Jökull - 01.12.1989, Blaðsíða 124
húsnæði í henni. Stjóm Jörfi hefur ritað Ferðafélag-
inu bréf og lýst áhuga á viðræðum og vilja til að
styðja þessi áform eftir fremsta megni, þótt fjárhagur
félagsins muni hrökkva skammt. Helstu rýmisþarfir
Jörfi yrðu geymsla fyrir snjóbíl og annan ferðabún-
að, um 80 - 90 m2 og geymsla fyrir tímaritið Jökul
og bækur félagsins með aðstöðu til funda í stjóm fé-
lagsins, um 50 m2. Þetta rými mætti allt vera í kjall-
ara. Auk þessa þyrfti félagið samnot af fundarsal og
e.t.v. gætu félögin haft hagræði af samvinnu um
skrifstofurekstur. Stjómin telur þetta eitt af mikils-
verðari málum sem hennar bíða og mun láta félags-
menn fylgjast með framvindu þess.
BÍLAMÁL
Eins og rætt var á síðasta aðalfundi er félagið tæp-
lega sjálfbjarga um mælileiðangra nema það eignist
annan snjóbíl auk Bombans. Landsvirkjun hefur lagt
til snjóbfla í vorferðir undanfarin ár og hafa þeir
reynst með afbrigðum vel og gert kleifar þær um-
fangsmiklu mælingar sem þörf var á. Vegna kostn-
aðar er hæpið að félagið ráði við kaup og rekstur á
nýjum bíl sem væri sambærilegur við bíla Lands-
virkjunar. Hins vegar kæmi til greina að kaupa not-
aðan bíl af sömu gerð, ef unnt væri að sinna viðhaldi
hans með hagkvæmum hætti og afla tekna til rekst-
urs með leigu til mælinga fyrir aðra. Stjómin hefur
þetta mál nú til íhugunar.
SKÁLAMÁL
Skálar í Jökulheimum voru málaðir utan í haust-
ferð eins og lýst var. Gerð var tilraun til að fara í
Kirkjuból til viðhalds, en hverfa þurfti frá vegna
veðurs. Skálanefndarmenn sem komu að Breiðár-
skála í sumar töldu hann nánast ónýtan og væri rétt-
ast að rífa hann og urða. Stefnt er að viðgerðum á
eldri skála á Grímsfjalli í næstu vorferð og endur-
bótum á hitaveitu þar. Einnig er orðin vemleg þörf á
viðgerðum skála og geymslu í Jökulheimum.
GJAFIR TIL JÖRFI
Vorið 1988 afhenti Egill Kristbjömsson félaginu
að gjöf ýmis ferðaáhöld frá fyrri tíð, þar á meðal
skíði, sleða, bakpoka, vaðgalla, mannbrodda, jökla-
tjald og tvo prímusa. Er hér um að ræða hluti sem
sóma sér vel á minjasafni félagsins. Það er von
stjómarinnar að hægt verði að koma þessum hlutum
skemmtilega fyrir þegar félagið hefur leyst húsnæð-
ismál sín hér í Reykjavík. Stjómin vill sérstaklega
þakka Agli þann hlýhug til félagsins sem fram kem-
ur í þessari gjöf. Hjálparsveit skáta í Reykjavík
færði Kvenfélagi Grímsvatnahrepps stóran og veg-
legan sjúkrakassa fyrir nýja skálann á Grímsfjalli.
Kom hann að góðum notum í fyrstu ferð, þegar for-
maður Jörfi steig af verönd skálans út á skafl, sem
brast vegna hlýinda, svo að formaðurinn valt sem
tunna niður hlíðina.
122 JÖKULL, No. 39, 1989