Jökull - 01.12.1989, Síða 103
hlíðar Kverkfjalla vera snjólausar, en að ofan er jök-
ull á fjöllunum, og virðist svo sem vesturrönd fjall-
anna gangi inn undir Vatnajökul, og að um sam-
fellda ísbreiðu sé að ræða. Og kemur það ef til vill
af því, að skriðjöklar ganga úr fjöllunum að suðvest-
anverðu og niður á meginjökulinn, að fjöllin sýnast
ganga inn í Vatnajökul, því að kunnugt er að Kverk-
fjöll eru sérstakur fjallaklasi, og að skriðjöklar úr
Vatnajökli ganga fram á fjöllin og klofna á þeim, og
heitir vestri skriðjökullinn Dyngjujökull, en sá
eystri Brúarjökull, og eru þetta tveir af stærstu
skriðjöklum landsins.
Langt norður af Vatnajökli sést Herðubreið
(1682 m) rétt austur af Kverkfjöllum. Þetta dásam-
lega fallega fjall, sem gnæfir hátt yfir önnur fjöll á
þeim slóðum, sést ágætlega með sína snarbröttu og
formfögru hamraveggi, en efst er há strýta; svo virð-
ist, héðan séð, sem enginn snjór sé á fjallinu, en áður
fyrr var töluverður jökull fyrir ofan hamrabeltið.
Herðubreið er eitt hið fallegasta og tignarlegasta
fjall hér á landi, og skipar þann sess með sóma að
vera fjalladrottning Mývatnsöræfanna.
Hægra megin Kverkfjalla, en miklu nær, sjást svo
Esjufjöll; þau eru undir suðurjaðri Vatnajökuls.
Esjufjöll eru stórhrikalegir fjallgarðar, sem ganga
hérumbil frá suðri til norðvesturs inn í Vatnajökul;
er hér um margar fjallseggjar að ræða, með ótal tind-
um og hvössum eggjum og ganga jöklar niður í dal-
botnana; þó að fjöllin séu um 1700 metra há, þá
hverfa þau inn undir Vatnajökul; klofnar meginjök-
ullinn á fjöllunum, og eru hér efstu drög Breiða-
merkurjökuls. Miklu neðar sameinast jöklamir aft-
ur og hafa þeir þá ekið óhemju miklu grjótrusli ofan
ur fjöllum með sér, og em miklar aurrákir fyrir fram-
an fjöllin, þar sem þeir mætast, og ná aurrákir þessar
niður allan jökulinn og fram á Breiðamerkursand.
Fyrir framan Esjufjöll, en miklu nær, sjást Máva-
byggðir. Þessi fjöll eru næstum því öll undir jökli,
og gengur jökullinn alveg fram á brún fjallanna og
brotnar þar fram af hömrunum. Mávabyggðir eru
1449 m á hæð. Breiðamerkurjökull hefur ein aðal-
upptök sín á milli Esjufjalla og Mávabyggða; önnur
upptök Breiðamerkurjökuls eru á milli Mávabyggða
°g Öræfajökuls. Beint fyrir framan Mávabyggðir
sést Þuríðartindur (1741 m), en hann er norðaustan
til í Öræfajökli, þar sem jöklinum hallar til norðurs
og að upptökum Breiðamerkurjökuls; er tindurinn
brattur að austan, svo að snjór tollir ekki á, en að
norðvestan er hann þakinn jökli.
Við suðurrönd Vatnajökuls sjást miklir fjallgarð-
ar, sem ganga upp í jökulinn, og eru fjöllin upp af
Suðursveit lang hrikalegust og ber þar mest á Þver-
ártindsegg (1554 m), og fjöllunum upp af Kálfa-
fellsdal, svo sem Birnudalstindi (1406 m).
Mikil ísstraumur ofan úr Vatnajökli gengur niður
á milli Esjufjalla og Suðursveitarfjallanna og mun
Breiðamerkurjökull hafa þar aðalupptök sín; síðan
rennur jökullinn meðfram Suðursveitarfjöllunum að
vestanverðu og lækkar smám saman, þar til hann er
kominn niður á Breiðamerkursand, suðvestur af
Fellsfjalli. Þar eð Suðursveitarfjöllin ganga langt
fram á sanda eða niður undir sjó, gnæfa fjöllin hátt
upp úr jöklinum og sýnast hærri en Esjufjöll. Suður-
sveitarfjöllin eru með tindum og hvössum eggjum
og er jökull víða á milli eggjanna og í dalskvompum
fyrir neðan. Af Hvannadalshnúk að sjá, eru fjöll
þessi ákaflega fögur og heillandi. A bak við Suður-
sveitarfjöllin sést svo á fjallgarðana upp af Mýrum
og ganga þeir allir inn í Vatnajökul og hverfa þar inn
undir jökulfargið. Strandlengjan austur í Horna-
fjörð sést ágætlega og endar við Vestra-Horn, en á
bak við hin miklu Hornafjarðarfljót sést hið fagra
fjalllendi upp af Homafirði, og sést greinilega hvar
fjallgarðurinn, sem hefur upptök sín í Vatnajökli og
gengur niður í sjó, endar í Klifatindi (889 m) og
Vestra-Homi, og má glögglega sjá Almannaskarð
upp af Skarðsfirði. Norðaustur af Esjufjöllum og
Suðursveitarfjöllunum hækkar hjambunga Vatna-
jökuls, og þar á bakvið sést Snæfell (ca. 20002 m) í
norðaustri; er fjallið dimmblátt vegna fjarlægðar og
sést það furðu vel, þó að vegalendin af Hvannadals-
hnúk til þess, sé yfir 100 km. A Snæfelli virðist vera
lítill jökull, því að hinar snjólausu hlíðar þess ber
hátt upp af Vatnajökli. A bakvið austurbrún Vatna-
jökuls sést svo á marga tinda og fjallgarða og hverfa
þeir að lokum í móðu, vegna fjarlægðar, þó má
greinilega sjá á fjallstindana upp af Lóni og fjöllin
undir austurbrún Vatnajökuls, svo sem Goðaborg
(1429 m) og fjöllin upp af Eyjabakkajökli.
Norðvestur af Hvannadalshnúk sést á mikla og
JÖKULL, No. 39, 1989 101