Jökull


Jökull - 01.12.1989, Page 124

Jökull - 01.12.1989, Page 124
húsnæði í henni. Stjóm Jörfi hefur ritað Ferðafélag- inu bréf og lýst áhuga á viðræðum og vilja til að styðja þessi áform eftir fremsta megni, þótt fjárhagur félagsins muni hrökkva skammt. Helstu rýmisþarfir Jörfi yrðu geymsla fyrir snjóbíl og annan ferðabún- að, um 80 - 90 m2 og geymsla fyrir tímaritið Jökul og bækur félagsins með aðstöðu til funda í stjóm fé- lagsins, um 50 m2. Þetta rými mætti allt vera í kjall- ara. Auk þessa þyrfti félagið samnot af fundarsal og e.t.v. gætu félögin haft hagræði af samvinnu um skrifstofurekstur. Stjómin telur þetta eitt af mikils- verðari málum sem hennar bíða og mun láta félags- menn fylgjast með framvindu þess. BÍLAMÁL Eins og rætt var á síðasta aðalfundi er félagið tæp- lega sjálfbjarga um mælileiðangra nema það eignist annan snjóbíl auk Bombans. Landsvirkjun hefur lagt til snjóbfla í vorferðir undanfarin ár og hafa þeir reynst með afbrigðum vel og gert kleifar þær um- fangsmiklu mælingar sem þörf var á. Vegna kostn- aðar er hæpið að félagið ráði við kaup og rekstur á nýjum bíl sem væri sambærilegur við bíla Lands- virkjunar. Hins vegar kæmi til greina að kaupa not- aðan bíl af sömu gerð, ef unnt væri að sinna viðhaldi hans með hagkvæmum hætti og afla tekna til rekst- urs með leigu til mælinga fyrir aðra. Stjómin hefur þetta mál nú til íhugunar. SKÁLAMÁL Skálar í Jökulheimum voru málaðir utan í haust- ferð eins og lýst var. Gerð var tilraun til að fara í Kirkjuból til viðhalds, en hverfa þurfti frá vegna veðurs. Skálanefndarmenn sem komu að Breiðár- skála í sumar töldu hann nánast ónýtan og væri rétt- ast að rífa hann og urða. Stefnt er að viðgerðum á eldri skála á Grímsfjalli í næstu vorferð og endur- bótum á hitaveitu þar. Einnig er orðin vemleg þörf á viðgerðum skála og geymslu í Jökulheimum. GJAFIR TIL JÖRFI Vorið 1988 afhenti Egill Kristbjömsson félaginu að gjöf ýmis ferðaáhöld frá fyrri tíð, þar á meðal skíði, sleða, bakpoka, vaðgalla, mannbrodda, jökla- tjald og tvo prímusa. Er hér um að ræða hluti sem sóma sér vel á minjasafni félagsins. Það er von stjómarinnar að hægt verði að koma þessum hlutum skemmtilega fyrir þegar félagið hefur leyst húsnæð- ismál sín hér í Reykjavík. Stjómin vill sérstaklega þakka Agli þann hlýhug til félagsins sem fram kem- ur í þessari gjöf. Hjálparsveit skáta í Reykjavík færði Kvenfélagi Grímsvatnahrepps stóran og veg- legan sjúkrakassa fyrir nýja skálann á Grímsfjalli. Kom hann að góðum notum í fyrstu ferð, þegar for- maður Jörfi steig af verönd skálans út á skafl, sem brast vegna hlýinda, svo að formaðurinn valt sem tunna niður hlíðina. 122 JÖKULL, No. 39, 1989
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.