Jökull - 01.12.1991, Blaðsíða 47
hlaupi. Sigdældin var um 8 km löng og teygðist til
norðurs frá norðvesturkrika Grímsvatna. Rúmtak
hennar var 2-3 km3. Talið er að gos hafi orðið undir
jöklinum og myndað sigdældina. Flugmyndir frá
sumrinu 1938 (8. mynd) sýna að nyrst í sigdældinni
hefur gosið náð upp úr jöklinum en þar þakti
öskuflekkur nokkurt svæði eftir að kom fram á
sumarið. Issjármælingar yfir gosstöðvunum hafa leitt
í ljós að 70-200 m hár hryggur liggur þar sem sigið
varð 1938 (9. mynd). Rúmtak hans er nálægt 400
milljónum m3 og líklega hefur hann myndast í gosinu
1938. Hefur þetta gos því verið með stærstu gosum á
íslandi á þessari öld; af gosum með þekkt rúmmál
gosefna eru aðeins Heklugosið 1947 og
Surtseyjargosið 1963-1967 stærri. Sigdældin frá 1938
fylltist að miklu leyti innan fárra ára. Þó má marka af
sigkötlum yfir gosstöðvunum að það tók gosefnin
allnokkur ár að kólna að fullu (10. mynd).
Ljóst er af þeim gögnum sem til eru (frá 1934,
1938 og 1983) að við gos dreifist aska yfir jökulinn,
vök eða sigdæld myndast yfir gosstöðvunum og er
hún sýnileg í nokkur ár eftir gosið vegna kælingar
gosefnanna. Þá myndast í gosinu hryggur eða gíg-
hrúgald. Þessar staðreyndir þarf að hafa til hliðsjónar
þegar líkur á gosi á tilteknum tíma eru metnar.
Ýmislegt hefur þótt benda til þess að oftar hafi
gosið í Grímsvötnum en í þau þrjú skipti sem að
framan eru talin. Hefur þar verið bent á öskulög sem
sést hafa á yfirborði jökulsins, myndun sigkatla og
óeðlilega stutt bil milli hlaupa. í ljós kemur hins
vegar að á tímabilinu frá 1934 og fram yfir 1960 sást
lítil eða engin aska að vori til en síðla sumars og að
hausti þakti aska norðvesturhluta Grímsvatna (9.-13.
mynd). Hér var hins vegar um að ræða sömu öskuna
allan tímann, þ.e. frá gosinu 1934, e.t.v. blandað ösku
úr eldri gosum. Svo virðist að öll vetrarákoman hafi
bráðnað á sumrin í norðvesturhluta Grímsvatna og þar
hafi því verið leysingasvæði. Hin mikla leysing á
þessu tímabili stafaði af áfoki ösku af jökulvana
svæðum og úr aurkeilum og hryggjum sem fljótt
stungu kollinum undan vetrarsnjónum í norðvestur-
hluta Grímsvatna. Við áfokið dökknaði snjórinn og
gleypti mun stærri hluta sólgeislunarinnar en hreinn
snjór. Á sjötta áratugnum minnkaði hins vegar
leysingasvæðið ört og var alveg horfið um 1970 (12.
mynd). Orsakir þess vom minna áfok þegar jökulvana
svæði minnkuðu vegna þess að dró úr jarðhita í
Grímsvötnum auk þess sem kólnandi veðurfar gæti
hafa átt hlut að máli.
I lok hlaupanna 1945 og 1954 mynduðust sigkatlar
með lóðréttum veggjum í norðvesturkrika
Grímsvatna (14. mynd). Hafa þeir verið taldir til
sannindamerkis um eldgos. Svæðið þar sem ketillinn
myndaðist 1954 hefur hins vegar verið kannað með
íssjá og sjást þar engin merki gíghrúgalds eins og
búast mætti við ef gos hefði orðið (2. mynd). Því
verður að telja ólíklegt að ketillinn hafi myndast við
gos. Ekki er vitað með vissu hvar ketillinn myndaðist
1945 og er því ekki unnt að að skera úr með vissu
með hjálp íssjármælinga hvort gos hafi orðið.
Ketillinn virðist hins vegar hafa verið á svipuðum
stað og 1954 og íssjármælingar sýna þar engin nýleg
hrúgöld sem benda til goss. í stað þess að skýra
katlana með eldgosum telja höfundar líklegra að
myndun þeirra megi rekja til gufusprenginga eða
kröftugrar suðu í jarðhitakerfi í kjölfar þrýstings-
lækkunar sem verður við Grímsvatnahlaup (15.
mynd).
Hin tíðu jökulhlaup sem urðu á árunum eftir 1938
(þ.e. hlaupin 1939, 1941, 1945 og 1948) eru ekki
nauðsynlega vísbending um eldgos á því tímabili.
Nærtækara virðist að skýra þau með bráðnun íss yfir
hryggnum sem myndaðist 1938 enda tekur kæling
gosefna nokkurn tíma eins og getið var hér að
framan. Líklegt er að gosefnin hafi að mestu leyti
verið ferskt basaltgler því að erfitt að skýra hina
miklu bráðnun samfara gosinu 1938 öðruvísi en með
sprengigosi í vatni. Myndun móbergs úr fersku
basaltgleri gefur frá sér talsverðan varma. Því má
gera ráð fyrir að vatn hafi safnast fyrir yfir hryggnum
og það hlaupið öðru hverju niður í Grímsvötn og
vatnsborð því hækkað mun hraðar en þegar gosefnin
voru að fullu kæld.
I ágúst 1984 varð vart gosóróa í um klukkustund á
skjálftamælum og voru upptök hans á Grímsvatna-
svæðinu. Smágos gæti hafa orðið á botni Grímsvatna
sem ekki náði upp úr jöklinum. Fyrir utan þennan
atburð virðast af könnun okkar á tiltækum gögnum
um Grímsvötn ekki önnur gos hafa orðið í eða við
Grímsvötn á tímabilinu 1934-1991 en þau sem þekkt
voru fyrir, þ.e. gosin 1934, 1938 og 1983 (1. tafla).
JÖKULL, No. 41, 1991 45