Jökull - 01.12.1989, Side 121
E. Isdal flutti skýringar með sýningunni. Myndin er
ágætasta heimild um þetta merka framtak félags-
manna og jöklarannsóknir þeirra, skemmtileg, vel
gerð og öllum sem að henni stóðu til mesta sóma.
Hún var sýnd í ríkissjónvarpi að kvöldi nýársdags
1989. Þar sem allmargir félagsmenn sýndu áhuga á
að eignast eintak af myndinni, voru gerð af henni
nokkur myndbönd og fást þau keypt hjá gjaldkera
félagsins.
Vorfundur var haldinn 26.4.88. Helgi Bjömsson
sagði þar frá ferð sinni til Svalbarða í ágúst 1987 og
sýndi myndir þaðan. Svalbarði er eyjaklasi norður í
höfum um 1500 km norðaustur frá íslandi, um
1100 km frá Norðurpólnum og um 800 km frá Trom-
sö í Noregi. Eyjamar eru um 62 þús. km2 og að
mestu huldar ís. Vestur- og norðurstrendur eyjanna
eru mjög vogskomar með löngum fjörðum sem eru
isilagðir um 6 mánuði á ári. Margir jöklanna ganga
beint í sjó fram, einkum á austurströnd eyjanna.
Helgi sagði frá atvinnuháttum, sem fyrr á öldum
snerust um hvalveiðar en nú kolagröft úr lögum frá
kola- og krítartímabilum jarðsögunnar þegar hnatt-
staða Svalbarða leyfði mildara loftslag.
Seinni hluta fundarins skoðuðu menn nýprentuð
kort af vesturhluta Vatnajökuls og landi undir hon-
um, sem Raunvísindastofnun hafði gert í samvinnu
við Landsvirkjun. Einnig ræddu menn rannsóknir og
félagsstarf yfir kaffi.
Haustfundur var haldinn 25.10.88. Þar lýsti Helgi
Björnsson kortasafni af vesturhluta Vatnajökuls,
Eyjabakkajökli og Hofsjökli. Kort af botni jöklanna
sýna áður óþekkt land, dali, hryggi og eldstöðvar
(Grímsvötn, Bárðarbungu, Hamarinn og öskjuna í
Hofsjökli). Enn fremur eru kort um legu ísa- og
vatnaskila, ísþykkt og rennslisstefnu íss og vatns að
jökulám (Köldukvísl, Sylgju, Tungnaá, Skaftá,
Þjórsá, Jökulfalli, Blöndu og Jökulsánum í Skaga-
firði) og að jarðhitasvæðum í Grímsvötnum og sig-
kötlum norðvestan við Grímsvötn. Eftir kaffihlé
sýndi Bragi Hannibalsson myndir úr vélsleðaferðum
Um Kjöl og Langjökul. Þar er mikil vetrarparadís
með fögru og fjölbreyttu landslagi engu síður en á
Vatnajökli.
Arshátíð var haldin að veitingastaðnum Norður-
Ijósum 5.11.88. Margrét ísdal var veislustjóri.
Skemmtunin tókst með ágætum eins og venja er en
aðsókn hefði mátt vera nokkru betri. Um 63 voru á
hátíðinni.
VORFERÐIN 1988 (Ritari Margrét ísdal)
Vorferðin á Vatnajökul var að þessu sinni 4. - 12.
júní. Fararstjóri var Jón E. Isdal og þátttakendur 33.
Auk hefðbundinna vorverka á Grímsfjalli og í Vötn-
unum voru gerðar ýmsar mælingar og borað eftir
gufu á Eystri-Svíahnjúk til reksturs mælitækja og til
upphitunar á skálum. Til borunarinnar lánuðu Jarð-
boranir hf. Sullivan bor og Hagvirki hf. stóra loft-
pressu. Flutningar voru því miklir í þessari ferð og
gekk á ýmsu. Með góðri aðstoð Landsvirkjunar og
Hjálparsveitar skáta í Reykjavík komst þó allur far-
angur á Grímsfjall. Fyrirhugað var að bora fjórar allt
að 100 m djúpar holur, en þær enduðu allar í gufu-
ríku gjalllagi á 30 - 40 m dýpi og varð ekki borað
dýpra vegna hruns úr þessu lagi. Allar holumar gáfu
um 90 °C heita gufu og ætti gufumagnið að nægja
skálum og tækjum næstu árin. Borstjóri var Sigurður
Guðmundsson og með honum boruðu Bragi Skúla-
son og Jón Kjartansson. Aðstoð veittu einnig Hjalti
Gunnarsson, Bárður Harðarson, Eggert ísdal og Jó-
hannes Sigurðsson. Mælingar og töku svarfsýna
annaðist Einar Gunnlaugsson og margir aðrir léttu
undir. Hitaveitustjóri Grímsvatnahrepps, Jón
Sveinsson, var fljótur að tengja eina holuna við ofn-
rör í nýja skálanum og skilaði hún strax 70 °C ofn-
hita.
Gissur Símonarson hafði með sér tjalddúk og
plastboga og reisti baðhús yfir gufuauga á Saltaran-
um sem óspart var notað til baða og annarrar
skemmtunar. Veður var fremur leiðinlegt framan af,
dumbungur í lofti, þoka og úrkoma. Rannsóknir í
Vötnunum hófust því ekki fyrr en á þriðjudegi þegar
þokan minnkaði. A miðvikudegi sást til sólar og á
fimmtudegi var komið hið fegursta veður í Gríms-
vötnum og allt í kringum Grímsfjall, en á fjallinu
sátu þeir sem þar unnu í þoku og strekkingsvindi. A
föstudegi var síðan glampandi sól og léttskýjað. Að-
faranótt laugardags var lagt af stað niður og komu
flestir til byggða á sunnudagskvöldi. I gestabók nýja
skálans á Grímsfjalli sést að þangað hafa komið 124
í 18 leiðöngrum á þessu fyrsta ári skálans á fjallinu.
JÖKULL, No. 39, 1989 119