Jökull - 01.12.1990, Side 198
Kverkfjallaskáli, 24. júní, 1987. Á mynd-
inni eru, talið frá vinstri: Stefán Bjarna-
son, Helga Stefánsdóttir og Margrét Isdal.
Ljósm. Jón E. ísdal. The Kverkfjöll hut,
June 24,1987. Photo. Jón E. ísdal.
lagið’Táp ogfjörogfrískirmenn“. Aðþvíbúnuhófst
fjöldasöngur sem stóð fram undir morgunn.
Sunnudagurinn 21. júní var tekinn alvarlega sem
hvíldardagur og upphófst nú hin mesta elliheimilis-
stemning á staðnum. Menn lágu ýmist í kojum og
hrutu eða lásu ljóð og lögðu kapal. Talsvert fækkaði í
hópnum þennan dag, eða niður í 32, en þegar fjöldinn
var mestur á fjallinu, munu þar hafa verið á milli 60
og 70 manns. Þess má til gamans geta að þetta var eini
sólarlausi dagurinn í ferðinni og má því segja að veð-
urguðimirhafi svo sannarlega lagt sitt af mörkum svo
allt mætti ganga sem best. Enda þóttust sumir finna
fyrir anda Jóns Eyþórssonar á fjallinu þessa daga.
Mánudagurinn 22. júní var einnig notaður til slök-
unar og var hið nýja og glæsilega gufubað Gríms-
vatnahrepps óspart notað. Það var þannig úr garði
gert að bomð var hola á Saltaranum, vatnspottur settur
yfir og tjaldað svo yfir allt saman með plastdúk. Þarf
ekki að orðlengjaþað að þetta var eitt hið glæsilegasta
gufubað landsins og þótt víðar væri leitað. Að kvöldi
dags var svo lagt í ógleymanlega ferð á Öræfajökul.
Því miður voru það aðallega verkamenn og eldhúspí-
ur sem nutu þeirrar farar, því rannsóknaliðið þurfti að
sinna sínum verkefnum í Vötnunum. Við lögðum af
stað á þrem snjóbílum kl. 22.00 í fyrirmyndarveðri.
í morgunsárið var gengið á Hvannadalshnúk og tók
gangan um klukkustund. Utsýnið til norðurs og aust-
urs var ákaflega fallegt en lágskýjað var í suðvestri.
Veðrið var yndislegt enn sem fyrr og sálin uppnum-
in. Þeir fræknustu í hópi skíðafólksins brunuðu síðan
niður hnúkinn með slíkum glæsibrag að unun var á að
horfa. Við hin röltum þetta á eftir í rólegheitunum. Að
loknum morgunverði undir hnúknum var svo haldið af
stað heimleiðis með viðkomu hjá Þumli. Snjóbílamir
drógu skíðafólkið, en þegar hallaði undan fæti, var lín-
unni sleppt og liðið ljúflega niður brekkumar. Heim
í skála komum við um kl. 18.00 á þriðjudeginum og
var það þreytt en ánægt lið sem lagðist í pokana það
kvöldið.
Daginn eftir, miðvikudaginn 24. júní, var farið á
tveim vélsleðum í Kverkfjöll til að kanna skemmd-
ir á gluggum Kverkfjallaskála, en ytri rúður og hlerar
höfðu brotnað, þegar einhverjir sem skálann gistu, lok-
uðu ekki nægilegavel á eftir sér. Kverkfjallaskálinn er
nú orðinn 10 ára gamall og er hann í ágætu ástandi, þó
að bera þyrfti á hann að utanverðu. Um kvöldið stóð
til að slá upp grillveislu á Grímsfjalli, en þegar til átti
að taka, læddist að okkur þokan ásamt nístingskulda,
svo við átum bara bjúgu og drifum okkur í háttinn.
Fimmtudagurinn 25. júní var nýttur til enn frek-
ari sólar- og gufubaða. Einnig tóku kvenfélagskonur
að sér það verkefni að gera hreint í gamla skálanum.
Seinni partinn var svo grillveislunni slegið upp á ný
og að þessu sinni tókst hún hið besta, enda var þokan
víðs fjarri. Á eftir var stiginn eins konar þjóðdans á
veröndinni.
Upp úr hádeginu föstudaginn 26. júní var skálan-
um lokað og læst, hlerar settir fyrir glugga og haldið
194 JÖKULL, No. 40, 1990