Jökull - 01.12.1990, Side 191
Jöklarannsóknafélag íslands
Ræða formanns, Helga Björnssonar, á árshátið JÖRFI, 3. nóvember 1990.
Ágætu félagar.
I kvöld minnumst við þess að Jöklarannsóknafélag
Islands er orðið fertugt. Stofnfélagar voru 41, hinn
22. nóvember 1950. Nú eru félagar orðnir um 550,
rúmlega 13 sinnum fleiri en á stofnfundi. Tilgang-
ur með stofnun félagsins var að stuðla að ferðum og
rannsóknum á jöklum, efla fræðslu um þá og gefa út
tímaritið Jökul. Félagið hefur unnið að þessum mark-
miðum með ferðum á flesta meginjökla landsins, mæl-
ingum á þykkt jökla, könnun á landslagi undir þeim.
Með árlegum ferðum á Vatnajökul hefur það fylgst
með baráttu elds og ísa í Grímsvötnum, þar sem jök-
ull hefur lagst yfir eina virkustu eldstöð landsins og
jökulhlaup falla niður á Skeiðarársand. Mæld hefur
verið vatnsshæð, snjósöfnun, hæðarbreytingar, hop og
framskrið. Borað hefur verið eftir ís í jöklana og jarð-
hita í Grímsfjall, varmaknúnar rafstöðvar reistar, að
ógleymdu gufubaði inni á reginjökli.
Til þess að auðvelda ferðalög um jökla, björgun-
arstörf og rannsóknir hefur félagið reist 11 hús, þar
af 9 skála og 2 geymslur, alls 285 m2 að flatarmáli.
Árangur af starfi félagsins hefur einnig birst í tímarit-
inu Jökli, sem er eina fræðirit hérlendis um jarðvís-
indi, sem flytur greinar jafnt á erlendum málum og
íslensku. Gefið er út fréttabréf um störf félagsins og
fræðslufundir haldnir um jökla og jöklaferðir.
Félagamir hafa alla tíð verið hrærigrautur úr
þjóðfélaginu: skíðafólk, brautryðjendur í akstri bif-
reiða um hálendið, sérfræðingar í þungaflutning-
nm, bormenn og bifvélavirkjar, flugfreyjur og fram-
kvæmdastjórar, hjúkrunarkonur og hárskerar, járn-
snriðir og jarðfræðingar, jöklafræðingar, kennarar og
kvikmyndagerðarmenn, læknar og ljósmyndarar, lög-
fræðingar, málarar, námsmenn, pípulagningamenn,
skrifstofumeyjar og skattstjórar, trésmiðir og tækni-
fræðingar, jafnvel tollarar, útvarpsvirkjar, verslunar-
menn og veðurfræðingar, verkfræðingar og vatnamæl-
ingamenn, — altmuligmenn. Öllu þessu fólki hefur
þótt mannbætandi að komast á jökul, burt frá samfél-
agi þessara sérhæfðu starfstitla. Dugmikið starf hefur
viðhaldið áhuga á félaginu. Með sannfæringarkrafti
dró Jón Eyþórsson að félaga og Sigurður Þórarinsson
heillaði þá til félagsins, — svo að ég nefni tvo mikil-
virka félaga, sem látnir eru.
Hvað dregur fólk að þessu félagi? Hvað í ósköp-
unum fær þessa sérvitringa til þess að fara á jökul?
Hugsið ykkur hvað væri hægt að gera margt þægi-
legra í fríinu en að fara á jökul. Venjulegt fólk held-
ur sig í bænum, nýtur vorsins í garðskálanum og ef
sumarið kemur grillar það úti á verönd. Svo ekur það
sunnudagstúrinn í sólskininu og fær sér ís í Edingarð-
inum, þar sem vaxa suðræn blóm. Það verður brúnt
í sólbaðsstofunnni, lyftir lóðum í heilsuræktarstöðinni
og endar vikuna á því að veiða uppi í Hvalfirði þar
sem silung hefur verið sleppt í dálitla tjörn. Síðan
fer það í sólarlandaferð sér til tilbreytingar. Það ku
vera pottþéttar ferðir. Að vísu taka þeir þá áhættu að
ekki sé búið að byggja hótelið. Svo sitja þeir á laugar-
bakkanum undirmarglitum Martini-sólhlífumog sötra
sopann sinn. Skyldi þetta ekki vera það dœgilegasta
sem komið getur fyrir nokkra manneskju? Bara að
þeir passi sig nú á því að fá sér ekki kaldan klaka í
glasið því að þá fá þeir magapínu.
En hvað varð um sérvitringana? Þegar sómakær-
ir nágrannar fara að huga að vorverkum í garðinum,
götunni til sóma, arka þeir upp á jökla. Þeir flýja
vorið, aftur í veturinn. Sækja í eitt mesta veðravíti á
jörðinni. Hvergi eru veðurhljóðin ámátlegri. Upp í
hríðarkóf þar sem ekki sér handa skil. Kófið ætlar sér
að fylla lungun af vatni. Þar eru þeir ýmist að sálast
úr kulda eða stikna úr hita inni í snjóbílum. Svo velta
þeir hálfrænulausir út úr snjóbílasvækjunni. Og fyrst
ég minntist á snjóbíl, skal ég geta þess að öxullinn
er boginn og drifið brotið. Bílarnir fara ekki fleiri
JÖKULL, No. 40, 1990 187