðar í þessari skýrslu.
Skemmtinefnd: Erla Engilbertsdóttir, formaður;
Bárður Harðarson, Halldór Ólafsson, yngri og Inga
Malmberg.
Endurskoðendur félagsins þeir Ámi Kjartansson
og Elías B. Elíasson voru endurkjömir á aðalfundi.
FUNDIR FÉLAGSINS
Að loknum aðalfundarstörfum 29.2.88 var sýnd
kvikmynd sem Sagafilm hefur gert fyrir sjónvarp um
byggingu Grímsfjallsskála hins nýja veturinn
1986 - 87 og flutning hans á Grímsfjall í vorleið-
angri 1987. Myndina gerðu Sigmundur Öm Arthurs-
son, Sigfús Guðmundsson og Jón Kjartansson. Jón
118 JÖKULL, No. 39, 1989