Jökull - 01.12.1989, Blaðsíða 102
brýr, sem þekja sprungumar. Þegar upp á hnúkinn
er komið, er bezt að ganga upp á austustu strýtuna,
því þar er Öræfajökull hæstur og útsýni bezt.
I góðu og björtu veðri er útsýni af Hvannadals-
hnúk dásamlegt og stórhrikalegt, og þama uppi er
loftið svo hreint, tært og heilnæmt; öll þreyta hverf-
ur og einhver einkennileg gleðitilfinning fer um
mann; maður starir með djúpri lotningu á
umhverfið,og með seiðmagnaðri aðdáun virðir mað-
ur fyrir sér fjöll og tinda, sem verða fagurblá vegna
fjarðlægðar, og í kyrrðinni, sem er þama uppi, vex
maður af því að vera kominn upp á hæsta tindinn;
áhrifin verða svo sterk og varanleg, að þau gleymast
ekki þeim, sem á því láni að fagna að hafa verið
staddur á þessum dásamlega stað og njóta útsýnisins
í góðu veðri; það eru þessi leyndardómsfullu áhrif,
sem seiða mann og kalla á mann, aftur og aftur til
öræfanna.
Vestur af Öræfajökli sést hinn mikli Skeiðarár-
sandur og falla ótal ár þaðan til sjávar; öll strand-
lengjan frá Ingólfshöfða — en hann sést á hægri
hönd við hinn einkennilega Rótarfjallskamb — og
vestur í Skaptárós er að sjá ofan af jöklinum sem
samfelldur ós; en eftir því sem ofar kemur á sandinn,
kvíslast ámar minna. Núpsvötn sjást og ágætlega,
þar sem þau renna fyrir homið á Lómagnúp. Fram á
miðjan Skeiðarársand fellur Skeiðarárjökull, og má
greinilega sjá upptök hans langt uppi í Vatnajökli
því að hinn dökki litur hans stingur mjög í stúf við
hið mjallahvíta hjam Vatnajökuls. Þama sést ágæt-
lega, hvemig jökullinn, frá hinum víðáttumiklu upp-
tökum sínum, þrengir sér niður um skarðið á milli
Súlutinda að vestan og Færinestinda að austan og
breiðir svo úr sér og endar á hinni bogadregnu rönd
sinni niður á Skeiðarársandi. Að framan er jökul-
röndin ákaflega dökk af aur og jökulframburði. Ein-
kennilegt er að sjá aurrákimar, sem ganga langt upp
eftir jöklinum; þær sýna manni, hvemig jökullinn
mjakast áfram. Lómagnúpur (773 m) sést upp af
enda Skeiðarárjökuls; hann er, eins og kunnugt er
ákaflega brattur framanverður, en norður af honum
fer fjallsálman (Björninn) smáhækkandi upp í
Vatnajökul og eru Hágöngur (1120m) alveg við
jökulröndina. Austur af Hágöngum er Grænafjall
og Grænalón sést fyrir sunnan Grænafjall og falla
skriðjöklar út í vatnið og má greinilega sjá ísjaka,
sem fallið hafa úr jöklinum, fljóta á vatninu. Lengra
uppi í Vatnajökli norður af Hágöngum, sjást hvassir
hamrar upp úr jöklinum; þar eru Geirvörtur
(1435 m). Þar norður af er há jökulbunga, sem heitir
Þórðarhyrna (1660 m), en meginjökullinn fer enn
smáhækkandi til norðurs, og eru jökulbungumar upp
af Vonarskarði hæstar á Vatnajökli og er hæsta
hjambungan kölluð Bárðarbunga, líklega eftir
Gnúpa-Bárði, sem fór suður Vonarskarð fyrstur
manna. Bárðarbunga er af ýmsum talin hærri en Ör-
æfajökull, en þar sem jökullinn hefur ekki enn verið
mældur nákvæmlega þama, er ekki gott að segja
hvað hæft er í því, en eitt er víst að ekki munar
miklu á hæðinni. Norðvestur af Þórðarhymu eru
upptök Skaptárjökuls, og hallar jöklinum þaðan til
suðvesturs, og sést ágætlega, hvar jökullinn breiðir
sig út vestur af Hágöngum. Lengst í vestri sést
Mýrdalsjökull og er hann að sjá flatur og breiður,
en upp af honum sjást svo gígbarmar Eyjafjallajök-
uls (1666 m). Suður af Mýrdalsjökli sést svo Haf-
ursey (584 m), og Hjörleifshöfði (221 m) á Mýr-
dalssandi og fjöllin í Mýrdalnum. Lengra uppi í
landinu sést Tindfjallajökull (1462 m) og Hekla
(1447 m) og sést hún ágætlega, þar sem hún gnæfir
uppi yfir önnur fjöll, sem eru fyrir framan hana.
Fjöllin á Landmanna-, Skaptártungu- og Síðuafrétti
og fjöllin við Torfajökul (1281 m) sjást fyrir framan
Tindfjallajökul og Heklu, og enn lengra uppi í land-
inu sjást fjöllin í öræfunum við Veiðivötn og Langa-
sjó; eru þar ótal tindar og hnúkar og illt að greina þá
í sundur, vegna þess hve mergðin er mikil. Upp af
Grænafjalli sést á marga tinda bak við Vatnajökul;
þar eru Kerlingarfj öll (1478 m) og em þau að sjá
rétt norður af Geirvörtum. Norður af Þórðarhymu
sést svo aðeins á Hofsjökul, en ekki er það meira en
svo, að í hvarf er hann kominn á bak við Vatnajökul,
þegar maður er kominn niður á jökulsléttuna fyrir
neðan Hvannadalshnúk. Öll em fjöll þessi og jöklar
að sjá langt upp yfir Lómagnúp og fjöllunum norður
af honum, og sjást þau furðulega vel, þó að fjarlægð-
in sé mikil, eða allt að 150 km. Norður af miðjum
Vatnajökli koma Kverkfjöll í ljós bak við hjam-
breiðuna, og hina dimmbláu hamra þeirra ber við
himin, af Hvannadalshnúk að sjá; virðast suðaustur-
100 JÖKULL, No. 39, 1989