Jökull


Jökull - 01.12.1989, Side 58

Jökull - 01.12.1989, Side 58
segulhæð eftir gosbeltinu eru á mynd 10 aðeins sýndar jafngildislínur segulsviðs yfir ákveðnu lág- marksgildi, 250 nanótesla. Þar kemur í ljós að segul- hæð gosbeltisins skiptist í tvennt. Syðri hæðin nær frá Þingvallavatni yfir Hengilinn og suðvestur í sjó, en sú nyrðri frá Grímsnesi norðaustur undir Lang- jökul. Auk þessara tveggja meginhæða eru svo smærri frávik í kortinu, einkum tengd megineld- stöðvum. Til þess að draga fram þau línulegu fyrirbæri í þyngdar- og segulkortunum, sem fram koma í stefnugreiningunni þvert á gosbeltið, eru kortin stefnusíuð með þröngri síu NV-SA. Þær þyngdar- hæðir og segullægðir sem þá koma fram eru sýndar á mynd 11 ásamt upplýsingum um dýpi á hljóð- hraðalag 3. Stungið er upp á að þverstefnan í kortun- um geti stafað af eldvirkni utan gliðnunarbeltisins í samdráttarsprungum sem myndist þvert á plötuskilin þegar plötumar rekur burt og þær kólna. Á mynd 12 er staðsetning jarðskjálfta á árunum 1974-1987 borin við þyngdarkortið. Meirihluti skjálftanna liggur í eða við þyngdarlægðina sem fylgir gosbeltinu frá Reykjanesi að Langjökli. Auk þess verða skjálftar á Suðurlandsskjálftabeltinu, einkum í kring um þyngdarhæðina á Suðurlandi. Austast er svo þyrping skjálfta sem tilheyra einni hrinu frá 1987. Á mynd 13 eru sýnd helstu frávik sem tengjast gosbeltinu, nefnilega þyngdarlægðin, segulhæðimar og jarðskjálftamir. Syðri segulhæðin fellur saman við þyngdarlægðina á Hengilssvæðinu og þar er mikil skjálftavirkni. Skjálftar og þyngdarlægð fylgja síðan virka gliðnunarbeltinu til norðausturs upp í Langjökul. Nyrðri segulhæðin er hins vegar rúm- lega 20 kílómetra austan við gliðnunarbeltið og þar er lítil skjálftavirkni. Virkni í nyrðri hluta gosbeltis- ins hefur því greinilega færst vestur á bóginn á Brunhes-segulskeiðinu (síðustu 0,7 milljónir ára) og er það í samræmi við þá tilfærslu á virkni sem hefur orðið innan Hengils- kerfisins á sama tíma. 56 JÖKULL, No. 39, 1989
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.