Jökull


Jökull - 01.12.1989, Side 123

Jökull - 01.12.1989, Side 123
Að morgni laugardags var enn rakt veður þegar lagt var í skoðunar- og gönguferðundir leiðsögn Elsu og Snorra sem skýrðu út jarðsögu þess svæðis sem farið var um. Ekið var norður undir Dórinn, gengið með Nomakötlum vestur yfir Tröllahraun í Heljargjá, að Gjáfjöllum og þaðan að bílnum. Tók ferðin um 6 stundir. Veður var í rakara lagi og urðu margir vel blautir á göngunni. Aðrir urðu eftir í Jökulheimum og máluðu veggi skálanna. Er menn höfðu jafnað sig eftir göngu og málun var gengið til snæðings og upp hafinn söngur o.fl. með gítarspili góðu þeirra Jór- unnar og Snorra. Stóð fagnaður að vanda vel fram yfir miðnætti. Sunnudagsmorgunn 11.9. rann upp bjartur með vægu frosti. Málarar tóku til starfa og maluðu þök allra húsanna, en gönguglaðir óku inn undir Jökulkrók og skoðuðu sig þar um. Þeir sem heima voru hreinsuðu einnig nágrenni skálanna, en mikið var af alls konar umbúðum í hrauninu í kring. Hvetja þarf ferðalanga sem leið eiga í Jökulheima °g víðar um óbyggðir til að hafa með sér allt rusl til baka. A heimleiðinni var farið norður að gígnum Mána, en hann er nyrstur þriggja gíga sem eru í jarð- falli norðaustur af Þórisvatni. Komið var í bæinn um kl. 20 eftir vel heppnaða ferð. í för voru 22. Sérstak- lega var ánægjulegt að sjá þar ungt fólk sem ekki hefur áður tekið þátt í þessum ferðum en fyrsta „13. september" ferðin var farin árið 1956. ÚTGÁFA JÖKULS Jökull 37. árgangur kom út á miðju ári 1988 og var sendur til þeirra félaga sem greitt höfðu árgjald 1987. Heftið er 106 síður með sex vísindagreinum um jarðfræðileg efni, yfirliti yfir jöklabreytingar 1964 - 1986 og snjóflóð á árunum 1984 - 1986. Þar er einnig frásögn um gönguferð á Vatnajökul 1978 °g skýrslur formanna um starfsemi Jöklarannsókna- félags og Jarðfræðafélags starfsárið 1986 - 1987. Eftir að ritið var sent kom í ljós galli á kápu þess. í lokafrágangi í prentsmiðju láðist að prenta innan á kápuna ritstjómarrammann og leiðbeiningar til höf- unda greina. Samið var við prentsmiðjuna að hún bætti úr mistökunum með því að endurprenta káp- una. Var þá ætlun stjómar að skipta á heftum og laga þau sem út voru send. Mistök í skurði heftanna með nÝju kápunni urðu þó til þess að hætta varð við þessa fyrirætlan og prenta í þess stað laus blöð og límsíður sem sendar yrðu áskrifendum með 38. ár- gangi Jökuls. Ýmsir erfiðleikar í viðskiptum við prentsmiðjur, einkum langur dráttur á vinnu við setningu og um- brot, hafa ýtt undir hugmyndir um breytt vinnu- brögð. Ólafur Flóvenz, ritstjóri, lagði því til að reynt yrði að flýta vinnu við þessa þætti og gera þá í einkatölvum jafnóðum og efni berst. Vinna í prent- smiðju takmarkast þá við filmugerð, prentun og bók- band. Þessi háttur var nú hafður á við 38. árgang Jökuls sem kom út í janúar sl. undir ritstjóm Tómas- ar Jóhannessonar. Verður ekki annað séð en þar hafi ágætlega tekist til í alla staði. Heftið er 112 síður með sjö vísindagreinum um jarðfræðileg efni, yfirliti yfir jöklabreytingar 1930 - 1987, snjóflóð 1986 - 1987, áætlun um verkefni Orkustofnunar í jökla- rannsóknum, skýrslum formanna Jöklarannsóknafé- lags og Jarðfræðafélags um starfsárið 1987 - 1988 og reikningum Jörfi 1986 og 1987. Enn sem fyrr er of lítið um fróðleik sem vekur forvitni jöklamanna en það stendur til bóta með næsta hefti sem verður 39. árgangur. Þá er stefnt að sérstöku afmælishefti 40. árgangs og verður ýmsum höfundum boðið að rita í það yfirlitsgreinar á völdum sviðum jarðfræða, þar sem veruleg framþróun hefur orðið á undanföm- um árum. Jöklarannsóknafélagið og Jarðfræðafélag- ið hafa rætt þetta hefti sín á milli og tilnefnt Bryn- dísi Brandsdóttur, Hreggvið Norðdahl og Svein Jak- obsson í sérstaka ritnefnd til að ákveða efni heftis- ins, fá höfunda til að skrifa greinar, hafa milligöngu um endurbætur á handritum og skila þeim í hendur ritstjóra Jökuls til setningar og prentunar. HÚSNÆÐISMÁL Eins og vikið var að á síðasta aðalfundi hefur komið til tals í stjóminni að félagið þarf að eignast húsnæði undir eigur sínar og stjómarfundi, og jafn- vel félagsfundi. Ferðafélag Islands hefur nú fengið úthlutað lóð að Mörk nálægt Skeiðarvogi sunnan Suðurlandsbrautar og mun hefja byggingu húss þar innan skamms. Þar yrði 250 manna fundasalur og gott geymslurými. Ferðafélagið hefur áhuga á sam- vinnu við skyld félög áhugamanna um bygginguna og því gæti Jöklarannsóknafélagi staðið til boða JÖKULL, No. 39, 1989 121
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.