Jökull


Jökull - 01.12.1989, Síða 102

Jökull - 01.12.1989, Síða 102
brýr, sem þekja sprungumar. Þegar upp á hnúkinn er komið, er bezt að ganga upp á austustu strýtuna, því þar er Öræfajökull hæstur og útsýni bezt. I góðu og björtu veðri er útsýni af Hvannadals- hnúk dásamlegt og stórhrikalegt, og þama uppi er loftið svo hreint, tært og heilnæmt; öll þreyta hverf- ur og einhver einkennileg gleðitilfinning fer um mann; maður starir með djúpri lotningu á umhverfið,og með seiðmagnaðri aðdáun virðir mað- ur fyrir sér fjöll og tinda, sem verða fagurblá vegna fjarðlægðar, og í kyrrðinni, sem er þama uppi, vex maður af því að vera kominn upp á hæsta tindinn; áhrifin verða svo sterk og varanleg, að þau gleymast ekki þeim, sem á því láni að fagna að hafa verið staddur á þessum dásamlega stað og njóta útsýnisins í góðu veðri; það eru þessi leyndardómsfullu áhrif, sem seiða mann og kalla á mann, aftur og aftur til öræfanna. Vestur af Öræfajökli sést hinn mikli Skeiðarár- sandur og falla ótal ár þaðan til sjávar; öll strand- lengjan frá Ingólfshöfða — en hann sést á hægri hönd við hinn einkennilega Rótarfjallskamb — og vestur í Skaptárós er að sjá ofan af jöklinum sem samfelldur ós; en eftir því sem ofar kemur á sandinn, kvíslast ámar minna. Núpsvötn sjást og ágætlega, þar sem þau renna fyrir homið á Lómagnúp. Fram á miðjan Skeiðarársand fellur Skeiðarárjökull, og má greinilega sjá upptök hans langt uppi í Vatnajökli því að hinn dökki litur hans stingur mjög í stúf við hið mjallahvíta hjam Vatnajökuls. Þama sést ágæt- lega, hvemig jökullinn, frá hinum víðáttumiklu upp- tökum sínum, þrengir sér niður um skarðið á milli Súlutinda að vestan og Færinestinda að austan og breiðir svo úr sér og endar á hinni bogadregnu rönd sinni niður á Skeiðarársandi. Að framan er jökul- röndin ákaflega dökk af aur og jökulframburði. Ein- kennilegt er að sjá aurrákimar, sem ganga langt upp eftir jöklinum; þær sýna manni, hvemig jökullinn mjakast áfram. Lómagnúpur (773 m) sést upp af enda Skeiðarárjökuls; hann er, eins og kunnugt er ákaflega brattur framanverður, en norður af honum fer fjallsálman (Björninn) smáhækkandi upp í Vatnajökul og eru Hágöngur (1120m) alveg við jökulröndina. Austur af Hágöngum er Grænafjall og Grænalón sést fyrir sunnan Grænafjall og falla skriðjöklar út í vatnið og má greinilega sjá ísjaka, sem fallið hafa úr jöklinum, fljóta á vatninu. Lengra uppi í Vatnajökli norður af Hágöngum, sjást hvassir hamrar upp úr jöklinum; þar eru Geirvörtur (1435 m). Þar norður af er há jökulbunga, sem heitir Þórðarhyrna (1660 m), en meginjökullinn fer enn smáhækkandi til norðurs, og eru jökulbungumar upp af Vonarskarði hæstar á Vatnajökli og er hæsta hjambungan kölluð Bárðarbunga, líklega eftir Gnúpa-Bárði, sem fór suður Vonarskarð fyrstur manna. Bárðarbunga er af ýmsum talin hærri en Ör- æfajökull, en þar sem jökullinn hefur ekki enn verið mældur nákvæmlega þama, er ekki gott að segja hvað hæft er í því, en eitt er víst að ekki munar miklu á hæðinni. Norðvestur af Þórðarhymu eru upptök Skaptárjökuls, og hallar jöklinum þaðan til suðvesturs, og sést ágætlega, hvar jökullinn breiðir sig út vestur af Hágöngum. Lengst í vestri sést Mýrdalsjökull og er hann að sjá flatur og breiður, en upp af honum sjást svo gígbarmar Eyjafjallajök- uls (1666 m). Suður af Mýrdalsjökli sést svo Haf- ursey (584 m), og Hjörleifshöfði (221 m) á Mýr- dalssandi og fjöllin í Mýrdalnum. Lengra uppi í landinu sést Tindfjallajökull (1462 m) og Hekla (1447 m) og sést hún ágætlega, þar sem hún gnæfir uppi yfir önnur fjöll, sem eru fyrir framan hana. Fjöllin á Landmanna-, Skaptártungu- og Síðuafrétti og fjöllin við Torfajökul (1281 m) sjást fyrir framan Tindfjallajökul og Heklu, og enn lengra uppi í land- inu sjást fjöllin í öræfunum við Veiðivötn og Langa- sjó; eru þar ótal tindar og hnúkar og illt að greina þá í sundur, vegna þess hve mergðin er mikil. Upp af Grænafjalli sést á marga tinda bak við Vatnajökul; þar eru Kerlingarfj öll (1478 m) og em þau að sjá rétt norður af Geirvörtum. Norður af Þórðarhymu sést svo aðeins á Hofsjökul, en ekki er það meira en svo, að í hvarf er hann kominn á bak við Vatnajökul, þegar maður er kominn niður á jökulsléttuna fyrir neðan Hvannadalshnúk. Öll em fjöll þessi og jöklar að sjá langt upp yfir Lómagnúp og fjöllunum norður af honum, og sjást þau furðulega vel, þó að fjarlægð- in sé mikil, eða allt að 150 km. Norður af miðjum Vatnajökli koma Kverkfjöll í ljós bak við hjam- breiðuna, og hina dimmbláu hamra þeirra ber við himin, af Hvannadalshnúk að sjá; virðast suðaustur- 100 JÖKULL, No. 39, 1989
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.