Jökull - 01.12.1990, Page 4
lands og utan. Vegna þess hve þekking á jarðfræði
fslands hefur aukist á undanfömum áratug var talin
þörf á nýju yfirlitshefti.
Sérstakri ritnefnd var falin fagleg ritstjórn fertug-
asta árgangs Jökuls og var hún skipuð þeim Bryndísi
Brandsdóttur, Hreggviði Norðdahl og Sveini Jakobs-
syni. Ritnefndin komst hins vegar fljótlega að þeirri
niðurstöðu að svo mikill nýr efniviður var fyrir hendi
um jarðfræði íslands, að eitt hefti Jökuls nægði eng-
an veginn til að ná saman bærilegu yfirliti um alla
jarðfræði landsins. Því ákvað ritnefndin að efni þessa
afmælisheftis skyldi takmarkað við þær vísindagrein-
ar sem tengjast á einhvem hátt jöklum, bæði í nútíð og
fortíð, enda skyldi ritið helgað 40 ára afmæli Jökla-
rannsóknafélags íslands. Það er von okkar að í náinni
framtíð verði gefin út fleiri hefti með yfirlitsgreinum
á afmörkuðu sviði jarðvísinda.
Leitað var til ellefu jarðvísindamanna sem tóku að
sér að skrifa um efni sem á einn eða annan hátt tengjast
áhugasviði Jöklarannsóknafélags íslands. Afrakstur-
inn sést í þeim átta vísindagreinum sem hér birtast.
Grein Áslaugar Geirsdóttur fjallar um rannsóknir á
setlögum í jarðlagastafla í ofanverðum Borgarfirði og
í Hvalfirði. Tvær greinar eru um hörfun jökla í lok
síðasta jökulskeiðs og í upphafi nútíma. Hreggviður
Norðdahl rekur 100 ára þróun á hugmyndum varð-
andi hörfun meginjökuls síðasta jökulskeiðs og gerir
grein fyrir niðurstöðum rannsókna á jökulhörfun og
sjávarstöðubreytingum á láglendi Islands á síðjökul-
tíma. Ingibjörg Kaldal og Skúli Víkingsson skrifa um
hörfun íslenska meginjökulsins á miðhálendi landsins
snemma á nútíma. í grein eftir Margréti Hallsdóttur er
rakin saga gróðurfars á Norðurlandi, í upphafi nútíma,
fyrir 9.600 og 7.000 árum.
Árný Erla Sveinbjörnsdóttir og Sigfús J. Johnsen
greina frá því á hvern hátt hægt er að nota ískjarna frá
pólsvæðum til þess að kanna fornveðurfar og gerð er
tilraun til að tengja jarðfræðileg gögn frá íslandi við
veðurfarssveiflurí lok síðasta jökulskeiðs, eins og þær
koma fram í ískjömum frá Grænlandi. Tvær greinar
eru um vatnabúskap. Sigurður R. Gíslason birtir nið-
urstöður mælinga á efnasamsetningu úrkomu á Vatna-
jökli og hvemig mismunandi uppleyst efni aðgreinast
við bráðnun snævar. Freysteinn Sigurðsson fjallar um
efnasamsetningu og vatnsbúskap jökulgrunnvatns. Þá
er að lokum grein eftir Helga Björnsson og Pál Einars-
son um eldstöðvar er leynast undir Vatnajökli, byggð
á nýlegum gögnum um landslag undir jöklinum og
upptök j arðskj álfta.
Afmælisrit Jökuls er 200 síður og því stærsti ár-
gangur af Jökli til þessa. Forsíðumyndina tók Sigurður
Þórarinsson á fyrsta ári félagsins. Auk hennar prýða
heftið myndir úr fyrstu vorleiðöngrunum ásamt mynd-
um af öllum skálum félagsins. Ritnefnd þakkar Mar-
teini Sverrissyni og Vigdísi Harðardóttur veitta aðstoð.
Bryndís Brandsdóttir
Hreggviður Norðdahl
Sveinn Jakobsson
2 JÖKULL, No. 40, 1990