Jökull


Jökull - 01.12.1990, Side 191

Jökull - 01.12.1990, Side 191
Jöklarannsóknafélag íslands Ræða formanns, Helga Björnssonar, á árshátið JÖRFI, 3. nóvember 1990. Ágætu félagar. I kvöld minnumst við þess að Jöklarannsóknafélag Islands er orðið fertugt. Stofnfélagar voru 41, hinn 22. nóvember 1950. Nú eru félagar orðnir um 550, rúmlega 13 sinnum fleiri en á stofnfundi. Tilgang- ur með stofnun félagsins var að stuðla að ferðum og rannsóknum á jöklum, efla fræðslu um þá og gefa út tímaritið Jökul. Félagið hefur unnið að þessum mark- miðum með ferðum á flesta meginjökla landsins, mæl- ingum á þykkt jökla, könnun á landslagi undir þeim. Með árlegum ferðum á Vatnajökul hefur það fylgst með baráttu elds og ísa í Grímsvötnum, þar sem jök- ull hefur lagst yfir eina virkustu eldstöð landsins og jökulhlaup falla niður á Skeiðarársand. Mæld hefur verið vatnsshæð, snjósöfnun, hæðarbreytingar, hop og framskrið. Borað hefur verið eftir ís í jöklana og jarð- hita í Grímsfjall, varmaknúnar rafstöðvar reistar, að ógleymdu gufubaði inni á reginjökli. Til þess að auðvelda ferðalög um jökla, björgun- arstörf og rannsóknir hefur félagið reist 11 hús, þar af 9 skála og 2 geymslur, alls 285 m2 að flatarmáli. Árangur af starfi félagsins hefur einnig birst í tímarit- inu Jökli, sem er eina fræðirit hérlendis um jarðvís- indi, sem flytur greinar jafnt á erlendum málum og íslensku. Gefið er út fréttabréf um störf félagsins og fræðslufundir haldnir um jökla og jöklaferðir. Félagamir hafa alla tíð verið hrærigrautur úr þjóðfélaginu: skíðafólk, brautryðjendur í akstri bif- reiða um hálendið, sérfræðingar í þungaflutning- nm, bormenn og bifvélavirkjar, flugfreyjur og fram- kvæmdastjórar, hjúkrunarkonur og hárskerar, járn- snriðir og jarðfræðingar, jöklafræðingar, kennarar og kvikmyndagerðarmenn, læknar og ljósmyndarar, lög- fræðingar, málarar, námsmenn, pípulagningamenn, skrifstofumeyjar og skattstjórar, trésmiðir og tækni- fræðingar, jafnvel tollarar, útvarpsvirkjar, verslunar- menn og veðurfræðingar, verkfræðingar og vatnamæl- ingamenn, — altmuligmenn. Öllu þessu fólki hefur þótt mannbætandi að komast á jökul, burt frá samfél- agi þessara sérhæfðu starfstitla. Dugmikið starf hefur viðhaldið áhuga á félaginu. Með sannfæringarkrafti dró Jón Eyþórsson að félaga og Sigurður Þórarinsson heillaði þá til félagsins, — svo að ég nefni tvo mikil- virka félaga, sem látnir eru. Hvað dregur fólk að þessu félagi? Hvað í ósköp- unum fær þessa sérvitringa til þess að fara á jökul? Hugsið ykkur hvað væri hægt að gera margt þægi- legra í fríinu en að fara á jökul. Venjulegt fólk held- ur sig í bænum, nýtur vorsins í garðskálanum og ef sumarið kemur grillar það úti á verönd. Svo ekur það sunnudagstúrinn í sólskininu og fær sér ís í Edingarð- inum, þar sem vaxa suðræn blóm. Það verður brúnt í sólbaðsstofunnni, lyftir lóðum í heilsuræktarstöðinni og endar vikuna á því að veiða uppi í Hvalfirði þar sem silung hefur verið sleppt í dálitla tjörn. Síðan fer það í sólarlandaferð sér til tilbreytingar. Það ku vera pottþéttar ferðir. Að vísu taka þeir þá áhættu að ekki sé búið að byggja hótelið. Svo sitja þeir á laugar- bakkanum undirmarglitum Martini-sólhlífumog sötra sopann sinn. Skyldi þetta ekki vera það dœgilegasta sem komið getur fyrir nokkra manneskju? Bara að þeir passi sig nú á því að fá sér ekki kaldan klaka í glasið því að þá fá þeir magapínu. En hvað varð um sérvitringana? Þegar sómakær- ir nágrannar fara að huga að vorverkum í garðinum, götunni til sóma, arka þeir upp á jökla. Þeir flýja vorið, aftur í veturinn. Sækja í eitt mesta veðravíti á jörðinni. Hvergi eru veðurhljóðin ámátlegri. Upp í hríðarkóf þar sem ekki sér handa skil. Kófið ætlar sér að fylla lungun af vatni. Þar eru þeir ýmist að sálast úr kulda eða stikna úr hita inni í snjóbílum. Svo velta þeir hálfrænulausir út úr snjóbílasvækjunni. Og fyrst ég minntist á snjóbíl, skal ég geta þess að öxullinn er boginn og drifið brotið. Bílarnir fara ekki fleiri JÖKULL, No. 40, 1990 187
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.