Jökull - 01.12.1989, Blaðsíða 126
s.l. I Kortanefnd eru Freysteinn Sigurðsson, Haukur
Jóhannesson og Jón Eiríksson auk Elsu G. Vilmund-
ardóttur, sem er formaður nefndarinnar.
NEFND UM FYRIRKOMULAG
JARÐFRÆÐARANNSÓKNA Á ÍSLANDI
Á síðasta aðalfundi kom fram tillaga til stjómar
um að slík nefnd yrði sett á laggimar og var hún
stofnuð í júní s.l. í henni starfa Freysteinn Sigurðs-
son, Stefán Amórsson og Þorgeir Helgason, sem er
formaður nefndarinnar. Nefndin skilaði skýrslu í
nóvember 1988.
Nefndin gekk ásamt formanni félagsins á fund
forsætisráðherra Steingríms Hermannssonar og
kynnti skýrsluna og ræddi við hann stöðu jarðfræða-
rannsókna á Islandi, sem að mati nefndarmanna er í
ýmsu ábótavant. Vildu nefndarmenn með þessum
hætti minna á tilveru félagsins og benda á nauðsyn
þess að unnið sé með markvissum hætti að ýmsum
úrbótum á sviði jarðvísindalegrar starfsemi og buðu
fram aðstoð félagsins í því skyni. Voru viðræðumar
vinsamlegar og vonandi gagnlegar einnig.
Nefndarskýrslan var vandlega kynnt félagsmönn-
um, bæði var þeim sent eintak af henni og auk þess
haldnir tveir kynningar- og umræðufundir um efni
hennar, annar í desember, en hinn í febrúar s.l. Osk-
að var eftir tillögum og ábendingum varðandi efni
hennar. í framhaldi af því var samin greinargerð um
framtíðarfyrirkomulag jarðfræðastarfsemi á íslandi
og birtist hún hér á eftir. Greinargerðin var send
ráðherrum og formönnum þingflokka ásamt skýrsl-
unni og kynningarbréfi í mars s.l. Þar er óskað eftir
samstarfi við stjómvöld til þess m.a. að fjalla um
jarðfræðastarfsemina í landinu og ýmis atriði er
tengjast henni.
ORÐANEFND
Það hefur lengi verið rætt um það meðal jarðvís-
indamanna að þörf væri á að orðanefnd hugaði að
þýðingum og samræmingu á notkun jarðvísindalegra
orða og hugtaka. Hér er um mikið og vandasamt
verkefni að ræða, sem ekki verður hjá komist að
takast á við og hafa komið fram eindregnar óskir af
hálfu félagsmanna um að hafist verði handa í þessu
máli með haustinu og er verið að koma orðanefnd á
laggimar.
ENDURMENNTUNARN ÁMS S KEIÐ
Stjóm félagsins leitaði eftir því hjá Endurmennt-
unamefnd Háskóla Islands, hvort ekki væri grund-
völlur fyrir að skipuleggja endurmenntunamáms-
skeiðfyrir jarðvísindamenn og fékk mjög góðar und-
irtektir. Fyrsta námskeiðið var haldið um mánaðar-
mót febrúar/mars undir heitinu: Islenskt móberg, til-
urð og flokkun. Leiðbeinandi var Sveinn P. Jakobs-
son, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun íslands.
Talaðist svo til, að stefnt yrði að því að halda endur-
menntunamámskeið á hverju kennslumisseri ef
áhugi reyndist fyrir hendi. Fyrirhugað er að næsta
námskeið verði haldið í haust og viðfangsefni þess
verði setfræði.
VETRARMÓT NORRÆNNA
JARÐFRÆÐINGA.
Næsta vetrarmót verður haldið í Stavanger í janú-
ar n.k. Vetrarmótin eru haldin annað hvert ár og er
fyrirhugað að mótið 1992 verði haldi á Islandi.
SIGURÐARSJÓÐUR
Eins og áður hefur verið skýrt frá var stofnaður
sjóður á aðalfundi félagsins 25. maí 1987. Er hann
stofnaður í minningu Sigurðar Þórarinssonar, jarð-
fræðings. Tilgangur sjóðsins er samkvæmt 3. grein
stofnskrár að efla tengsl íslenskra jarðvísindamanna
við útlönd með því að bjóða erlendum fræðimönnum
til fyrirlestrahalds á vegum Jarðfræðafélags Islands
til að halda fyrirlestur í minningu Sigurðar Þórarins-
sonar. Skal tekjum af höfuðstóli sjóðsins varið til að
standa straum af kostnaði þeim sem af því verður.
Á s.l. ári var í fyrsta sinn veitt fé úr sjóðnum í
þessu skyni er George P.L. Walker kom hér í boði
Háskóla Islands. George Walker stundaði jarðfræði-
rannsóknir hér á landi um margra ára skeið, einkum
á berglagastafla Austfjarða. Hann gegnir nú prófess-
orsembætti í eldfjallafræðum við Háskólann í
Honululu á Hawaii. Walker hélt fjóra fyrirlestra á
vegum Sigurðarsjóðs og Háskóla Islands. Sigurðar-
sjóður greiddi kostnað vegna ferða hans innanlands
meðan hann dvaldi hér, m.a. til Vestmannaeyja og
um Suðurlandsundirlendið milli Hafnar og Reykja-
víkur.
Um s.l. áramót voru til í sjóðnum til ráðstöfunar
124 JÖKULL, No. 39, 1989