Jökull


Jökull - 01.12.1989, Blaðsíða 103

Jökull - 01.12.1989, Blaðsíða 103
hlíðar Kverkfjalla vera snjólausar, en að ofan er jök- ull á fjöllunum, og virðist svo sem vesturrönd fjall- anna gangi inn undir Vatnajökul, og að um sam- fellda ísbreiðu sé að ræða. Og kemur það ef til vill af því, að skriðjöklar ganga úr fjöllunum að suðvest- anverðu og niður á meginjökulinn, að fjöllin sýnast ganga inn í Vatnajökul, því að kunnugt er að Kverk- fjöll eru sérstakur fjallaklasi, og að skriðjöklar úr Vatnajökli ganga fram á fjöllin og klofna á þeim, og heitir vestri skriðjökullinn Dyngjujökull, en sá eystri Brúarjökull, og eru þetta tveir af stærstu skriðjöklum landsins. Langt norður af Vatnajökli sést Herðubreið (1682 m) rétt austur af Kverkfjöllum. Þetta dásam- lega fallega fjall, sem gnæfir hátt yfir önnur fjöll á þeim slóðum, sést ágætlega með sína snarbröttu og formfögru hamraveggi, en efst er há strýta; svo virð- ist, héðan séð, sem enginn snjór sé á fjallinu, en áður fyrr var töluverður jökull fyrir ofan hamrabeltið. Herðubreið er eitt hið fallegasta og tignarlegasta fjall hér á landi, og skipar þann sess með sóma að vera fjalladrottning Mývatnsöræfanna. Hægra megin Kverkfjalla, en miklu nær, sjást svo Esjufjöll; þau eru undir suðurjaðri Vatnajökuls. Esjufjöll eru stórhrikalegir fjallgarðar, sem ganga hérumbil frá suðri til norðvesturs inn í Vatnajökul; er hér um margar fjallseggjar að ræða, með ótal tind- um og hvössum eggjum og ganga jöklar niður í dal- botnana; þó að fjöllin séu um 1700 metra há, þá hverfa þau inn undir Vatnajökul; klofnar meginjök- ullinn á fjöllunum, og eru hér efstu drög Breiða- merkurjökuls. Miklu neðar sameinast jöklamir aft- ur og hafa þeir þá ekið óhemju miklu grjótrusli ofan ur fjöllum með sér, og em miklar aurrákir fyrir fram- an fjöllin, þar sem þeir mætast, og ná aurrákir þessar niður allan jökulinn og fram á Breiðamerkursand. Fyrir framan Esjufjöll, en miklu nær, sjást Máva- byggðir. Þessi fjöll eru næstum því öll undir jökli, og gengur jökullinn alveg fram á brún fjallanna og brotnar þar fram af hömrunum. Mávabyggðir eru 1449 m á hæð. Breiðamerkurjökull hefur ein aðal- upptök sín á milli Esjufjalla og Mávabyggða; önnur upptök Breiðamerkurjökuls eru á milli Mávabyggða °g Öræfajökuls. Beint fyrir framan Mávabyggðir sést Þuríðartindur (1741 m), en hann er norðaustan til í Öræfajökli, þar sem jöklinum hallar til norðurs og að upptökum Breiðamerkurjökuls; er tindurinn brattur að austan, svo að snjór tollir ekki á, en að norðvestan er hann þakinn jökli. Við suðurrönd Vatnajökuls sjást miklir fjallgarð- ar, sem ganga upp í jökulinn, og eru fjöllin upp af Suðursveit lang hrikalegust og ber þar mest á Þver- ártindsegg (1554 m), og fjöllunum upp af Kálfa- fellsdal, svo sem Birnudalstindi (1406 m). Mikil ísstraumur ofan úr Vatnajökli gengur niður á milli Esjufjalla og Suðursveitarfjallanna og mun Breiðamerkurjökull hafa þar aðalupptök sín; síðan rennur jökullinn meðfram Suðursveitarfjöllunum að vestanverðu og lækkar smám saman, þar til hann er kominn niður á Breiðamerkursand, suðvestur af Fellsfjalli. Þar eð Suðursveitarfjöllin ganga langt fram á sanda eða niður undir sjó, gnæfa fjöllin hátt upp úr jöklinum og sýnast hærri en Esjufjöll. Suður- sveitarfjöllin eru með tindum og hvössum eggjum og er jökull víða á milli eggjanna og í dalskvompum fyrir neðan. Af Hvannadalshnúk að sjá, eru fjöll þessi ákaflega fögur og heillandi. A bak við Suður- sveitarfjöllin sést svo á fjallgarðana upp af Mýrum og ganga þeir allir inn í Vatnajökul og hverfa þar inn undir jökulfargið. Strandlengjan austur í Horna- fjörð sést ágætlega og endar við Vestra-Horn, en á bak við hin miklu Hornafjarðarfljót sést hið fagra fjalllendi upp af Homafirði, og sést greinilega hvar fjallgarðurinn, sem hefur upptök sín í Vatnajökli og gengur niður í sjó, endar í Klifatindi (889 m) og Vestra-Homi, og má glögglega sjá Almannaskarð upp af Skarðsfirði. Norðaustur af Esjufjöllum og Suðursveitarfjöllunum hækkar hjambunga Vatna- jökuls, og þar á bakvið sést Snæfell (ca. 20002 m) í norðaustri; er fjallið dimmblátt vegna fjarlægðar og sést það furðu vel, þó að vegalendin af Hvannadals- hnúk til þess, sé yfir 100 km. A Snæfelli virðist vera lítill jökull, því að hinar snjólausu hlíðar þess ber hátt upp af Vatnajökli. A bakvið austurbrún Vatna- jökuls sést svo á marga tinda og fjallgarða og hverfa þeir að lokum í móðu, vegna fjarlægðar, þó má greinilega sjá á fjallstindana upp af Lóni og fjöllin undir austurbrún Vatnajökuls, svo sem Goðaborg (1429 m) og fjöllin upp af Eyjabakkajökli. Norðvestur af Hvannadalshnúk sést á mikla og JÖKULL, No. 39, 1989 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.