Jökull - 01.12.1990, Blaðsíða 85
þrískipt og ráða þar mestu sveiflur í línuritum birkis
°g einis. Birkið virðist koma til sögunnar fyrir um
9000 árum, þó gætir birkifrjóa nokkuð í neðstu og
elstu sýnunum en þau gætu verið af fjalldrapa (Mynd
5)- I fyrstu þrifust birki og einir hlið við hlið, en svo
kom að því að einirinn varð að láta í minni pokann í
samkeppninni um búsvæði. Einirinn var á undanhaldi
þar til fyrir um 8000 árum, að hann náði sér á strik á
nýjan leik, líklega vegna þess að veðrátta breyttist um
tíma (í u.þ.b. 6 aldir), þannig að birkið átti erfitt upp-
dráttar. Fyrir rúmum 7000 árum var birkið á ný orðið
mesti frjóframleiðandinn í gróðurlendum dalsins, enn-
þá vantaði samt nokkuð upp á, að þéttur birkiskógur
dafnaði, sem sést á því að ýmis jurtafrjó og jafnagró
skiluðu sér dável í frjófallinu út í vatnið. Birkiskóg-
Ur eða kjarr, mýrlendi og mólendi settu svip á dalinn,
þegar hér var komið sögu.
í vatninu þrifust síkjamari, lófótur og nykruteg-
undir strax frá upphafi, en seinna kom álftalaukur til
sögunnar, e.t.v. í tengslum við umhverfisbreyting-
ar, sem komu í kjölfar þess, að birkikjarrinu hrakaði,
þegar veðrátta varð úrkomusamari og eða jarðvegur
blotnaði af völdum lægri árshita.
Frjógreining borkjamans úr Krosshólsmýri hefur
bætt nokkrum öldum framan við gróðurfarssögu Norð-
urlands, en segja má með vissu að enn vanti þó upphaf-
ið. Flateyjardalur hafði verið jökulvana um hríð áður
en smájöklar gengu þar fram á nýjan leik og hörfuðu
síðan í upphafi nútíma. Saga Krosshólsmýrarkjarnans
nær allt aftur til þeirrar hörfunar.
Kirkjuból á Langjökli, 9. júlí 1986.
Á myndinni eru, talið frá vinstri:
Elís Másson, Eyjólfur Sigmars-
son, Valur Jóhannesson og Bjami
Bjarnason. Ljósm. Pétur Þorleifs-
son.
The Kirkjuból hut, Langjökull.
Photo. Pétur Þorleifsson.
JÖKULL, No. 40, 1990 81