Jökull - 01.12.1989, Side 98
ísskjálftar í Entujökli og Kötlujökli
BRYNDÍS BRANDSDÓTTIR
Raunvísindastofnun Háskólans
Dunhaga 5,107 Reykjavík
WILLIAM H. MENKE
Lamont-Doherty Geological Observatory of
Columbia University, Palisades, NY10964, USA
Sumarið 1988 voru átta stafrænir skjálftamælar
settir upp umhverfis Mýrdalsjökul og reknir þar í
átta vikur. Verkefnið var styrkt af Vísindasjóði og
Rannsóknasjóði Háskólans. Skjálftamælingar hafa
leitt í ljós tvö skjálftasvæði undir Mýrdalsjökli.
Annað er í honum suðaustanverðum, við Kötlu, en
hitt undir suðvesturhomi jökulsins (Páll Einarsson
og Sveinbjöm Bjömsson, 1987). Mikill munur er á
útliti skjálfta eftir því frá hvom svæði þeir em.
Skjálftar frá Kötlusvæðinu hafa til að mynda mun
stærra fyrsta útslag en skjálftar frá suðvestanverðum
jöklinum. Skjálftar í suðvestanverðum jöklinum
einkennast af ógreinilegri byrjun sem veldur því að
mjög erfitt er að staðsetja þá með venjulegum að-
ferðum. Megintilgangurinn með uppsetningu staf-
rænu mælanna var að skrá á nákvæmt form skjálfta
frá suðvestanverðum jöklinum, m.a. svo hægt væri
að staðsetja upptök þeirra með nákvæmni.
Auk jarðskjálfta skráðu stafrænu mælamir fjölda
smárra hreyfinga sem urðu í næsta umhverfi þeirra.
Mælamir næst Kötlujökli og Entujökli skráðu marg-
ar hægar smáhreyfingar sem rekja má til jökul-
skriðsins og við köllum ísskjálfta (1. og 2, mynd). Is-
skjálftar hafa ógreinilega byrjun, bylgjuútslag vex
hægt og skjálftamir standa óvenju lengi. Þeir líkjast
mest svokölluðum lágtíðniskjálftum sem mælast
víða í virkum eldfjöllum enda hafa menn sums stað-
ar mistúlkað þá sem eldfjallaskjálfta (Weaver og
Malone, 1976). Isskjálftar hafa mælst í Alaska
(Raymond og Malone, 1986; Qamar 1988), á Græn-
1. mynd. Mælistöðvar ísskjálfta við Mýrdalsjökul.
Fig. 1. Map showing seismic stations used in this
study.
landi (Qamar og St.Lawrence, 1983) og á Suður-
skautslandinu (Hatherton og Evison, 1962). Vegna
ógreinilegrar byrjunar hefur reynst erfitt að staðsetja
ísskjálfta en upptök þeirra geta ýmist verið við botn
skriðjökuls (Weaver og Malone, 1979) eða í jökul-
tungu sem kelfir í sjó (Qamar, 1988).
Isskjálftar komu svo til daglega á mæla við Entu-
jökul og Kötlujökul. Að jafnaði komu einn til tveir
96 JÖKULL, No. 39, 1989