Jökull - 01.12.1989, Blaðsíða 95
3.mynd. Lega jökuljaðars við Grænalón samkvæmt
korti danska herforingjaráðsins frá 1937 (sem gert er
eftir skámyndum), loftmyndum frá 30.8. 1945, 15.9.
1954, 21.6. 1961, 1.8. 1979, 29.8. 1986 og 10.9.
1986. Myndin til hægri sýnir legu jökulstíflunnar við
Skeiðarárjökul en myndin að ofan jökulsporðinn við
vesturenda lónsins. Myndimar eru úr ramma sem
merktur er með bókstöfum á 1. mynd.
Fig.3.The position of the glacier edge in Grœnalón
from the years 1937, 1945, 1954, 1961, 1979 and
1986. The location ofthe maps is shown in Fig. 1.
Þórarinssonar (1939) var um 1500-106 m3. Flatarmál
lónsins fyrir hlaupið var talið um 18 km2.
Samtímis því að jökulstíflan hélt áfram að þynnast
fram á fimmta áratuginn urðu hlaupin minni og tíð-
ari (komu árin 1939, 1943, 1946, 1949 og 1951, Sig-
urður Þórarinsson, 1974). Frá 1951 hafa jökulhlaup
komið einu sinni eða tvisvar á ári. Ennfremur renna
þau ekki undir jöklinum alla leið niður á Skeiðarár-
sand heldur þrengja sér undir mjóa ísstíflu í geilinni
við suðausturenda lónsins og fara meðfram vestur-
jaðri jökulsins. Þau vaxa hraðar en hlaupin á fyrri
hluta aldarinnar og standa skemur. Dæmigerð
Grænalónshlaup hin síðustu ár hafa haft heildarrúm-
mál um 200-106 m3 og hámarksrennsli um 1500-
2000 m3/s. Mesta flatarmál lónsins hefur verið um
15 km2 og vatnsborð á bilinu 560-580 m og það því
aðeins fallið um 20 m í hverju hlaupi (Sigurjón Rist
1970, 1973). Engin augljós skýring er á því hvers
vegna vatnsborðið náði að rísa upp í um 595 m fyrir
hlaupið 1986. Hlaupið rann þá út um geilina í suð-
austurhomi lónsins eins og önnur hlaup hin síðari ár.
Eftir 1986 hafa hlaupin verið minni á ný.
ÞAKKARORÐ
Vegagerð ríkisins kostaði töku flugmynda og
myndmælingu, sem unnin var hjá Hnit h.f.
JÖKULL, No. 39, 1989 93