Jökull - 01.12.1989, Page 58
segulhæð eftir gosbeltinu eru á mynd 10 aðeins
sýndar jafngildislínur segulsviðs yfir ákveðnu lág-
marksgildi, 250 nanótesla. Þar kemur í ljós að segul-
hæð gosbeltisins skiptist í tvennt. Syðri hæðin nær
frá Þingvallavatni yfir Hengilinn og suðvestur í sjó,
en sú nyrðri frá Grímsnesi norðaustur undir Lang-
jökul. Auk þessara tveggja meginhæða eru svo
smærri frávik í kortinu, einkum tengd megineld-
stöðvum.
Til þess að draga fram þau línulegu fyrirbæri í
þyngdar- og segulkortunum, sem fram koma í
stefnugreiningunni þvert á gosbeltið, eru kortin
stefnusíuð með þröngri síu NV-SA. Þær þyngdar-
hæðir og segullægðir sem þá koma fram eru sýndar
á mynd 11 ásamt upplýsingum um dýpi á hljóð-
hraðalag 3. Stungið er upp á að þverstefnan í kortun-
um geti stafað af eldvirkni utan gliðnunarbeltisins í
samdráttarsprungum sem myndist þvert á plötuskilin
þegar plötumar rekur burt og þær kólna.
Á mynd 12 er staðsetning jarðskjálfta á árunum
1974-1987 borin við þyngdarkortið. Meirihluti
skjálftanna liggur í eða við þyngdarlægðina sem
fylgir gosbeltinu frá Reykjanesi að Langjökli. Auk
þess verða skjálftar á Suðurlandsskjálftabeltinu,
einkum í kring um þyngdarhæðina á Suðurlandi.
Austast er svo þyrping skjálfta sem tilheyra einni
hrinu frá 1987.
Á mynd 13 eru sýnd helstu frávik sem tengjast
gosbeltinu, nefnilega þyngdarlægðin, segulhæðimar
og jarðskjálftamir. Syðri segulhæðin fellur saman
við þyngdarlægðina á Hengilssvæðinu og þar er
mikil skjálftavirkni. Skjálftar og þyngdarlægð fylgja
síðan virka gliðnunarbeltinu til norðausturs upp í
Langjökul. Nyrðri segulhæðin er hins vegar rúm-
lega 20 kílómetra austan við gliðnunarbeltið og þar
er lítil skjálftavirkni. Virkni í nyrðri hluta gosbeltis-
ins hefur því greinilega færst vestur á bóginn á
Brunhes-segulskeiðinu (síðustu 0,7 milljónir ára) og
er það í samræmi við þá tilfærslu á virkni sem hefur
orðið innan Hengils- kerfisins á sama tíma.
56 JÖKULL, No. 39, 1989