Jökull - 01.12.1989, Blaðsíða 111
Leiðinlegt tíðarfar í vor og sumar, lítið sólfar, kalt
og vindasamt.
N ORÐ URLANDSJÖKLAR
Gljúfurárjökull — Tölumar um jökulinn eru að
þessu sinni komnar frá þýskum og enskum. Þeir
mældu að vísu ekki við okkar merki en notast má
við mælinguna til að fylla upp í mælingar okkar.
Hálsjökull — Þórir Haraldsson getur þess í athug-
semdum að jökuljaðarinn hafi verið mjög greinileg-
ur og haustsnjór sem fallið hafði nokkrum dögum
áður alveg horfinn. Þétt grjótdreif liggur á jöklinum
°g 1 haustsnjó í fyrra leit þess vegna út fyrir að stór
spilda af jöklinum væri að hverfa.
LANGJÖKULL
Hagafellsjökull — Ekki réyndist Theódóri unnt að
mæla vestari jökulinn vegna sandroks.
hofsjökull
Lambahraunsjökull — Bragi Skúlason segir í at-
hugasemd: „Sem áður er skafl við jökuljaðarinn, en
nýr ís kemur undan skaflinum.” Þessi mikli skafl
sem jafnan safnast í kverkina við jökulröndina á
Lambahrauni er að mestu leyti úr hjami en ekki ís
°g verður hann því ekki talinn með jöklinum.
Sátujökull — Hér segir Bragi Skúlason að jaðarinn
se sléttur og hallalítill. Sandur og möl er á jöklinum
í allt að 200 m frá jaðrinum.
Nauthaga- og Múlajökull — Leifur Jónsson varð tví-
vegis að hverfa frá mælingu vegna vatnavaxta og
ofærðar fyrst í septemberlok og svo seint í október.
Öldufellsjökull — Mælingin 1987 barst ekki í tæka
tíð en þá hafði jökullinn hopað 68 m frá 1985.
MÝRDALSJÖKULL
Sólheimajökull — Valur Jóhannesson segir í athuga-
semd um Jökulhaus: „Stór steinn sem áður var mælt
frá er horfinn undir jökulinn. Hlaðnar tvær smá
vörður í mælilínu."
ÖRÆFAJÖKULL
Kvíár-, Hrútár-, Fjalls- og Breiðamerkurjökull V—
Flosi Bjömsson hefur bætt við nýrri mælingalínu við
Breiðamerkurjökul austan við Máfabyggðarönd.
Viðmiðunarvarða er á botnurð framan við tvær
grunnar tjamir 50 m framan við dálitla öldubrún.
Aðeins vörður í línunni, ekki merki með númeri. I
bréfi frá 14. september 1988 segir Flosi m.a.: „Nú
þegar Breiðamerkurjökull hefur hopað svo mjög
vestur af Jökulsárlóni er lína nr. 142 farin mjög að
nálgast Esjufjallarönd, og býst ég því við að réttast
sé að hætta að mæla á þessum stað. Vegna þessa
bætti ég nú við nýrri mælingalínu spölkom austur
frá Máfabyggðarönd, að vísu talsvert frá nr. 142, en
þama virðist nú henta allvel að mæla, og kæmi þá
raunar ef til vill nokkuð í stað beggja línanna nr. 141
og 142.
Fjallsjökul við Breiðamerkurfjall .... mældi ég
ekki að þessu sinni. Fjallsá er þar stundum farar-
tálmi, jökullinn stundum líka. En á þessum stað hef-
ur jökullinn mjög lengi verið nokkumveginn kyrr-
stæður að heita má.
.... Jaðar Kvíárjökuls, sem er að mestu grjótjök-
ull, virðist enn sífellt hækkandi ár frá ári, en hins
vegar hefur jökullinn farið lækkandi talsvert innar
þegar leið á sumarið. Þess skal getið að jökulker
(entonnoirs) hafa verið áberandi á Kvíárjökli framan
til þetta ár, allmörg og mikil, með flötum botni
a.m.k. sum.
Hrútárjökull líklega heldur hækkandi, a.m.k. þeim
megin, sem veit að Múla. Þetta ár fellur Hrútá úr
jökli nálægt því um mælingalínuna (nr. 135) og er
þar dálítið lón við jökulinn. Varð því að gera þrí-
hyrningamælingu yfir lónið og lónbakkann, 31
m......
Fjallsjökull. Svo virðist að dálítil hæðarbylgja
eða brún skríði fram framantil, en greinilegt er að
innar, að minnsta kosti á alllöngum kafla, fer jökull-
inn lækkandi.
Breiðamerkurjökull. Enn er jökullinn mjög úfinn
og sprunginn við Breiðamerkurfjall (austur að vest-
usturönd). Á mælingastaðnum við Breiðamerkur-
fjall (merki 139 - 140) hefur jökullinn skriðið fram
nokkrum metrum lengra en fram kemur á skýrslunni
JÖKULL, No. 39, 1989 109